Þakkar fyrir sig með kveðjupartý í Borgarleikhúsinu Lovísa Arnardóttir skrifar 19. janúar 2024 09:00 Dagur segir að honum líði eins og hann sé tólf ára aftur og viti ekki hvort einhverjir ætli að koma í afmælið sitt. Vísir/Arnar Dagur B. Eggertsson heldur kveðjupartý í Borgarleikhúsinu á laugardag. Mörg hundruð manns eru búin að svara boðinu á Facebook. Dagur greiðir sjálfur fyrir veisluna og fær engan afslátt af leigu á leikhúsinu. „Við erum að borga þetta saman, fjölskyldan,“ segir Dagur og á þá við sig og eiginkonu sína, Örnu Dögg Einarsdóttur. Er þetta dýrt? „Þetta kostar, já. Ég veit ekki hvort þetta kosti álíka og brúðkaup en við Arna höfum sparað dálítið með því að gifta okkur bara einu sinni. Við ræddum þetta vel, en maður hættir bara einu sinni í svona stöðu. Mér leið eins og þetta væri það sem væri rétt að gera og ég vona að fólk finni þann hug sem að baki býr.“ Móttaka á miðvikudag í Höfða Í raun er um að ræða annað kveðjupartýið sem haldið er eftir að hann hættir sem borgarstjóri en á miðvikudag hélt Reykjavíkurborg móttöku í Höfða. Þangað var öllum boðið sem hafa starfað með Degi í hans borgarstjóratíð. Reykjavíkurborg greiddi fyrir móttökuna en hefð er fyrir því, samkvæmt upplýsingum frá borginni, að borgin haldi slíkar móttökur við starfslok embættisfólks í yfirstjórn borgarinnar. Dagur hefur flutt skrifstofuna heim. Hér er hann á borgarstjóraskrifstofunni í vikunni áður en hann skilaði lyklunum til Einars Þorsteinssonar. Vísir/Einar „Þegar maður er búinn að vera lengi þá hefur maður unnið með svo mörgum og átt góð samskipti út um alla borg. Það er ótrúlega margt fólk sem hefur sýnt manni stuðning eða tekið þátt í einhverju,“ segir Dagur og að hann hafi langað að halda boð þar sem hann gæti tekið á móti fleirum. „Eftir því sem ég hugsaði það þá langaði mig ekki að þetta væri boð til að þakka mér, heldur langaði mig að þakka fyrir mig. Að halda boð fyrir allt þetta fólk. En ég renn alveg blint í sjóinn með þetta og líður dálítið eins og ég sé tólf ára aftur. Að sé að halda afmælið mitt og ég viti ekki hvort einhver komi,“ segir Dagur og hlær. Tækifæri á tímamótum Spurður af hverju Borgarleikhúsið varð fyrir valinu segir Dagur að hann hafi viljað geta boðið mörgum og að það séu ekki margir salir sem geti tekið á móti svo miklum fjölda. Hann segir að dagskráin verði stutt og á léttum nótum. „Það verður smá tónlist og smá tal en þetta er ekki síður gert til að koma saman og hitta fólk,“ segir Dagur og að hann vonist til þess að geta átt skemmtilega samveru með fólki. Dagur og Einar við lyklaskiptin í vikunni. Vísir/Einar Dagur hætti sem borgarstjóri í vikunni eftir tíu ár og tók við sem formaður borgarráðs. Hann er enn borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann segir þessi tímamót tækifæri. „Ég er búinn að hefja aðlögun. Ég flutti skrifstofuna heim fyrst um sinn og er að finna nýjan takt. Ég ákvað að líta á þessi tímamót sem einhvers konar tækifæri.“ Viðburðinn er hægt að kynna sér hér. Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31 Borgarstjóraskiptin í dag Í dag verður skipt um borgarstjóra. Búið er að boða til aukaborgarstjórnarfundar kl. 15 og eigum við borgarfulltrúar að greiða atkvæði. Tillaga meirihlutans er eins og löngu er vitað að Einar Þorsteinsson verði næsti borgarstjóri. Auðvitað má spyrja hér til hvers að kjósa? 16. janúar 2024 14:01 „Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
„Við erum að borga þetta saman, fjölskyldan,“ segir Dagur og á þá við sig og eiginkonu sína, Örnu Dögg Einarsdóttur. Er þetta dýrt? „Þetta kostar, já. Ég veit ekki hvort þetta kosti álíka og brúðkaup en við Arna höfum sparað dálítið með því að gifta okkur bara einu sinni. Við ræddum þetta vel, en maður hættir bara einu sinni í svona stöðu. Mér leið eins og þetta væri það sem væri rétt að gera og ég vona að fólk finni þann hug sem að baki býr.“ Móttaka á miðvikudag í Höfða Í raun er um að ræða annað kveðjupartýið sem haldið er eftir að hann hættir sem borgarstjóri en á miðvikudag hélt Reykjavíkurborg móttöku í Höfða. Þangað var öllum boðið sem hafa starfað með Degi í hans borgarstjóratíð. Reykjavíkurborg greiddi fyrir móttökuna en hefð er fyrir því, samkvæmt upplýsingum frá borginni, að borgin haldi slíkar móttökur við starfslok embættisfólks í yfirstjórn borgarinnar. Dagur hefur flutt skrifstofuna heim. Hér er hann á borgarstjóraskrifstofunni í vikunni áður en hann skilaði lyklunum til Einars Þorsteinssonar. Vísir/Einar „Þegar maður er búinn að vera lengi þá hefur maður unnið með svo mörgum og átt góð samskipti út um alla borg. Það er ótrúlega margt fólk sem hefur sýnt manni stuðning eða tekið þátt í einhverju,“ segir Dagur og að hann hafi langað að halda boð þar sem hann gæti tekið á móti fleirum. „Eftir því sem ég hugsaði það þá langaði mig ekki að þetta væri boð til að þakka mér, heldur langaði mig að þakka fyrir mig. Að halda boð fyrir allt þetta fólk. En ég renn alveg blint í sjóinn með þetta og líður dálítið eins og ég sé tólf ára aftur. Að sé að halda afmælið mitt og ég viti ekki hvort einhver komi,“ segir Dagur og hlær. Tækifæri á tímamótum Spurður af hverju Borgarleikhúsið varð fyrir valinu segir Dagur að hann hafi viljað geta boðið mörgum og að það séu ekki margir salir sem geti tekið á móti svo miklum fjölda. Hann segir að dagskráin verði stutt og á léttum nótum. „Það verður smá tónlist og smá tal en þetta er ekki síður gert til að koma saman og hitta fólk,“ segir Dagur og að hann vonist til þess að geta átt skemmtilega samveru með fólki. Dagur og Einar við lyklaskiptin í vikunni. Vísir/Einar Dagur hætti sem borgarstjóri í vikunni eftir tíu ár og tók við sem formaður borgarráðs. Hann er enn borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann segir þessi tímamót tækifæri. „Ég er búinn að hefja aðlögun. Ég flutti skrifstofuna heim fyrst um sinn og er að finna nýjan takt. Ég ákvað að líta á þessi tímamót sem einhvers konar tækifæri.“ Viðburðinn er hægt að kynna sér hér.
Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31 Borgarstjóraskiptin í dag Í dag verður skipt um borgarstjóra. Búið er að boða til aukaborgarstjórnarfundar kl. 15 og eigum við borgarfulltrúar að greiða atkvæði. Tillaga meirihlutans er eins og löngu er vitað að Einar Þorsteinsson verði næsti borgarstjóri. Auðvitað má spyrja hér til hvers að kjósa? 16. janúar 2024 14:01 „Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31
Borgarstjóraskiptin í dag Í dag verður skipt um borgarstjóra. Búið er að boða til aukaborgarstjórnarfundar kl. 15 og eigum við borgarfulltrúar að greiða atkvæði. Tillaga meirihlutans er eins og löngu er vitað að Einar Þorsteinsson verði næsti borgarstjóri. Auðvitað má spyrja hér til hvers að kjósa? 16. janúar 2024 14:01
„Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40