„Hún var eins og sprengja inn á vellinum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 16:30 Elísabet Thelma Róbertsdóttir (númer tólf) fagnar sigri með liðsfélögum sínum í gær. Vísir/Diego Elísabet Thelma Róbertsdóttir átti frábæra innkomu í Íslandsmeistaralið Vals í Subway deild kvenna í körfubolta í gær þegar liðið kom til baka með frábærum lokaleikhluta og vann langþráðan sigur. Elísabet skoraði fimm stig í leiknum en það var ekki síst barátta hennar og varnarleikur sem gerði gæfumuninn. Það sást vel á plús og mínus en Valur vann með fimmtán stigum þær átján mínútur sem hún spilaði. Körfuboltakvöld þótt líka ástæða til að taka fyrir frammistöðu Valskonunnar. Valur var níu stigum undir fyrir lokaleikhlutann en vann leikinn með fimm stiga mun, 80-75. Íslandsmeistararnir enduðu þar með fjögurra leikja taphrinu sína. „Elísabet Róbertsdóttir er stelpa fædd árið 2002 og búin að vera í Val lengi. Hún hefur aldrei fengið almennilega tækifærið. Hún kemur inn á í fjórða leikhluta og breytir leiknum eins og Hjalti (Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals) talað sjálfur um,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds kvenna. „Við höfðum orð á því þegar við vorum að horfa á leikinn hérna að þegar hún fær tækifærið þá finnst mér hún alltaf koma inn af krafti. Hún var ekkert að setja boltann í körfuna en hún gjörsamlega slökkti á henni Rachel og var allt í öllu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. Raquel Laneiro var búin að fara mikinn í leiknum en aðeins 5 af 26 stigum hennar komu í fjórða leikhlutanum. „Hún var eins og sprengja inn á vellinum og þetta smitar svo út frá sér. Þú ert með einhvern sem er tilbúin að gera allt hundrað prósent og þá koma hinar með. Þetta var flott hjá henni,“ sagði Ólöf Helga. „Það er ótrúlega gaman að sjá. Nú er liðið án Hildar (Bjargar Kjartansdóttur) og án Söru (Líf Boama) sem er búin að vera mikilvægur varnarmaður í Valsliðinu. Beta (Elísabet) nýtir þessar mínútur sem hún er að fá ótrúlega vel,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. „Hún berst eins og ljón og er á fullu allan tímann,“ sagði Berglind. „Hún ætlaði ekki að tapa þessu,“ skaut Ólöf inn í. „Það er gaman að sjá hvað hún er búin að bæta sig og líka það að hún sé að fá þetta tækifæri og traust,“ sagði Berglind. Það má sjá alla umfjöllunina um Elísabetu hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Innkoma Elísabetu Subway-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Elísabet skoraði fimm stig í leiknum en það var ekki síst barátta hennar og varnarleikur sem gerði gæfumuninn. Það sást vel á plús og mínus en Valur vann með fimmtán stigum þær átján mínútur sem hún spilaði. Körfuboltakvöld þótt líka ástæða til að taka fyrir frammistöðu Valskonunnar. Valur var níu stigum undir fyrir lokaleikhlutann en vann leikinn með fimm stiga mun, 80-75. Íslandsmeistararnir enduðu þar með fjögurra leikja taphrinu sína. „Elísabet Róbertsdóttir er stelpa fædd árið 2002 og búin að vera í Val lengi. Hún hefur aldrei fengið almennilega tækifærið. Hún kemur inn á í fjórða leikhluta og breytir leiknum eins og Hjalti (Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals) talað sjálfur um,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds kvenna. „Við höfðum orð á því þegar við vorum að horfa á leikinn hérna að þegar hún fær tækifærið þá finnst mér hún alltaf koma inn af krafti. Hún var ekkert að setja boltann í körfuna en hún gjörsamlega slökkti á henni Rachel og var allt í öllu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. Raquel Laneiro var búin að fara mikinn í leiknum en aðeins 5 af 26 stigum hennar komu í fjórða leikhlutanum. „Hún var eins og sprengja inn á vellinum og þetta smitar svo út frá sér. Þú ert með einhvern sem er tilbúin að gera allt hundrað prósent og þá koma hinar með. Þetta var flott hjá henni,“ sagði Ólöf Helga. „Það er ótrúlega gaman að sjá. Nú er liðið án Hildar (Bjargar Kjartansdóttur) og án Söru (Líf Boama) sem er búin að vera mikilvægur varnarmaður í Valsliðinu. Beta (Elísabet) nýtir þessar mínútur sem hún er að fá ótrúlega vel,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, annar sérfræðingur þáttarins. „Hún berst eins og ljón og er á fullu allan tímann,“ sagði Berglind. „Hún ætlaði ekki að tapa þessu,“ skaut Ólöf inn í. „Það er gaman að sjá hvað hún er búin að bæta sig og líka það að hún sé að fá þetta tækifæri og traust,“ sagði Berglind. Það má sjá alla umfjöllunina um Elísabetu hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Innkoma Elísabetu
Subway-deild kvenna Valur Fjölnir Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira