Bjóða til afmælisveislu í Laugardalshöll Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2024 10:35 Erpur Eyvindarson lofar svakalegum tónleikum í Laugardalshöll. Anna Margrét Árnadóttir XXX Rottweilerhundar blása til risatónleika í Laugardalshöll föstudaginn 17. maí. Um er að ræða 25 ára afmælistónleika sveitarinnar. Hljómsveitin kom fyrst saman árið 1999 en skaust svo upp á stjörnuhimininn í mars árið 2000 þegar sveitin vann Músíktilraunir. Þegar síðan samnefnd platínuplata hljómsveitarinnar kom út undir lok árs 2001 varð sprenging sem ekki sér fyrir endann á, eins og segir í tilkynningu vegna tónleikanna. „Rottweilerhundar eru brautryðjendur íslenskrar rappsenu og í kjölfar þeirra fylgdi ótal tónlistarmanna sem gáfu út rapp á íslensku. Seinni plata Rottweiler kom út árið 2002 en undanfarin ár hefur hljómsveitin gefið út lög með reglulegu millibili sem öll hafa notið mikilla vinsælda.“ Erpur Eyvindarson, BlazRoca, er spenntur fyrir tónleikunum. „Það stóð alltaf til að fagna 20 ára afmælinu með stórum tónleikum en heimsfaraldurinn kom í veg fyrir það. Þess í stað ætlum við að keyra á þetta núna þar sem við nálgumst 25 ára aldurinn, xxxR og meðlimir, við erum allir alltaf 25 ára“ segir Erpur sem fagnar 47 ára afmæli á árinu. Landslið tónlistarmanna hefur í gegnum tíðina komið við sögu í lögum Rottweilerhunda og stendur til að fá marga góða gesti á tónleikana til að gera þá sem glæsilegasta og segja sögu þessarar stórmerku hljómsveitar. „Það er alveg óhætt að lofa rosalegri sýningu, stemningin sem myndast á tónleikum okkar hefur alltaf verið bandbrjáluð. Við erum svo fáránlega æstir í að leggja allt okkar í hvert einasta smáatriði, fyrir fulla Laugardalshöll af okkar yfirburða aðdáendum“ segir Ágúst Bent Sigbertsson, Bent, um tónleikana. Miðasala á tónleikana hefst á föstudaginn, 12. janúar, og fer fram á midix.is. Miði í stæði kostar 7900 krónur en 11900 krónur í stúku. Fróðlegt verður að sjá hverjum verður boðið á tónleikana en í einu vinsælasta lagi sveitarinnar, Þér er ekki boðið, er talinn upp listi af fólki sem annars vegar er ekki boðið og hins vegar er boðið. Meðal þeirra sem er boðið má nefna Ástþór Magnússon, Einar Bárðarson, kvennadeild Breiðabliks og Ómar Ragnarsson. Tónlist Tímamót Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira
Hljómsveitin kom fyrst saman árið 1999 en skaust svo upp á stjörnuhimininn í mars árið 2000 þegar sveitin vann Músíktilraunir. Þegar síðan samnefnd platínuplata hljómsveitarinnar kom út undir lok árs 2001 varð sprenging sem ekki sér fyrir endann á, eins og segir í tilkynningu vegna tónleikanna. „Rottweilerhundar eru brautryðjendur íslenskrar rappsenu og í kjölfar þeirra fylgdi ótal tónlistarmanna sem gáfu út rapp á íslensku. Seinni plata Rottweiler kom út árið 2002 en undanfarin ár hefur hljómsveitin gefið út lög með reglulegu millibili sem öll hafa notið mikilla vinsælda.“ Erpur Eyvindarson, BlazRoca, er spenntur fyrir tónleikunum. „Það stóð alltaf til að fagna 20 ára afmælinu með stórum tónleikum en heimsfaraldurinn kom í veg fyrir það. Þess í stað ætlum við að keyra á þetta núna þar sem við nálgumst 25 ára aldurinn, xxxR og meðlimir, við erum allir alltaf 25 ára“ segir Erpur sem fagnar 47 ára afmæli á árinu. Landslið tónlistarmanna hefur í gegnum tíðina komið við sögu í lögum Rottweilerhunda og stendur til að fá marga góða gesti á tónleikana til að gera þá sem glæsilegasta og segja sögu þessarar stórmerku hljómsveitar. „Það er alveg óhætt að lofa rosalegri sýningu, stemningin sem myndast á tónleikum okkar hefur alltaf verið bandbrjáluð. Við erum svo fáránlega æstir í að leggja allt okkar í hvert einasta smáatriði, fyrir fulla Laugardalshöll af okkar yfirburða aðdáendum“ segir Ágúst Bent Sigbertsson, Bent, um tónleikana. Miðasala á tónleikana hefst á föstudaginn, 12. janúar, og fer fram á midix.is. Miði í stæði kostar 7900 krónur en 11900 krónur í stúku. Fróðlegt verður að sjá hverjum verður boðið á tónleikana en í einu vinsælasta lagi sveitarinnar, Þér er ekki boðið, er talinn upp listi af fólki sem annars vegar er ekki boðið og hins vegar er boðið. Meðal þeirra sem er boðið má nefna Ástþór Magnússon, Einar Bárðarson, kvennadeild Breiðabliks og Ómar Ragnarsson.
Tónlist Tímamót Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira