„Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2024 10:01 Snorri Steinn Guðjónsson er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari en hefur séð ýmislegt á stórmótum sem leikmaður. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, er að skipta leikmönnum mikið inn og út í leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu og sérfræðingur Besta sætisins telur að þetta sé bara allt of mikið rót á liðinu. Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. Einar og Rúnar gagnrýndu skiljanlega frammistöðu íslenska liðsins í leiknum en liðið tapaði þessum leik með átta marka mun og mun fara stigalaust og með þessi átta mörk í mínus inn í milliriðilinn. Einar vildi sérstaklega nefna mikið rót á leikmönnum hjá Snorra Steini þjálfara sem hefur verið duglegur að skipta leikmönnum inn á í leikjunum. „Chema Rodríguez (þjálfari Ungverja) er með mikla reynslu og ekki á sínu fyrsta móti sem þjálfari. Ég sé bara gott plan hjá honum. Hjá okkur í fyrri hálfleik voru Janus Daði, Gísli Þorgeir, Aron, Haukur Þrastar og Elvar inn á. Við vorum að spila með fimm rétthenta leikmenn á þrjátíu mínútum í fyrri hálfleik,“ sagði Einar Jónsson. „Ég veit að menn eru að kalla eftir því að nota liðið betur. Gummi Gumm var gagnrýndur svolítið fyrir það að vera mjög fastheldin á ákveðna leikmenn og var ekki að rótera nógu mikið. Við þurfum að finna eitthvað jafnvægi í þessu,“ sagði Einar. „Í hvaða hlutverki á hver og einn að vera í. Hver á að vera jókerinn, hver á vera leiðtoginn og hver á að vera þessi og hinn. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir leikmenn sjálfa að taka sér eitthvað hlutverk þegar þú veist ekki hvaða hlutverki þú hefur í liðinu,“ sagði Einar „Eru þetta ekki bara algjörar þreifingar af því að það er enginn að finna sig upp á tíu. Ég skil samt alveg það sem þú ert að tala um,“ skaut Rúnar Kárason inn í. „Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna. Spila bara á þessum og standa eða falla með því. Ekki bara út og suður. Ég myndi skilja þetta á einhverju æfingamóti en ég veit að við fáum ekki mikið af æfingarleikjum,“ sagði Einar en Rúnar tók ekki alveg undir þetta. „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Þegar ég er að tala um hlutverkin þá er ég miklu meira að tala um þau í klefanum og innan hópsins. Það er bara tilfinningin að það sé erfitt akkúrat núna,“ sagði Rúnar. „Hefur þú ekki áhyggjur af þessu að það sé bara einhver að spila einhvern tímann á einhverjum tímapunkti bara einhvers staðar meira að segja,“ sagði Einar. „Ekkert sérstaklega mikið nei. Mér finnst þetta allt vera geðveikt góðir leikmenn og ég veit að við munum finna taktinn hvort það sé á þessu móti eða á því næsta. Þá mun þetta skýrast miklu meira,“ sagði Rúnar. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Skýrsla Henrys: Á fyrsta farrými til Kölnar í boði lafði lukku og Svartfellinga Þetta átti að vera gleðipistill fyrir nokkrum tímum síðan. Eftir þessa niðurlægingu í leiknum gegn Ungverjum er ekki hægt að vera jákvæður. Þetta var algjört þrot og liðið virðist ekki eiga neitt erindi í milliriðilinn. 16. janúar 2024 23:00 Samfélagsmiðlar: Jarðarför í hálfleik og gefa Færeyjum sætið í milliriðli Það verður seint sagt að gleði hafi einkennt færslur Íslendinga yfir leik þjóðarinnar gegn Ungverjalandi á EM karla í handknattleik. Ungverjar léku sér að íslenska liðinu í síðari hálfleik og unnu gríðarlega sannfærandi átta marka sigur, lokatölur 33-25. 16. janúar 2024 21:46 „Núna sýnum við karakterinn“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska liðsins, var allt annað en sáttur með sig og frammistöðu liðsins eftir stórt tap á móti Ungverjum á EM í kvöld. 16. janúar 2024 21:41 Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Andlaust, lint og lélegt Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með átta marka mun, 25-33, fyrir Ungverjalandi í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi. 16. janúar 2024 21:39 „Mitt upplegg og það klikkaði í dag“ „Mikil vonbrigði. Frammistaðan léleg frá A til Ö, sérstaklega í seinni hálfleik. Stendur ekki steinn yfir steini í neinu hjá okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, eftir stórtap Íslands gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld. 16. janúar 2024 21:37 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Sjá meira
Stefán Árni Pálsson ræddi við þá Einar Jónsson og Rúnar Kárason í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins Besta sætið en þar var farið yfir leik Íslands og Ungverjalands á EM í handbolta í gærkvöldi. Einar og Rúnar gagnrýndu skiljanlega frammistöðu íslenska liðsins í leiknum en liðið tapaði þessum leik með átta marka mun og mun fara stigalaust og með þessi átta mörk í mínus inn í milliriðilinn. Einar vildi sérstaklega nefna mikið rót á leikmönnum hjá Snorra Steini þjálfara sem hefur verið duglegur að skipta leikmönnum inn á í leikjunum. „Chema Rodríguez (þjálfari Ungverja) er með mikla reynslu og ekki á sínu fyrsta móti sem þjálfari. Ég sé bara gott plan hjá honum. Hjá okkur í fyrri hálfleik voru Janus Daði, Gísli Þorgeir, Aron, Haukur Þrastar og Elvar inn á. Við vorum að spila með fimm rétthenta leikmenn á þrjátíu mínútum í fyrri hálfleik,“ sagði Einar Jónsson. „Ég veit að menn eru að kalla eftir því að nota liðið betur. Gummi Gumm var gagnrýndur svolítið fyrir það að vera mjög fastheldin á ákveðna leikmenn og var ekki að rótera nógu mikið. Við þurfum að finna eitthvað jafnvægi í þessu,“ sagði Einar. „Í hvaða hlutverki á hver og einn að vera í. Hver á að vera jókerinn, hver á vera leiðtoginn og hver á að vera þessi og hinn. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir leikmenn sjálfa að taka sér eitthvað hlutverk þegar þú veist ekki hvaða hlutverki þú hefur í liðinu,“ sagði Einar „Eru þetta ekki bara algjörar þreifingar af því að það er enginn að finna sig upp á tíu. Ég skil samt alveg það sem þú ert að tala um,“ skaut Rúnar Kárason inn í. „Ég væri frekar til í Gumma Gumm núna. Spila bara á þessum og standa eða falla með því. Ekki bara út og suður. Ég myndi skilja þetta á einhverju æfingamóti en ég veit að við fáum ekki mikið af æfingarleikjum,“ sagði Einar en Rúnar tók ekki alveg undir þetta. „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Þegar ég er að tala um hlutverkin þá er ég miklu meira að tala um þau í klefanum og innan hópsins. Það er bara tilfinningin að það sé erfitt akkúrat núna,“ sagði Rúnar. „Hefur þú ekki áhyggjur af þessu að það sé bara einhver að spila einhvern tímann á einhverjum tímapunkti bara einhvers staðar meira að segja,“ sagði Einar. „Ekkert sérstaklega mikið nei. Mér finnst þetta allt vera geðveikt góðir leikmenn og ég veit að við munum finna taktinn hvort það sé á þessu móti eða á því næsta. Þá mun þetta skýrast miklu meira,“ sagði Rúnar. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Skýrsla Henrys: Á fyrsta farrými til Kölnar í boði lafði lukku og Svartfellinga Þetta átti að vera gleðipistill fyrir nokkrum tímum síðan. Eftir þessa niðurlægingu í leiknum gegn Ungverjum er ekki hægt að vera jákvæður. Þetta var algjört þrot og liðið virðist ekki eiga neitt erindi í milliriðilinn. 16. janúar 2024 23:00 Samfélagsmiðlar: Jarðarför í hálfleik og gefa Færeyjum sætið í milliriðli Það verður seint sagt að gleði hafi einkennt færslur Íslendinga yfir leik þjóðarinnar gegn Ungverjalandi á EM karla í handknattleik. Ungverjar léku sér að íslenska liðinu í síðari hálfleik og unnu gríðarlega sannfærandi átta marka sigur, lokatölur 33-25. 16. janúar 2024 21:46 „Núna sýnum við karakterinn“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska liðsins, var allt annað en sáttur með sig og frammistöðu liðsins eftir stórt tap á móti Ungverjum á EM í kvöld. 16. janúar 2024 21:41 Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Andlaust, lint og lélegt Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með átta marka mun, 25-33, fyrir Ungverjalandi í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi. 16. janúar 2024 21:39 „Mitt upplegg og það klikkaði í dag“ „Mikil vonbrigði. Frammistaðan léleg frá A til Ö, sérstaklega í seinni hálfleik. Stendur ekki steinn yfir steini í neinu hjá okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, eftir stórtap Íslands gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld. 16. janúar 2024 21:37 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Fleiri fréttir „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Sjá meira
Skýrsla Henrys: Á fyrsta farrými til Kölnar í boði lafði lukku og Svartfellinga Þetta átti að vera gleðipistill fyrir nokkrum tímum síðan. Eftir þessa niðurlægingu í leiknum gegn Ungverjum er ekki hægt að vera jákvæður. Þetta var algjört þrot og liðið virðist ekki eiga neitt erindi í milliriðilinn. 16. janúar 2024 23:00
Samfélagsmiðlar: Jarðarför í hálfleik og gefa Færeyjum sætið í milliriðli Það verður seint sagt að gleði hafi einkennt færslur Íslendinga yfir leik þjóðarinnar gegn Ungverjalandi á EM karla í handknattleik. Ungverjar léku sér að íslenska liðinu í síðari hálfleik og unnu gríðarlega sannfærandi átta marka sigur, lokatölur 33-25. 16. janúar 2024 21:46
„Núna sýnum við karakterinn“ Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska liðsins, var allt annað en sáttur með sig og frammistöðu liðsins eftir stórt tap á móti Ungverjum á EM í kvöld. 16. janúar 2024 21:41
Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Andlaust, lint og lélegt Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með átta marka mun, 25-33, fyrir Ungverjalandi í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi. 16. janúar 2024 21:39
„Mitt upplegg og það klikkaði í dag“ „Mikil vonbrigði. Frammistaðan léleg frá A til Ö, sérstaklega í seinni hálfleik. Stendur ekki steinn yfir steini í neinu hjá okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, eftir stórtap Íslands gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld. 16. janúar 2024 21:37
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik
Leik lokið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti