Össur kaupir þýskt stoðtækjafyrirtæki Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2024 08:08 Á myndinni eru Eigendur Fior & Gentz ásamt Sveini Sölvasyni forstjóra Össurar. Frá vinstri: Jörg Fior, Sveinn Sölvason, Ralf Gentz Aðsend Össur hefur undirritað samning um kaup á öllum hlutum þýska stoðtækjafyrirtækisins Fior & Gentz. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Össuri en tilkynnt var um kaupin rétt í þessu. Kaupverð [e. enterprise value] Fior & Gentz er 100 milljónir evra sem samsvarar um það bil 15 milljörðum íslenskra króna auk árangurstengdrar viðbótargreiðslu [e. Earnout] sem er áætluð 10 milljónir evra eða um það bil 1,5 milljarðar íslenskra króna. Össur greiðir 60 milljónir evra í reiðufé, sem er að hluta fjármagnað með aukinni lántöku, ásamt því að gefa út nýtt hlutafé að virði 25 milljónum evra til seljenda Fior & Gentz. Það sem eftir stendur, 15 milljónir evra, verður greitt út í reiðufé að tveimur árum liðnum. Sækja inn á nýjan markað Í tilkynningu Össurar segir að sala Fior & Gentz árið 2023 hafi verið um það bil 21 milljón evra sem samsvarar um 3,2 milljörðum íslenskra króna. Þá segir að sala hafi aukist um 16 prósent frá árinu áður og EBITDA framlegð hafi verið 30 prósent. Á tímabilinu 2020 til 2022 var árlegur söluvöxtur að meðaltali 14 prósent. Þýskaland er stærsta markaðssvæði félagsins en félagið selur einnig vörur sínar á alþjóðlegum mörkuðum. „Með kaupunum á Fior & Gentz sækjum við inná nýjan markað og því falla kaupin afar vel að vaxtarstefnu okkar og þeirri áherslu að bjóða heildarlausnir fyrir fleiri einstaklinga. Jafnframt nýtum við þau samlegðaráhrif sem nást af sameiginlegum dreifileiðum, þar sem einstaklingar sem þurfa á sérsmíðuðum spelkum að halda eru þjónustaðir í stoðtækjaverkstæðum um allan heim. Sala Fior & Gentz hefur hingað til verið að mestu leyti í Þýskalandi og eru því umtalsverð tækifæri til að ná til fleiri sjúklinga með alþjóðlegu söluneti Össurar. Það er okkur sönn ánægja að bjóða teymi Fior & Gentz velkomið til Össurar og við hlökkum til að vinna saman í þágu viðskiptavina okkar og sjúklinga um allan heim,“ segir Sveinn Sölvason, forstjóri Össur, í tilkynningunni. Fior & Gentz framleiðir íhluti fyrir sérsmíðaðar spelkur fyrir sjúklinga með skerta hreyfigetu sökum tauga- og vöðva sjúkdóma á borð við heilablóðfall, mænuskaða og MS. Fior & Gentz var stofnað árið 1997 í Þýskalandi og hjá félaginu starfa um 80 einstaklingar. „Við erum spennt fyrir að verða hluti af Össuri og því góða starfi sem þau hafa unnið til að bæta hreyfanleika fólks um allan heim. Vöruframboð okkar á einstaklega vel við víðtækt vöruframboð Össurar og við erum full eftirvæntingar að halda áfram á þeirri vaxtarvegferð sem framundan er með Össuri,” segja Jörg Fior og Ralf Gentz seljendur Fior & Gentz. Stjórnvöld þurfa ekki að samþykkja kaupin Í tilkynningu kemur einnig fram að í tengslum við kaupin hafi stjórn Össurar ákveðið að nýta heimild í fimmtu grein samþykkta félagsins til að gefa út 6.636.122 nýja hluti í Össuri og þar með hækka heildarhlutafé um 1,6%, frá 421.000.000 króna að nafnverði í 427.636.122 króna. Áskriftarverð fyrir hverjum hlut er 28,10 danskar krónur og því er heildarvirði hlutafjárhækkunarinnar 186 milljónir danskra króna eða 25 milljónir evra. Hluthafar Fior & Gentz skrá sig fyrir öllum útgefnum hlutum. Um fjárhagsleg áhrif kaupanna segir að þau séu „til þess fallin að ýta undir bæði söluvöxt og rekstrarhagnaðarhlutfall (EBITDA) Össurar. Í tengslum við kaupin mun skuldsetningarhlutfall Össurar, að öllu óbreyttu, fara tímabundið yfir 2.0-3.0x EBITDA markmið félagsins.“ Þá segir að kaupin séu ekki háð samþykki yfirvalda. Össur mun birta afkomuspá fyrir 2024, ásamt áhrifum af kaupunum á Fior & Gentz, í tengslum við birtingu á ársskýrslu félagsins fyrir árið 2023 þann 30. janúar 2024. Þá fer fram rafrænn fjárfestafundur í dag klukkan tíu. Hægt er að fylgjast með hér. Össur Þýskaland Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Hagnaðurinn um fjórir milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins Hagnaður Össurar hf. á þriðja ársfjórðungs nam sjö milljónum Bandaríkjadala, um 929 milljón íslenskra króna, eða fjögur prósent af veltu. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 nam því þrjátíu milljónum Bandaríkjadala, eða um fjórum milljörðum íslenskra króna. 25. október 2022 07:03 Össur kaupir hið bandaríska Naked Prosthetics Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. hefur gengið frá kaupum á Naked Prosthetics sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hlut af hendi. 29. ágúst 2022 08:03 Össur hagnaðist um 1,2 milljarða króna Stoðtækjaframleiðandinn Össur hagnaðist um níu milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 1,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi 2022. Sala nam alls 170 milljónum bandaríkjadala, eða 21,8 milljörðum króna. Söluvöxtur nam 10% í staðbundinni mynt og innri vöxtur var 6% á ársfjórðungnum. 26. apríl 2022 08:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Kaupverð [e. enterprise value] Fior & Gentz er 100 milljónir evra sem samsvarar um það bil 15 milljörðum íslenskra króna auk árangurstengdrar viðbótargreiðslu [e. Earnout] sem er áætluð 10 milljónir evra eða um það bil 1,5 milljarðar íslenskra króna. Össur greiðir 60 milljónir evra í reiðufé, sem er að hluta fjármagnað með aukinni lántöku, ásamt því að gefa út nýtt hlutafé að virði 25 milljónum evra til seljenda Fior & Gentz. Það sem eftir stendur, 15 milljónir evra, verður greitt út í reiðufé að tveimur árum liðnum. Sækja inn á nýjan markað Í tilkynningu Össurar segir að sala Fior & Gentz árið 2023 hafi verið um það bil 21 milljón evra sem samsvarar um 3,2 milljörðum íslenskra króna. Þá segir að sala hafi aukist um 16 prósent frá árinu áður og EBITDA framlegð hafi verið 30 prósent. Á tímabilinu 2020 til 2022 var árlegur söluvöxtur að meðaltali 14 prósent. Þýskaland er stærsta markaðssvæði félagsins en félagið selur einnig vörur sínar á alþjóðlegum mörkuðum. „Með kaupunum á Fior & Gentz sækjum við inná nýjan markað og því falla kaupin afar vel að vaxtarstefnu okkar og þeirri áherslu að bjóða heildarlausnir fyrir fleiri einstaklinga. Jafnframt nýtum við þau samlegðaráhrif sem nást af sameiginlegum dreifileiðum, þar sem einstaklingar sem þurfa á sérsmíðuðum spelkum að halda eru þjónustaðir í stoðtækjaverkstæðum um allan heim. Sala Fior & Gentz hefur hingað til verið að mestu leyti í Þýskalandi og eru því umtalsverð tækifæri til að ná til fleiri sjúklinga með alþjóðlegu söluneti Össurar. Það er okkur sönn ánægja að bjóða teymi Fior & Gentz velkomið til Össurar og við hlökkum til að vinna saman í þágu viðskiptavina okkar og sjúklinga um allan heim,“ segir Sveinn Sölvason, forstjóri Össur, í tilkynningunni. Fior & Gentz framleiðir íhluti fyrir sérsmíðaðar spelkur fyrir sjúklinga með skerta hreyfigetu sökum tauga- og vöðva sjúkdóma á borð við heilablóðfall, mænuskaða og MS. Fior & Gentz var stofnað árið 1997 í Þýskalandi og hjá félaginu starfa um 80 einstaklingar. „Við erum spennt fyrir að verða hluti af Össuri og því góða starfi sem þau hafa unnið til að bæta hreyfanleika fólks um allan heim. Vöruframboð okkar á einstaklega vel við víðtækt vöruframboð Össurar og við erum full eftirvæntingar að halda áfram á þeirri vaxtarvegferð sem framundan er með Össuri,” segja Jörg Fior og Ralf Gentz seljendur Fior & Gentz. Stjórnvöld þurfa ekki að samþykkja kaupin Í tilkynningu kemur einnig fram að í tengslum við kaupin hafi stjórn Össurar ákveðið að nýta heimild í fimmtu grein samþykkta félagsins til að gefa út 6.636.122 nýja hluti í Össuri og þar með hækka heildarhlutafé um 1,6%, frá 421.000.000 króna að nafnverði í 427.636.122 króna. Áskriftarverð fyrir hverjum hlut er 28,10 danskar krónur og því er heildarvirði hlutafjárhækkunarinnar 186 milljónir danskra króna eða 25 milljónir evra. Hluthafar Fior & Gentz skrá sig fyrir öllum útgefnum hlutum. Um fjárhagsleg áhrif kaupanna segir að þau séu „til þess fallin að ýta undir bæði söluvöxt og rekstrarhagnaðarhlutfall (EBITDA) Össurar. Í tengslum við kaupin mun skuldsetningarhlutfall Össurar, að öllu óbreyttu, fara tímabundið yfir 2.0-3.0x EBITDA markmið félagsins.“ Þá segir að kaupin séu ekki háð samþykki yfirvalda. Össur mun birta afkomuspá fyrir 2024, ásamt áhrifum af kaupunum á Fior & Gentz, í tengslum við birtingu á ársskýrslu félagsins fyrir árið 2023 þann 30. janúar 2024. Þá fer fram rafrænn fjárfestafundur í dag klukkan tíu. Hægt er að fylgjast með hér.
Össur Þýskaland Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Hagnaðurinn um fjórir milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins Hagnaður Össurar hf. á þriðja ársfjórðungs nam sjö milljónum Bandaríkjadala, um 929 milljón íslenskra króna, eða fjögur prósent af veltu. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 nam því þrjátíu milljónum Bandaríkjadala, eða um fjórum milljörðum íslenskra króna. 25. október 2022 07:03 Össur kaupir hið bandaríska Naked Prosthetics Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. hefur gengið frá kaupum á Naked Prosthetics sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hlut af hendi. 29. ágúst 2022 08:03 Össur hagnaðist um 1,2 milljarða króna Stoðtækjaframleiðandinn Össur hagnaðist um níu milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 1,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi 2022. Sala nam alls 170 milljónum bandaríkjadala, eða 21,8 milljörðum króna. Söluvöxtur nam 10% í staðbundinni mynt og innri vöxtur var 6% á ársfjórðungnum. 26. apríl 2022 08:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hagnaðurinn um fjórir milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins Hagnaður Össurar hf. á þriðja ársfjórðungs nam sjö milljónum Bandaríkjadala, um 929 milljón íslenskra króna, eða fjögur prósent af veltu. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins 2022 nam því þrjátíu milljónum Bandaríkjadala, eða um fjórum milljörðum íslenskra króna. 25. október 2022 07:03
Össur kaupir hið bandaríska Naked Prosthetics Heilbrigðistæknifyrirtækið Össur hf. hefur gengið frá kaupum á Naked Prosthetics sem sérhæfir sig í stoðtækjum fyrir einstaklinga sem misst hafa framan af fingri eða hlut af hendi. 29. ágúst 2022 08:03
Össur hagnaðist um 1,2 milljarða króna Stoðtækjaframleiðandinn Össur hagnaðist um níu milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 1,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi 2022. Sala nam alls 170 milljónum bandaríkjadala, eða 21,8 milljörðum króna. Söluvöxtur nam 10% í staðbundinni mynt og innri vöxtur var 6% á ársfjórðungnum. 26. apríl 2022 08:30