Lífið

Endur­vekja sögu­fræga keppni með Miss Bikini Iceland

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ásdís Rán og Sverrir koma að keppninni.
Ásdís Rán og Sverrir koma að keppninni. Vísir

Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir og athafnamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson, hyggjast endurvekja Ungfrú Hawaiian-Tropic keppnina undir heitinu Miss Bikini Iceland. Þátttakendur þurfa að hafa náð átján ára aldri og njóta þess að koma fram.

„Við erum að leita af flottum bikiní módelum og valkyrjum sem hafa gaman að því að koma fram og eru ekki feimnar við athygli. Ég er ekki með einhvern stærðarkvóta heldur bara að bera sundfötin vel og vera hressar, segir Ásdís Rán. 

Ásdís Rán var framkvæmdastjóri Miss Hawaiian Tropic á Íslandi frá árinu 2004 til 2008.

Sverrir Einar segist hlakka til samstarfsins við Ásdísi Rán þar sem hún býr yfir mikilli reynslu af slíkum keppnum.

„Auðvitað eru skiptar skoðanir um fegurðarsamkeppnir eins og flest annað í veröldinni, en kannski er umræða um þessi mál komin í ákveðinn hring og algengara að heyrist hvernig konur sæki valdeflingu í yfirráðum yfir eigin líkama og hvernig þær kjósa sjálfar að stíga fram,“ segir Sverrir:

„Um er að ræða viðburð sem lífgar upp á skammdegið og fellur vel að þeirri gleði sem er við völd á Exit Club og B5.“ 

Frekari tilhögun verður kynnt þegar nær dregur keppni. Sigurvegari keppninnar fær tækifæri á að taka þátt í alþjóðlegri keppni Miss Bikini International. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.