Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Miller hafi tekið bílasalann hálstaki áður en hann skellti honum í jörðina. Hann tók í kjölfarið lykla að Dodge Ram jeppa og flúði af vettvangi.
Miller var handtekinn í fyrradag og mætti fyrir rétt í gær. Hann er enn í gæsluvarðhaldi.
Miller steig síðast inn í hringinn á Þorláksmessu þegar hann tapaði fyrir Daniel Dubois á stóru bardagakvöldi í Sádi-Arabíu. Þetta var fyrsta tap Millers á ferlinum.
Bandaríski hnefaleikakappinn átti að mæta Anthony Joshua 2019 en ekkert varð af því þar sem hann féll á lyfjaprófi. Andy Ruiz keppti í stað Millers, sigraði Joshua og skaust upp á stjörnuhimininn. Miller sneri aftur í hringinn 2022 eftir næstum því fjögurra ára hlé.