„Þakklát fyrir ævintýri ársins og bíðum spennt eftir óvæntum sumarglaðningi,“ skrifaði Theodóra og deildi myndum af parinu á Instagram á áramótunum. Á seinni myndinni má sjá glitta í fína óléttukúlu.
Fyrir á Theodóra einn dreng.
Theodóra hefur starfað sem hárgreiðslukona í rúma tvo áratugi. Árið 2021 stofnaði hún svo sitt eigið hárvörumerki sem ber heitið THEA og kom innblásturinn frá ferli hennar í hárgreiðslunni.
Samhliða hárgreiðslustarfinu hefur hún gefið út þrjár bækur um hár og hárumhirðu, og aðrar fimm í samstarfi við Disney-samsteypuna.