„Er almennt frekar nægjusöm týpa“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 9. janúar 2024 20:00 Katrín Ósk vill eggin sín tæplega harðsoðin eða hrærð og sterkt kaffi með mjólkur- dreitli. Hin 29 ára Katrín Ósk Ásgeirsdóttir lýsir sjálfri sem ævintýragjarnri stemningskonu með stórt hjarta sem nýtur sín best í faðmi fjölskyldu og vina. Hún segist heillast að húmor og heiðarleika í fari anarra en er snúin við á punktinum ef hroki og stælar eru annars vegar. Að sögn Katrínar er hún lítið hrifin af stefnumótaforritum þar sem samtölin eru oftast langdregin og þurr, auk þess að vera tímafrek. „Persónulega er ég mjög skotin í hugmyndinni að kynnast í persónu frekar en á netinu af því ég er sjálf ekkert mjög skemmtileg á þessum forritum,“ segir Katrín kímin. Katrín Ósk flutti til Íslands í byrjun síðasta árs frá Danmörku og festi kaup á sinni fyrstu íbúð. Aðsend Spurð hvaða persónueiginlekari heilli hana segir hún sjálfstraust, húmor, hugrekki, góðmennsku og metnað frekar sexy en sé lítið fyrir hroka, stæla og óheiðarleika í fari annarra. Hér að neðan svarar Katrín Ósk spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Hvar sérðu sjálfa þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár verð ég vonandi búin að ferðast meira, upplifa eitthvað nýtt, hlægja meira og hafa meira gaman. Vonandi verð ég líka búin að koma mér fyrir einhvers staðar á góðum stað með hund og nokkur börn. Aldur? 29 ára. Starf? Ég starfa hjá Utanríkisráðuneytinu og sem ráðgjafi í Klettabæ. Ótrúlega ólík störf sem ég elska. Áhugamál? Ferðalög, skíði, pólitík, bækur, húðumhirða, fólk, og bara lífið sjálft, elska það. Katrín Ósk starfar hjá Utanríkisráðuneytinu og sem ráðgjafi í Klettabæ.Aðsend Gælunafn eða hliðarsjálf? Ég hef ekki átt mörg gælunöfn í gegnum tíðina. En þegar ég var yngri þá kölluðu foreldrar mínir mig oft Speedy af því þeim fannst ég svo lengi að öllu. Shorty var líka vinsælt hjá þeim. Ég er greinilega of lágvaxin og hægfara. Aldur í anda? Ég flakka á milli þess að vera 19 og 47 ára, eftir hentugleika. Menntun? BA gráða í stjórnmálafræði með lögfræði sem aukagrein. Ég er núna að klára meistaranám í opinberri stjórnsýslu. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? „Bara rétt að byrja?“ Guilty pleasure kvikmynd? A Cinderella story og Pretty Woman. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ójá, Chad Michael Murray átti hug minn og hjarta í mörg ár þegar ég var yngri. Heath Ledger og Brad Pitt voru líka mjög ofarlega á lista. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Guð nei. Ég fæ alveg grænar þegar fólk talar um sig í þriðju persónu. Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Nei, ég syng vanalega ekki í sturtu, en í bílnum fara oft fram langir og góðir tónleikar. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Instagram, Spotify og Easypark. Ég átti sennilega einhver skonar stöðumælasektar-met áður en það kom á markað. Ertu á stefnumótaforritum? Já, ég er þar en get ekki sagt að ég sé mikill aðdáandi. Samtölin eru oft frekar langdregin og þurr. Það er bara hægt að þola ákveðið mikið af skilaboðum sem byrja á: Hæ, hvað segirðu? Persónulega er ég mjög skotin í þeirri hugmynd að kynnast fólki í persónu frekar en á netinu. Líklega af því ég er sjálf ekkert mjög skemmtileg á þessum forritum, þetta er svo mikil vinna! Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Sjálfstæð, hjartahlý og metnaðarfull. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? „Eldklár, hlý og trú. Þessi voru frá mömmu.“ „Réttsýn, ákveðin og hugulsöm.“ „Traust, fyndin og klár. Glæsileg, klár og traust.“ „Skemmtileg, þrautseig og rökföst.“ „Góð, áhugaverð og klár. Yndisleg, klár og tignarleg.“ Veit ekki alveg með það en tek því. „Einlæg, hugulsöm og gordjöss.“ Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Blanda af sjálfstrausti, húmor fyrir sjálfum sér og öðrum, hugrekki, góðmennsku og metnaði er frekar sexy. En óheillandi? Hroki, stælar og óheiðarleiki er eitthvað sem ég get lítið unnið með. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Örugglega Golden Retriever. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni, lífs eða liðna, til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ég myndi bjóða ömmu minni Katrínu heitinni, Matthew Perry og Vigdísi Finnbogadóttur. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já mætti segja það, ég er með þann óþolandi en gagnlega eiginleika að muna öll símanúmer, bílnúmer og kennitölur ef ég heyri það einu sinni. Kemur sér oft vel en oft skrýtið að útskýra ef það kemst upp um mig. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Veit ekkert skemmtilegra en að vera umkringd fjölskyldu og vinum í góðri stemningu, tala nú ekki um ef það er í skíðaferðum, í gönguferðum á hálendinu eða heima í kósý. Svo finnst mér líka gaman að segja sögur, hlusta á sögur, láta fólk hlægja, fara á tónleika og í leikhús. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að velja mér föt á morgnana og að setja bensín á bílinn minn. Ertu A eða B týpa? B+ týpa, mæli ekki með að tala við mig snemma á morgnana. Ég mýkist samt með deginum, ég lofa. Hvernig viltu eggin þín? Tæplega harðsoðin eða hrærð. Hvernig viltu kaffið þitt? Sterkt með pínulítilli mjólk. Eða í dós sem stendur Nocco á. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Petersen, Danski og Kiki til að dansa. Annars eru langskemmtilegustu partýin í útilegum, útlöndum, sumarbústöðum eða í heimahúsum. Myndi velja það yfir allt annað. Ertu með einhvern bucket lista? Já, ótrúlega margt sem mig langar að gera. Fullt af fallegum og spennandi löndum sem ég á eftir að heimsækja, sjá sólarupprás á Snæfellsjökli, ganga Hornstrandir, fara í þyrluflug, synda með höfrungum og læra annað tungumál. Draumastefnumótið? Sko, það er mjög auðvelt að gera mér til hæfis, er almennt frekar nægjusöm týpa. En mér finnst mjög gaman að hafa gaman en skemmtilegra að láta koma mér á óvart þar sem ég er yfirleitt sú sem plana í mínum vinahópum. Þannig að activity-deit er alveg spot on. Fara í pílu, í road trip, eða bara skemmtilegt spjall yfir vínglasi. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Ég er ekkert mikið fyrir það að syngja réttan texta, syng meira bara svona frá hjartanu. Það bara kemur sem kemur. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Fool Me Once á Netflix. Hvaða bók lastu síðast? Maðurinn frá Sao Paulo og Ugly Love. Hvað er Ást? Ástin er alls staðar, hún er hversdagsleikinn, hún er húmorinn, kaffibolli í rúmið, gönguferðir á haustin, að elska án skilyrða, að hlusta án þess að dæma og að taka fólki nákvæmlega eins og það er og vilja alltaf það besta fyrir hvort annað, alveg sama hvað það kostar. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir „Inn gengur hún, Ingunn Lára sjálf, í glæsilegum flegnum rauðum kjól með ljóst hárið liðað“ Ingunn Lára Kristjánsdóttir, TikTok fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og leikkona, segir gestgjafahlutverkið vera henni í blóð borið og elskar hún fátt meira en að halda góð spilakvöld. Hún lýsir sjálfri sér sem algjörri Pollýönnu sem er uppfull af þekkingu um textasmíð tónlistarkonunnar Talyor Swift og Ólafar ríku frá Skarði. 1. desember 2023 20:46 „Sniðug, opin, klár og heit“ Hin lífsglaða stemmningskona, Valgerður Anna Einarsdóttir eða Vala, er þrítug kona sem elskar stemmningu og stuð. Hún lýsir sér sem lífskúnstner með breytt áhugasvið. 29. október 2023 20:00 „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Júlía Margrét Einarsdóttir, rithöfundur og eigandi Jónasar von Kattakaffihús, svo fátt eitt sé nefnt, lýsir sér sem marsmelló-gothara sem elskar blúndur og mikið bling. Hún er mikil kattakona en segist dýrka öll dýr meira en flest fólk. 14. nóvember 2023 20:01 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Að sögn Katrínar er hún lítið hrifin af stefnumótaforritum þar sem samtölin eru oftast langdregin og þurr, auk þess að vera tímafrek. „Persónulega er ég mjög skotin í hugmyndinni að kynnast í persónu frekar en á netinu af því ég er sjálf ekkert mjög skemmtileg á þessum forritum,“ segir Katrín kímin. Katrín Ósk flutti til Íslands í byrjun síðasta árs frá Danmörku og festi kaup á sinni fyrstu íbúð. Aðsend Spurð hvaða persónueiginlekari heilli hana segir hún sjálfstraust, húmor, hugrekki, góðmennsku og metnað frekar sexy en sé lítið fyrir hroka, stæla og óheiðarleika í fari annarra. Hér að neðan svarar Katrín Ósk spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Hvar sérðu sjálfa þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár verð ég vonandi búin að ferðast meira, upplifa eitthvað nýtt, hlægja meira og hafa meira gaman. Vonandi verð ég líka búin að koma mér fyrir einhvers staðar á góðum stað með hund og nokkur börn. Aldur? 29 ára. Starf? Ég starfa hjá Utanríkisráðuneytinu og sem ráðgjafi í Klettabæ. Ótrúlega ólík störf sem ég elska. Áhugamál? Ferðalög, skíði, pólitík, bækur, húðumhirða, fólk, og bara lífið sjálft, elska það. Katrín Ósk starfar hjá Utanríkisráðuneytinu og sem ráðgjafi í Klettabæ.Aðsend Gælunafn eða hliðarsjálf? Ég hef ekki átt mörg gælunöfn í gegnum tíðina. En þegar ég var yngri þá kölluðu foreldrar mínir mig oft Speedy af því þeim fannst ég svo lengi að öllu. Shorty var líka vinsælt hjá þeim. Ég er greinilega of lágvaxin og hægfara. Aldur í anda? Ég flakka á milli þess að vera 19 og 47 ára, eftir hentugleika. Menntun? BA gráða í stjórnmálafræði með lögfræði sem aukagrein. Ég er núna að klára meistaranám í opinberri stjórnsýslu. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? „Bara rétt að byrja?“ Guilty pleasure kvikmynd? A Cinderella story og Pretty Woman. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ójá, Chad Michael Murray átti hug minn og hjarta í mörg ár þegar ég var yngri. Heath Ledger og Brad Pitt voru líka mjög ofarlega á lista. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Guð nei. Ég fæ alveg grænar þegar fólk talar um sig í þriðju persónu. Syngur þú í sturtu? Hvað þá? Nei, ég syng vanalega ekki í sturtu, en í bílnum fara oft fram langir og góðir tónleikar. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Instagram, Spotify og Easypark. Ég átti sennilega einhver skonar stöðumælasektar-met áður en það kom á markað. Ertu á stefnumótaforritum? Já, ég er þar en get ekki sagt að ég sé mikill aðdáandi. Samtölin eru oft frekar langdregin og þurr. Það er bara hægt að þola ákveðið mikið af skilaboðum sem byrja á: Hæ, hvað segirðu? Persónulega er ég mjög skotin í þeirri hugmynd að kynnast fólki í persónu frekar en á netinu. Líklega af því ég er sjálf ekkert mjög skemmtileg á þessum forritum, þetta er svo mikil vinna! Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Sjálfstæð, hjartahlý og metnaðarfull. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? „Eldklár, hlý og trú. Þessi voru frá mömmu.“ „Réttsýn, ákveðin og hugulsöm.“ „Traust, fyndin og klár. Glæsileg, klár og traust.“ „Skemmtileg, þrautseig og rökföst.“ „Góð, áhugaverð og klár. Yndisleg, klár og tignarleg.“ Veit ekki alveg með það en tek því. „Einlæg, hugulsöm og gordjöss.“ Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Blanda af sjálfstrausti, húmor fyrir sjálfum sér og öðrum, hugrekki, góðmennsku og metnaði er frekar sexy. En óheillandi? Hroki, stælar og óheiðarleiki er eitthvað sem ég get lítið unnið með. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Örugglega Golden Retriever. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni, lífs eða liðna, til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ég myndi bjóða ömmu minni Katrínu heitinni, Matthew Perry og Vigdísi Finnbogadóttur. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já mætti segja það, ég er með þann óþolandi en gagnlega eiginleika að muna öll símanúmer, bílnúmer og kennitölur ef ég heyri það einu sinni. Kemur sér oft vel en oft skrýtið að útskýra ef það kemst upp um mig. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Veit ekkert skemmtilegra en að vera umkringd fjölskyldu og vinum í góðri stemningu, tala nú ekki um ef það er í skíðaferðum, í gönguferðum á hálendinu eða heima í kósý. Svo finnst mér líka gaman að segja sögur, hlusta á sögur, láta fólk hlægja, fara á tónleika og í leikhús. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að velja mér föt á morgnana og að setja bensín á bílinn minn. Ertu A eða B týpa? B+ týpa, mæli ekki með að tala við mig snemma á morgnana. Ég mýkist samt með deginum, ég lofa. Hvernig viltu eggin þín? Tæplega harðsoðin eða hrærð. Hvernig viltu kaffið þitt? Sterkt með pínulítilli mjólk. Eða í dós sem stendur Nocco á. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Petersen, Danski og Kiki til að dansa. Annars eru langskemmtilegustu partýin í útilegum, útlöndum, sumarbústöðum eða í heimahúsum. Myndi velja það yfir allt annað. Ertu með einhvern bucket lista? Já, ótrúlega margt sem mig langar að gera. Fullt af fallegum og spennandi löndum sem ég á eftir að heimsækja, sjá sólarupprás á Snæfellsjökli, ganga Hornstrandir, fara í þyrluflug, synda með höfrungum og læra annað tungumál. Draumastefnumótið? Sko, það er mjög auðvelt að gera mér til hæfis, er almennt frekar nægjusöm týpa. En mér finnst mjög gaman að hafa gaman en skemmtilegra að láta koma mér á óvart þar sem ég er yfirleitt sú sem plana í mínum vinahópum. Þannig að activity-deit er alveg spot on. Fara í pílu, í road trip, eða bara skemmtilegt spjall yfir vínglasi. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Ég er ekkert mikið fyrir það að syngja réttan texta, syng meira bara svona frá hjartanu. Það bara kemur sem kemur. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Fool Me Once á Netflix. Hvaða bók lastu síðast? Maðurinn frá Sao Paulo og Ugly Love. Hvað er Ást? Ástin er alls staðar, hún er hversdagsleikinn, hún er húmorinn, kaffibolli í rúmið, gönguferðir á haustin, að elska án skilyrða, að hlusta án þess að dæma og að taka fólki nákvæmlega eins og það er og vilja alltaf það besta fyrir hvort annað, alveg sama hvað það kostar.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir „Inn gengur hún, Ingunn Lára sjálf, í glæsilegum flegnum rauðum kjól með ljóst hárið liðað“ Ingunn Lára Kristjánsdóttir, TikTok fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og leikkona, segir gestgjafahlutverkið vera henni í blóð borið og elskar hún fátt meira en að halda góð spilakvöld. Hún lýsir sjálfri sér sem algjörri Pollýönnu sem er uppfull af þekkingu um textasmíð tónlistarkonunnar Talyor Swift og Ólafar ríku frá Skarði. 1. desember 2023 20:46 „Sniðug, opin, klár og heit“ Hin lífsglaða stemmningskona, Valgerður Anna Einarsdóttir eða Vala, er þrítug kona sem elskar stemmningu og stuð. Hún lýsir sér sem lífskúnstner með breytt áhugasvið. 29. október 2023 20:00 „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Júlía Margrét Einarsdóttir, rithöfundur og eigandi Jónasar von Kattakaffihús, svo fátt eitt sé nefnt, lýsir sér sem marsmelló-gothara sem elskar blúndur og mikið bling. Hún er mikil kattakona en segist dýrka öll dýr meira en flest fólk. 14. nóvember 2023 20:01 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Inn gengur hún, Ingunn Lára sjálf, í glæsilegum flegnum rauðum kjól með ljóst hárið liðað“ Ingunn Lára Kristjánsdóttir, TikTok fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og leikkona, segir gestgjafahlutverkið vera henni í blóð borið og elskar hún fátt meira en að halda góð spilakvöld. Hún lýsir sjálfri sér sem algjörri Pollýönnu sem er uppfull af þekkingu um textasmíð tónlistarkonunnar Talyor Swift og Ólafar ríku frá Skarði. 1. desember 2023 20:46
„Sniðug, opin, klár og heit“ Hin lífsglaða stemmningskona, Valgerður Anna Einarsdóttir eða Vala, er þrítug kona sem elskar stemmningu og stuð. Hún lýsir sér sem lífskúnstner með breytt áhugasvið. 29. október 2023 20:00
„Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Júlía Margrét Einarsdóttir, rithöfundur og eigandi Jónasar von Kattakaffihús, svo fátt eitt sé nefnt, lýsir sér sem marsmelló-gothara sem elskar blúndur og mikið bling. Hún er mikil kattakona en segist dýrka öll dýr meira en flest fólk. 14. nóvember 2023 20:01