Lífið

Garðar Gunn­laugs og Fann­ey nefna soninn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Garðar og Fanney Sandra gengu í hnapphelduna í júlí í fyrra en lofa brúðkaupi og veislu eftir barneignir.
Garðar og Fanney Sandra gengu í hnapphelduna í júlí í fyrra en lofa brúðkaupi og veislu eftir barneignir. Fanney Sandra

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, nefndu son sinn við hátíðlega athöfn um helgina. Drengurinn fékk nafnið Adrían Nóel Bergmann Garðarsson.

Fyrir eiga hjónin einn dreng saman, Líam Myrkva fimm ára. Garðar á fjögur börn fyrir.

Garðar og Fanney gengu í hnapphelduna hjá Sýslumanninum í Kópavogi í júlí fyrra og lofuðu vinum og vandamönnum stærri veislu og brúðkaupi að barneignum loknum.

Garðar fæddist árið 1983 og Fanney árið 1998. Þau hafa alltaf verið opinská með ástina á milli þeirra og verið afar dugleg að deila henni með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.


Tengdar fréttir

Frægir fjölguðu sér árið 2023

Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli þjóðþekktra landsmanna sem komu í heiminn á árinu 2023 og Vísir greindi frá.

Brúðkaup ársins 2023

Á hverju ári greinum við á Vísi frá brúðkaupum og hér fyrir neðan má sjá yfirferð yfir þekkta Íslendinga sem gengu í hnappelduna á árinu 2023.

Garðar Gunnlaugs og Fanney eignuðust dreng

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, eignuðust dreng í vikunni. Parið birti deildi gleðifregnunum sameiginlegri færslu á Instagram í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.