Þrír kiðlingar fæddir – Vorstemming í sveitinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2024 22:01 Stefanía Margrét, fjögurra ára heldur hér á einu kiðinu og mamman, Sigurbjörg Bára er með henni á myndinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrír kiðlingar voru að koma í heiminn á bæ á Skeiðunum en einn þeirra fæddist á gos daginn í Grindavík og fékk að sjálfsögðu nafnið Gosa því hún er huðna. Þá eru hinir tveir kiðlingarnir með nöfn handboltastráka í íslenska landsliðinu. Hér erum við að tala um bæinn Vorsabæ II í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þar eru 20 geitur en búið er hins vegar fyrst og fremst hrossaræktarbú. Geitin Jólastjarna byrjaði á því að koma með eitt kið á laugardaginn og svo kom mamma hennar, Fransí með tvö kið sunnudaginn 14. janúar. „Þetta eru mjög falleg kið og miklir gleðigjafar. Þetta minnir okkur svo sannarlega á vorið enda alltaf vor á Skeiðunum“, segir Sigurbjörg Bára Björnsdóttir, geitabóndi á bænum með foreldrum sínum. „Þeir heita í höfuðið á Sigvalda og Bjarka í handboltaliðinu, þessi heitir Sigvaldi, þetta er hafur kið og þetta er huðna og hún heitir Björk i höfuðið á Bjarka,“ bætir Sigurbjörg við. Og svo var það dóttir hennar, Jólastjarna í næstu stíu, sem bar kiðlingi á gosdaginn í Grindavík og hann hefur að sjálfsögðu fengið nafnið Gosa enda huðna. Og dóttir Sigurbjargar, Stefanía Margrét, fjögurru ára er mjög spennt fyrir kiðunum. „Já, hún hefur mjög gaman af öllum dýrum og hún kyssir þau eins og ekkert sé“, segir Sigurbjörg. En hvað er það við geiturnar sem er svona áhugavert og skemmtilegt? „Þær eru bara svo miklir karakterar og þær eru svo rólegar og persónulegar, alltaf svo skemmtilegar,“ segir hún. Mamma Sigurbjargar, Stefanía Sigurðardóttir segir óvenjulegt að geitur beri svona snemma í árinu og hún segir að þær séu mjög ólíkar íslensku sauðkindinni í umgengni og skapgerð. „Þær eru eiginlega líkari hundum í eðlinu, vilja leika sér og eru miklir karakterar. Ég mæli eindregið með því að bændur fái sér geitur því þær lífga svo upp á tilveruna. Og núna er sérstaklega gaman að fá þessi þrjú kið, sem eru miklir gleðigjafar í öllu því sem gengur á,“ segir Stefanía. Stefanía í Vorsabæ II og fjölskylda eru með um 20 geitur á bænum. Hún hvetur bændur til að fá sér geitur því þær séu svo skemmtilegar og lífgi upp á tilveruna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er vitað hverjir eru pabbar kiðlinganna? „Nei, Það er ekki vitað, það eru tveir, sem koma til greina,“ segir Stefanía hlægjandi. Og Stefaníu Margréti, fjögurra ára finnst mjög gaman að dansa við kiðlingana og þá syngur hún stundum með. Stefanía Margrét dansar og syngur fyrir kiðin þegar þannig liggur á henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira
Hér erum við að tala um bæinn Vorsabæ II í Skeiða og Gnúpverjahreppi en þar eru 20 geitur en búið er hins vegar fyrst og fremst hrossaræktarbú. Geitin Jólastjarna byrjaði á því að koma með eitt kið á laugardaginn og svo kom mamma hennar, Fransí með tvö kið sunnudaginn 14. janúar. „Þetta eru mjög falleg kið og miklir gleðigjafar. Þetta minnir okkur svo sannarlega á vorið enda alltaf vor á Skeiðunum“, segir Sigurbjörg Bára Björnsdóttir, geitabóndi á bænum með foreldrum sínum. „Þeir heita í höfuðið á Sigvalda og Bjarka í handboltaliðinu, þessi heitir Sigvaldi, þetta er hafur kið og þetta er huðna og hún heitir Björk i höfuðið á Bjarka,“ bætir Sigurbjörg við. Og svo var það dóttir hennar, Jólastjarna í næstu stíu, sem bar kiðlingi á gosdaginn í Grindavík og hann hefur að sjálfsögðu fengið nafnið Gosa enda huðna. Og dóttir Sigurbjargar, Stefanía Margrét, fjögurru ára er mjög spennt fyrir kiðunum. „Já, hún hefur mjög gaman af öllum dýrum og hún kyssir þau eins og ekkert sé“, segir Sigurbjörg. En hvað er það við geiturnar sem er svona áhugavert og skemmtilegt? „Þær eru bara svo miklir karakterar og þær eru svo rólegar og persónulegar, alltaf svo skemmtilegar,“ segir hún. Mamma Sigurbjargar, Stefanía Sigurðardóttir segir óvenjulegt að geitur beri svona snemma í árinu og hún segir að þær séu mjög ólíkar íslensku sauðkindinni í umgengni og skapgerð. „Þær eru eiginlega líkari hundum í eðlinu, vilja leika sér og eru miklir karakterar. Ég mæli eindregið með því að bændur fái sér geitur því þær lífga svo upp á tilveruna. Og núna er sérstaklega gaman að fá þessi þrjú kið, sem eru miklir gleðigjafar í öllu því sem gengur á,“ segir Stefanía. Stefanía í Vorsabæ II og fjölskylda eru með um 20 geitur á bænum. Hún hvetur bændur til að fá sér geitur því þær séu svo skemmtilegar og lífgi upp á tilveruna.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er vitað hverjir eru pabbar kiðlinganna? „Nei, Það er ekki vitað, það eru tveir, sem koma til greina,“ segir Stefanía hlægjandi. Og Stefaníu Margréti, fjögurra ára finnst mjög gaman að dansa við kiðlingana og þá syngur hún stundum með. Stefanía Margrét dansar og syngur fyrir kiðin þegar þannig liggur á henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Fleiri fréttir Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Sjá meira