Sport

Dag­skráin í dag: Karfan, Pílan og Afríkukeppnin

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mohamed Salah skoraði jöfnunarmarkið gegn Fílabeinsströndinni á sunnudag. Hann verður í eldlínunni gegn Gana í dag.
Mohamed Salah skoraði jöfnunarmarkið gegn Fílabeinsströndinni á sunnudag. Hann verður í eldlínunni gegn Gana í dag.

Það er að venju sneisafull dagskrá á íþróttarásum Vodafone og Stöðvar 2 þennan fallega fimmtudag. Nóg verður af körfuboltanum en nær heil umferð fer fram í Subway deild karla. Þar að auki verða beinar útsendingar frá Afríkukeppninni í fótbolta, úrslitakeppni World Series of Darts og viðureignum í Ljósleiðaradeildinni. 

Stöð 2 Sport

19:10 – Bein útsending frá myndveri Stöðvar 2 Sports þar sem fylgst með öllum leikjum kvöldsins í Subway deild karla samtímis.

21:20 – Tilþrifin: leikir kvöldsins í Subway deild karla gerðir upp.

Stöð 2 Sport 4

18:00 – Bein útsending frá fyrsta degi Tournament of Champions á LPGA mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

19:05 – Valur tekur á móti Keflavík í 14. umferð Subway deildar karla. 

Stöð 2 Subway 

19:10 – Höttur og Njarðvík eigast við í 14. umferð Subway deildar karla.

Stöð 2 Subway 2

19:10 – Íslandsmeistarar Tindastóls taka á móti Grindavík í 14. umferð Subway deildar karla.

Vodafone Sport 

16:00 – 16-liða úrslit á Bahrain Dart Masters í World Series of Darts mótaröðinni.

19:55 – Egyptaland og Gana eigast við í Afríkukeppni karla í knattspyrnu.

00:05 – Boston Bruins og Colorado Avalanche mætast á svellinu í NHL.

Stöð 2 eSport

19:15 – Bein útsending frá Ljósleiðaradeildinni í CS:GO. Hér keppast Þór - FH, ÍA - Dusty og SAGA - Ármann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×