Skýrsla Henrys: Á fyrsta farrými til Kölnar í boði lafði lukku og Svartfellinga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2024 23:00 Vonbrigðin leyndu sér ekki í andlitum strákanna eftir leik í kvöld. vísir/vilhelm Þetta átti að vera gleðipistill fyrir nokkrum tímum síðan. Eftir þessa niðurlægingu í leiknum gegn Ungverjum er ekki hægt að vera jákvæður. Þetta var algjört þrot og liðið virðist ekki eiga neitt erindi í milliriðilinn. Er ég vaknaði í morgun var ég ekki bjartsýnn á jákvæð úrslit í kvöld. Það vaknaði þó vonarneisti er Svartfellingar gerðu liðinu stóran greiða með því að skjóta íslenska liðinu áfram. Þá var búið að létta ákveðinni pressu og þetta varð allt í einu fyrsti leikur í milliriðli. Ok, fjötrunum létt og strákarnir fara að spila æðislegan handbolta hugsaði ég. Ég hefði ekki getað haft meira rangt fyrir mér. Fyrri hálfleikur var slakur en seinni hálfleikurinn var helmingi verri. Það stóð ekki steinn yfir steini. Markvarslan engin, dauðafæri fóru sem fyrr forgörðum, tapaðir boltar og kæruleysi. Menn stóðu bara með skófluna í hendinni og héldu áfram að moka sína holu. Það er með ólíkindum að horfa upp á heimsklassaleikmenn líta út eins og algjörir miðlungsmenn leik eftir leik. Það er eins og þeir séu þrúgaðir af spennu sem þeir kunna ekki að vinna á. Lítt reynt þjálfarateymið virðist svo ekki eiga neinar lausnir á því hvernig eigi að trekkja liðið í gang. Þegar upp er staðið er ljóst að íslenska liðið má telja sig drulluheppið að fara áfram. Þeir ferðast á fyrsta farrými til Kölnar í boði lafði lukku og Svartfellinga. Ef lukkudísirnar hefðu ekki verið með strákunum í liði hefði það tapað öllum leikjunum og farið heim með öngulinn í rassinum. Það er ótrúlegt hvað féll mikið með liðinu í fyrstu tveimur leikjunum en þeir gátu ekki nýtt sér það. Strákarnir fá fjóra leiki í viðbót til þess að sanna hvað þeir séu góðir. Það er aftur á móti afar erfitt að vera bjartsýnn á framhaldið eftir þessa hauskúpuframmistöðu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Er ég vaknaði í morgun var ég ekki bjartsýnn á jákvæð úrslit í kvöld. Það vaknaði þó vonarneisti er Svartfellingar gerðu liðinu stóran greiða með því að skjóta íslenska liðinu áfram. Þá var búið að létta ákveðinni pressu og þetta varð allt í einu fyrsti leikur í milliriðli. Ok, fjötrunum létt og strákarnir fara að spila æðislegan handbolta hugsaði ég. Ég hefði ekki getað haft meira rangt fyrir mér. Fyrri hálfleikur var slakur en seinni hálfleikurinn var helmingi verri. Það stóð ekki steinn yfir steini. Markvarslan engin, dauðafæri fóru sem fyrr forgörðum, tapaðir boltar og kæruleysi. Menn stóðu bara með skófluna í hendinni og héldu áfram að moka sína holu. Það er með ólíkindum að horfa upp á heimsklassaleikmenn líta út eins og algjörir miðlungsmenn leik eftir leik. Það er eins og þeir séu þrúgaðir af spennu sem þeir kunna ekki að vinna á. Lítt reynt þjálfarateymið virðist svo ekki eiga neinar lausnir á því hvernig eigi að trekkja liðið í gang. Þegar upp er staðið er ljóst að íslenska liðið má telja sig drulluheppið að fara áfram. Þeir ferðast á fyrsta farrými til Kölnar í boði lafði lukku og Svartfellinga. Ef lukkudísirnar hefðu ekki verið með strákunum í liði hefði það tapað öllum leikjunum og farið heim með öngulinn í rassinum. Það er ótrúlegt hvað féll mikið með liðinu í fyrstu tveimur leikjunum en þeir gátu ekki nýtt sér það. Strákarnir fá fjóra leiki í viðbót til þess að sanna hvað þeir séu góðir. Það er aftur á móti afar erfitt að vera bjartsýnn á framhaldið eftir þessa hauskúpuframmistöðu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira