Handbolti

Serbar unnu stór­sigur í undir­búningi fyrir EM

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Serbía verður fyrsti andstæðingur Íslands á EM sem hefst í næstu viku.
Serbía verður fyrsti andstæðingur Íslands á EM sem hefst í næstu viku. Vísir/Getty

Serbía vann öruggan sjö marka sigur er liðið mætti Slóvakíu í vináttulandsleik í handbolta í kvöld, 31-24.

Leikurinn er liður í undirbúningi liðanna fyrir EM sem hefst í næstu viku þar sem Serbar munu leika í C-riðli með strákunum okkar í íslenska landsliðinu.

Serbneska liðið hafði yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddi með tveimur mörkum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 16-14. 

Liðið vann svo síðari hálfleikinn með fimm marka mun og vann því að lokum öruggan sjö marka sigur, 31-24.

Serbar leika annan vináttulandsleik í undirbúningi sínum fyrir EM á morgun þegar liðið mætir Spánverjum. Fyrsti leikur liðsins á EM er svo einmitt gegn íslensku strákunum þann 12. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×