Breki og Tindur á verðlaunapalli á Wodapalooza mótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2024 09:00 Breki Þórðarson stóð sig mjög vel á mótinu um helgina. @brekibjola Breki Þórðarson og Tindur Elíasen urðu báðir í þriðja sæti í sínum flokki á Wodapalooza CrossFit mótinu um helgina. Breki keppti í flokki þeirra sem hafa fötlun á efri hluta líkamans. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur. Breki keppti á heimsleikunum síðasta haust og náði sér ekki alveg á strik þá. Hann gerði aftur á móti vel með því að komast á verðlaunapallinn á þessu móti sem er eitt það stærsta í CrossFit heminum. Breki var þó ekki nálægt öðru sætinu en þeir tveir efstu, Josue Maldonado og Casey Acree voru í nokkrum sérflokki. Tindur Elíasen keppti í flokki sextán til átján ára stáka. Hann varð í þriðja sæti eftir Kai Chmilak frá Bandaríkjunum og Lorenzo Pitruzzello frá Ítalíu. Tindur varð í öðru sæti í tveimur greinum og síðan í þriðja sætinu í öðrum tveimur til viðbótar. Hann var á topp fimm í sex greinum af átta sem sýnir mikinn stöðugleika og lofar góðu fyrir framhaldið. Bergrós Björnsdóttir var sú eina sem keppti í meistaraflokknum en hún endaði í 31. sæti í einstaklingskeppni kvenna. Bergrós byrjaði frábærlega með því að ná fimmta sætinu í fyrstu grein. Bergrós, sem er enn bara sextán ára gömul, náði ekki að fylgja því alveg eftir og endaði í 26. sæti eða neðar í öllum hinum greinunum. Hún fékk hins vegar þarna dýrmæta reynslu fyrir framhaldið á þessu ári. Tveir Hvergerðingar tóku þátt í liðakeppninni. Guðbjörg Valdimarsdóttir keppti með þeim Nicole Crouch frá Bretlandi og Katie Brock frá Nýja-Sjálandi. Liðið heitir NGH og vann fyrstu grein. Þær enduðu síðan í áttunda sætinu. Björgvin Karl Guðmundsson okkar öflugasti CrossFit maður í meira en áratug, var í liði með Patrick Vellner frá Kanada og Travis Mayer frá Bandaríkjunum. Liðið ber nafnið Tres Leches og endaði í fimmta sæti á mótinu. View this post on Instagram A post shared by Guðbjo rg Valdimarsdo ttir (@guccivaldimarsdottir) CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
Breki keppti í flokki þeirra sem hafa fötlun á efri hluta líkamans. Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur. Breki keppti á heimsleikunum síðasta haust og náði sér ekki alveg á strik þá. Hann gerði aftur á móti vel með því að komast á verðlaunapallinn á þessu móti sem er eitt það stærsta í CrossFit heminum. Breki var þó ekki nálægt öðru sætinu en þeir tveir efstu, Josue Maldonado og Casey Acree voru í nokkrum sérflokki. Tindur Elíasen keppti í flokki sextán til átján ára stáka. Hann varð í þriðja sæti eftir Kai Chmilak frá Bandaríkjunum og Lorenzo Pitruzzello frá Ítalíu. Tindur varð í öðru sæti í tveimur greinum og síðan í þriðja sætinu í öðrum tveimur til viðbótar. Hann var á topp fimm í sex greinum af átta sem sýnir mikinn stöðugleika og lofar góðu fyrir framhaldið. Bergrós Björnsdóttir var sú eina sem keppti í meistaraflokknum en hún endaði í 31. sæti í einstaklingskeppni kvenna. Bergrós byrjaði frábærlega með því að ná fimmta sætinu í fyrstu grein. Bergrós, sem er enn bara sextán ára gömul, náði ekki að fylgja því alveg eftir og endaði í 26. sæti eða neðar í öllum hinum greinunum. Hún fékk hins vegar þarna dýrmæta reynslu fyrir framhaldið á þessu ári. Tveir Hvergerðingar tóku þátt í liðakeppninni. Guðbjörg Valdimarsdóttir keppti með þeim Nicole Crouch frá Bretlandi og Katie Brock frá Nýja-Sjálandi. Liðið heitir NGH og vann fyrstu grein. Þær enduðu síðan í áttunda sætinu. Björgvin Karl Guðmundsson okkar öflugasti CrossFit maður í meira en áratug, var í liði með Patrick Vellner frá Kanada og Travis Mayer frá Bandaríkjunum. Liðið ber nafnið Tres Leches og endaði í fimmta sæti á mótinu. View this post on Instagram A post shared by Guðbjo rg Valdimarsdo ttir (@guccivaldimarsdottir)
CrossFit Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira