Félagsskiptin voru tilkynnt á samfélagsmiðlum félagsins. Martin kemur til liðsins frá spænska félaginu Valencia þar sem hann hefur leikið síðan 2020. Þar áður hafði hann dvalist hjá Alba Berlin í tvö ár.
Martin varð Þýskalandsmeistari með Alba Berlin árið 2020 í fyrri vertíð sinni hjá félaginu og var sama tímabil tilnefndur til 2. Úrvalsliðs deildarinnar (e. All-Bundesliga Second Team).
Dvöl hans hjá Valencia litaðist mikið af meiðslum sem Martin varð fyrir í júlí 2022. Hann var frá keppni í tæpt ár vegna krossbandsslita, sneri aftur á völlinn í mars 2023 en bakslag í meiðslin og aðgerð vegna þeirra héldu honum frá keppni í langan tíma.
Hann tók þátt í þremur leikjum fyrir Valencia á tímabilinu, þann 10., 17. og 23. desember síðastliðinn.