CrossFit krakkarnir fá allan hagnaðinn af sölu „Þeir fiska sem róa“ bolanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2024 14:00 Bergrós Björnsdóttir og Tindur Eliasen ætla sér stóra hluti í framtíðinni og fá bæði dýmæta reynslu í Miami í þessum mánuði. @hybrd.is Bergrós Björnsdóttir og Tindur Eliasen eru bæði á leiðinni til Miami í Bandaríkjunum seinna í þessum mánuði til að keppa á stóru CrossFit móti. Þau munu þar bæði keppa á Wodapalooza mótinu eftir að hafa unnið sér þátttökurétt á einu af stærsta CrossFit móti ársins í gegnum sérstaka undankeppni hennar. Wodapalooza mótið fer fram frá 11. til 14. janúar næstkomandi. Það kostar sitt að keppa í móti sem þessu enda ferðalagið til og upphaldið á Flórída ekki ódýrt. Bergrós og Tindur hafa nú fengið góðan byr í seglin eftir að Hybrd.is ákvað að styrkja þau bæði. Fyrirtækið hefur hannað sérmerkta „Þeir fiska sem róa“ boli fyrir þau og allur hagnaðurinn af sölu þeirra rennur til krakanna og þjálfara þeirra í keppnisferðinni. Það er hægt að kaupa bolina hér. Bergrós og Tindur áttu fyrst að keppa í unglingaflokknum en Bergrós þáði það hins vegar að keppa í flokki fullorðinna þegar hún fékk boð um það fyrir stuttu. Hún var aðeins tveimur sætum frá því að tryggja sér sætið í aðalkeppni kvenna þegar hún tók þátt í undankeppninni. Wodapalooza hafði hins vegar samband og bauð henni að koma inn eftir að aðrir keppendur forfölluðust. Þetta verður því í fyrsta sinn sem Bergrós fær tækifæri til að keppa við bestu CrossFit konur heims. Bergrós varð í þriðja sæti í unglingaflokki á heimsleikunum síðasta haust og fær annað tækifæri til að keppa í flokki sextán til sautján ára á þessu ári. Reynslan af því að keppa við þær bestu mun örugglega nýtast henni vel á komandi tímabili. View this post on Instagram A post shared by Hybrd (@hybrd.is) CrossFit Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Sjá meira
Þau munu þar bæði keppa á Wodapalooza mótinu eftir að hafa unnið sér þátttökurétt á einu af stærsta CrossFit móti ársins í gegnum sérstaka undankeppni hennar. Wodapalooza mótið fer fram frá 11. til 14. janúar næstkomandi. Það kostar sitt að keppa í móti sem þessu enda ferðalagið til og upphaldið á Flórída ekki ódýrt. Bergrós og Tindur hafa nú fengið góðan byr í seglin eftir að Hybrd.is ákvað að styrkja þau bæði. Fyrirtækið hefur hannað sérmerkta „Þeir fiska sem róa“ boli fyrir þau og allur hagnaðurinn af sölu þeirra rennur til krakanna og þjálfara þeirra í keppnisferðinni. Það er hægt að kaupa bolina hér. Bergrós og Tindur áttu fyrst að keppa í unglingaflokknum en Bergrós þáði það hins vegar að keppa í flokki fullorðinna þegar hún fékk boð um það fyrir stuttu. Hún var aðeins tveimur sætum frá því að tryggja sér sætið í aðalkeppni kvenna þegar hún tók þátt í undankeppninni. Wodapalooza hafði hins vegar samband og bauð henni að koma inn eftir að aðrir keppendur forfölluðust. Þetta verður því í fyrsta sinn sem Bergrós fær tækifæri til að keppa við bestu CrossFit konur heims. Bergrós varð í þriðja sæti í unglingaflokki á heimsleikunum síðasta haust og fær annað tækifæri til að keppa í flokki sextán til sautján ára á þessu ári. Reynslan af því að keppa við þær bestu mun örugglega nýtast henni vel á komandi tímabili. View this post on Instagram A post shared by Hybrd (@hybrd.is)
CrossFit Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Sjá meira