Katrín fékk gervipíku að gjöf Jón Þór Stefánsson skrifar 18. janúar 2024 22:29 Guðlaugur, Katrín og Áslaug hafa birt lista yfir þær gjafir sem þau fengu árið 2023 Vísir/Sara Þrír ráðherrar af ellefu ráðherrum hafa birt lista á vef stjórnarráðsins yfir þær gjafir sem þeir fengu í embætti árið 2023. Það er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Listi Katrínar er langtum lengstur, en á honum er minnst á gjafir frá ýmsum heimsþekktum þjóðarleiðtogum. Frá Joe Biden Bandaríkjaforseta fékk hún skál. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, gaf henni klút. Og Emmanuel Macron gaf Katrínu penna. Heildsölufyrirtækið Nathan & Olsen gaf Katrínu þrívíddarprentaða gervipíku. Það var í mars á síðasta ári í tengslum við átakið Lifi píkan. Katrín með gervípíkuna ásamt skapara hennar, Þórdísi Björg Björgvinsdóttur. 3D Verk Bækur virðast vera vinsælar gjafir til ráðherra, sérstaklega til Katrínar, en á lista hennar voru sautján bækur. Önnur vinsæl gjöf til ráðherra er áfengi.Katrín fékk þrjár rauðvínsflöskur að gjöf frá Irakli Garibashvili, forsætisráðherra Georgíu. Áslaug Arna fékk viskíflösku frá Ólafi Hand. Guðlaugur Þór fékk viskí og þónokkrar léttvínsflöskur á síðasta ári, bæði frá erlendum ráðherrum og sendiráðum á Íslandi. Guðlaugur Þór virðist vera duglegastur ráðherra að birta gjafirnar sem hann fær í embættisstörfum sínum, en hann hefur þegar birt lista fyrir árið sem er nýhafið. Þar er minnst á leirkrús, margnota burðarpoka og lítið landakort af Þýskalandi sem hann fékk frá sendiherra Þýskalands. Gjafir til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur 2023 Bókin Tölvuvæðing í hálfa öld - Upplýsingatækni á Íslandi 1964-2014 eftir Önnu Ólafsdóttur Björnsson, gjöf frá aðstandendum UT messunnar í kjölfar fyrirlesturs ráðherra á viðburðinum. 13. febrúar 2023. Glendrornach Whiskey flaska, gjöf frá Ólafi Hand 25. apríl 2023. Öskjur fyrir penna og bréfaklemmur, gjöf frá Suður Kóreu 5. júní 2023. Bolli, bókin Vikings on a Prairie Ocean - The Saga of Lake, a Family and a Man eftir Glenn Sigurdson, hálsmen og súkkulaði frá Kanada eftir heimsókn ráðherra til landsins í ágúst. Kviss spil og gjafabréf í kjölfar þátttöku ráðherra í sjónvarpsþættinum Kviss. Bókin Saga Héðins í kjölfar heimsóknar ráðherra í Héðinn. Gjafir til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar 2023 Bókin Barðastrandahreppur, göngubók. Gjöf frá höfundi, Elvu Björgu Einarsdóttur, 12. janúar 2023 Léttvínsflaska. Gjöf frá fulltrúa IIJ, 24. janúar 2023 Grænni tjöruhreinsir og olíuhreinsir, umhverfisvænir. Gjöfn frá Gefn, 26. janúar 2023 Bókin Mold ert þú - jarðvegur og íslensk náttúra. Gjöf frá höfundi, Ólafi G. Arnalds, 25. maí 2023 Bækurnar Saga Landsvirkjunar - Orka í þágu þjóðar og Landsvirkjun 1965-2005 - Fyrirtækið og umhverfi þess. Gjöf frá Landsvirkjun, ágúst 2023. Írskt viskí. Gjöf frá Malcolm Noonan ráðherra náttúru- og minjaverndar á Írlandi, 24. nóvember 2023. Dagatal 2024. Gjöf frá sendiráði Japans, desember 2023 HR súkkulaði jólakúla. Jólakveðja frá sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, desember 2023 Léttvínsflaska, borðdagatal 2024 og krús með jurtatei. Jólakveðja frá sendiherra Kína á Íslandi, desember 2023 Léttvínsflaska. Jólakveðja frá sendiherra Indlands á Íslandi, desember 2023 Léttvínsflaska. Jólakveðja frá sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi, desember 2023 Hleðslubanki. Jólakveðja frá starfsfólki Bláma, desember 2023 Gjafir til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar 2024 Leirkrús, margnota burðarpoki og lítið landakort af Þýskalandi. Gjöf frá sendiherra Þýskalands á Íslandi, 17. janúar 2024. Gjafir til Katrínar Jakobsdóttur 2023 Bókin Saga Keflavíkur 1949-1994 eftir Árna Daníel Júlíusson. Gjöf frá sveitarstjóra Reykjanesbæjar, dags. 9. janúar 2023. Bókin Reisubók Ólafs Egilssonar. Gjöf frá Vestmannaeyjabæ, dags. 23. janúar 2023. Sulta, síróp og tuskudýr. Gjöf frá Masako Mori, fv. dómsmálaráðherra Japans. Bókin Ameristralia: Peace through Strength for Humanity eftir Jim Ingram. Gjöf frá höfundi, dags. 1. febrúar 2023. Skrautplatti. Gjöf frá forseta Kósovó, dags. 2. febrúar 2023. Bókin Alaq Rabb‘s Molecule eftir Hulya Kavuzlu, dags. 8. febrúar 2023. Minnisbók merkt Reykjavík Global Forum. Gjöf frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Michelle Harrison og Christy Tanner í tilefni Heimsþings kvenleiðtoga, dags. 16. febrúar 2023. Bækurnar How Bad are Bananas? – The Carbon Footprint of Everything og There is no Planet B eftir Mike Berners-Lee. Gjafir frá Guðna Elíssyni, prófessor við HÍ. Bolli til minningar um silfurbrúðkaup Georgs V. Englandskonungs og Maríu drottningar. Gjöf frá George Marshall og Mike Berners-Lee, dags. 16. febrúar 2023. Næla með einu tonni af kolefni. Gjöf frá Guðna Elíssyni, George Marshall og Mike Berners-Lee, dags. 16. febrúar 2023. Snyrtivörur. Gjöf frá Aileen Cumyow, dags. 28. febrúar 2023. Bókin Barðastrandahreppur – göngubók eftir Elvu Björgu Einarsdóttur. Gjöf frá höfundi, dags. 2. mars 2023. Þrívíddarprentuð gervipíka. Gjöf frá Nathan & Olsen í tengslum við átakið Lifi píkan, dags. 6. mars 2023. Næla. Gjöf frá heilbrigðisráðherra Wales, dags. 6. mars 2023. Silkiklútur. Gjöf frá indverskri konu á fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna, dags. 8. mars 2023. Myndabók. Gjöf frá Póllandi, dags. 16. mars 2023. Bókin Antonov Collectibles eftir Anton Dovbush. Gjöf frá ríkislestarfélagi Úkraínu, dags. 16. mars 2023. Íkon. Gjöf frá nunnum í Póllandi, dags. 16. mars 2023. Bókin Confidence Culture eftir Shani Orgad og Rosalind Gill. Gjöf frá Katrínu Ólafsdóttur og Önnudís Gretu Rúdólfsdóttur á menntavísindasviði HÍ, dags. 14. apríl 2023. Karamellur og slæða. Gjafir frá frönskum þingmönnum, dags. 25. apríl 2023. Bókin Læknir verður til eftir Henrik Geir Garcia. Gjöf frá höfundi og útgefanda, dags. 10. maí 2023. Penni. Gjöf frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands, dags. 16. maí 2023. Tesett og kökur. Gjafir frá Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar, dags. 17. maí 2023. Þrjár rauðvínsflöskur. Gjöf frá Irakli Garibashvili, forsætisráðherra Georgíu, dags. 17. maí 2023. Snyrtivörur frá Bláa lóninu. Gjöf frá utanríkisráðuneytinu til þjóðarleiðtoga á leiðtogafundi Evrópuráðsins, dags. 17. maí 2023. Bókin The Book of Noble Purpose eftir Olivier Onghena. Gjöf frá höfundi, dags. 3. júní 2023. Hunang. Gjöf frá Inge Relph, framkvæmdastjóra Global Choices, dags. 9. júní 2023. Skál (e. quaich). Gjöf frá Neil Gray, ráðherra umhverfis- og velsældarmála í Skotlandi, í tengslum við Velsældarþing í Hörpu, dags. 15. júní 2023. Bolur og reiðhjólahjálmur. Gjafir frá Hans Kluge, framkvæmdastjóra Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, í tengslum við Velsældarþing í Hörpu, dags. 15. júní 2023. Salt, te og sápa. Gjafir frá saltnámunni í Turda í tengslum við heimsókn til Rúmeníu, dags. 23. júní 2023. Bækurnar Vetus Dacia og Prima Jesv Societas Claudiopolitana. Gjafir frá Háskólanum í Cluj í tengslum við heimsókn til Rúmeníu. Klútur. Gjöf frá Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í tengslum við fund forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Vestmannaeyjum, dags. 26. júní 2023. Bókin Slippurinn – Recipes and Stories from Iceland. Gjöf frá veitingastaðnum Slippnum í tengslum við fund forsætisráðherra Norðurlandana og Kanada í Vestmannaeyjum, dags. 26. júní 2023. Ljósmyndabókin Vestmannaeyjar. Gjöf frá Vestmannaeyjabæ í tengslum við fund forsætisráðherra Norðurlandana og Kanada í Vestmannaeyjum, dags. 26. júní 2023. Bókin Bréf frá Íslandi og minnislykill með upptökum sænska sjónvarpsins frá eldgosinu í Heimaey 1973. Gjafir frá Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í tengslum við fund forsætisráðherra Norðurlandana og Kanada í Vestmannaeyjum, dags. 26. júní 2023. Slæða. Gjöf frá Ann Hidalgo, borgarstjóra Parísar, vegna fundar með forsætisráðherra, dags. 27. júní 2023. Mynt. Gjöf frá Denys Smyhal, forsætisráðherra Úkraínu, dags. 10. júlí 2023. Hunang, sultur og skrifbók. Gjafir frá Gitanas Nausėda, forseta Litháens, í tengslum við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Vilníus, dags. 12. júlí 2023. Listaverk. Gjöf frá Maiu Sandu, forseta Moldóvu, í tengslum við fund EPC, dags. 13. júlí 2023. Glerfugl. Gjöf frá Sauli Niinistö, forseta Finnlands, í tengslum við fund forsætisráðherra Norðurlandanna og forseta Bandaríkjanna í Helsinki, dags. 13. júlí 2023. Skál. Gjöf frá Joe Biden Bandaríkjaforseta, í tengslum við fund forsætisráðherra Norðurlandanna og forseta Bandaríkjanna í Helsinki, dags. 13. júlí 2023. Kaffi. Gjöf frá sveitarstjórnarfólki á Austurlandi í tengslum við sumarfund ríkisstjórnarinnar, dags. 31. ágúst 2023. Kaffi. Gjöf frá konu frá Malaví, dags. 31. ágúst 2023. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
Listi Katrínar er langtum lengstur, en á honum er minnst á gjafir frá ýmsum heimsþekktum þjóðarleiðtogum. Frá Joe Biden Bandaríkjaforseta fékk hún skál. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, gaf henni klút. Og Emmanuel Macron gaf Katrínu penna. Heildsölufyrirtækið Nathan & Olsen gaf Katrínu þrívíddarprentaða gervipíku. Það var í mars á síðasta ári í tengslum við átakið Lifi píkan. Katrín með gervípíkuna ásamt skapara hennar, Þórdísi Björg Björgvinsdóttur. 3D Verk Bækur virðast vera vinsælar gjafir til ráðherra, sérstaklega til Katrínar, en á lista hennar voru sautján bækur. Önnur vinsæl gjöf til ráðherra er áfengi.Katrín fékk þrjár rauðvínsflöskur að gjöf frá Irakli Garibashvili, forsætisráðherra Georgíu. Áslaug Arna fékk viskíflösku frá Ólafi Hand. Guðlaugur Þór fékk viskí og þónokkrar léttvínsflöskur á síðasta ári, bæði frá erlendum ráðherrum og sendiráðum á Íslandi. Guðlaugur Þór virðist vera duglegastur ráðherra að birta gjafirnar sem hann fær í embættisstörfum sínum, en hann hefur þegar birt lista fyrir árið sem er nýhafið. Þar er minnst á leirkrús, margnota burðarpoka og lítið landakort af Þýskalandi sem hann fékk frá sendiherra Þýskalands. Gjafir til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur 2023 Bókin Tölvuvæðing í hálfa öld - Upplýsingatækni á Íslandi 1964-2014 eftir Önnu Ólafsdóttur Björnsson, gjöf frá aðstandendum UT messunnar í kjölfar fyrirlesturs ráðherra á viðburðinum. 13. febrúar 2023. Glendrornach Whiskey flaska, gjöf frá Ólafi Hand 25. apríl 2023. Öskjur fyrir penna og bréfaklemmur, gjöf frá Suður Kóreu 5. júní 2023. Bolli, bókin Vikings on a Prairie Ocean - The Saga of Lake, a Family and a Man eftir Glenn Sigurdson, hálsmen og súkkulaði frá Kanada eftir heimsókn ráðherra til landsins í ágúst. Kviss spil og gjafabréf í kjölfar þátttöku ráðherra í sjónvarpsþættinum Kviss. Bókin Saga Héðins í kjölfar heimsóknar ráðherra í Héðinn. Gjafir til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar 2023 Bókin Barðastrandahreppur, göngubók. Gjöf frá höfundi, Elvu Björgu Einarsdóttur, 12. janúar 2023 Léttvínsflaska. Gjöf frá fulltrúa IIJ, 24. janúar 2023 Grænni tjöruhreinsir og olíuhreinsir, umhverfisvænir. Gjöfn frá Gefn, 26. janúar 2023 Bókin Mold ert þú - jarðvegur og íslensk náttúra. Gjöf frá höfundi, Ólafi G. Arnalds, 25. maí 2023 Bækurnar Saga Landsvirkjunar - Orka í þágu þjóðar og Landsvirkjun 1965-2005 - Fyrirtækið og umhverfi þess. Gjöf frá Landsvirkjun, ágúst 2023. Írskt viskí. Gjöf frá Malcolm Noonan ráðherra náttúru- og minjaverndar á Írlandi, 24. nóvember 2023. Dagatal 2024. Gjöf frá sendiráði Japans, desember 2023 HR súkkulaði jólakúla. Jólakveðja frá sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, desember 2023 Léttvínsflaska, borðdagatal 2024 og krús með jurtatei. Jólakveðja frá sendiherra Kína á Íslandi, desember 2023 Léttvínsflaska. Jólakveðja frá sendiherra Indlands á Íslandi, desember 2023 Léttvínsflaska. Jólakveðja frá sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi, desember 2023 Hleðslubanki. Jólakveðja frá starfsfólki Bláma, desember 2023 Gjafir til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar 2024 Leirkrús, margnota burðarpoki og lítið landakort af Þýskalandi. Gjöf frá sendiherra Þýskalands á Íslandi, 17. janúar 2024. Gjafir til Katrínar Jakobsdóttur 2023 Bókin Saga Keflavíkur 1949-1994 eftir Árna Daníel Júlíusson. Gjöf frá sveitarstjóra Reykjanesbæjar, dags. 9. janúar 2023. Bókin Reisubók Ólafs Egilssonar. Gjöf frá Vestmannaeyjabæ, dags. 23. janúar 2023. Sulta, síróp og tuskudýr. Gjöf frá Masako Mori, fv. dómsmálaráðherra Japans. Bókin Ameristralia: Peace through Strength for Humanity eftir Jim Ingram. Gjöf frá höfundi, dags. 1. febrúar 2023. Skrautplatti. Gjöf frá forseta Kósovó, dags. 2. febrúar 2023. Bókin Alaq Rabb‘s Molecule eftir Hulya Kavuzlu, dags. 8. febrúar 2023. Minnisbók merkt Reykjavík Global Forum. Gjöf frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Michelle Harrison og Christy Tanner í tilefni Heimsþings kvenleiðtoga, dags. 16. febrúar 2023. Bækurnar How Bad are Bananas? – The Carbon Footprint of Everything og There is no Planet B eftir Mike Berners-Lee. Gjafir frá Guðna Elíssyni, prófessor við HÍ. Bolli til minningar um silfurbrúðkaup Georgs V. Englandskonungs og Maríu drottningar. Gjöf frá George Marshall og Mike Berners-Lee, dags. 16. febrúar 2023. Næla með einu tonni af kolefni. Gjöf frá Guðna Elíssyni, George Marshall og Mike Berners-Lee, dags. 16. febrúar 2023. Snyrtivörur. Gjöf frá Aileen Cumyow, dags. 28. febrúar 2023. Bókin Barðastrandahreppur – göngubók eftir Elvu Björgu Einarsdóttur. Gjöf frá höfundi, dags. 2. mars 2023. Þrívíddarprentuð gervipíka. Gjöf frá Nathan & Olsen í tengslum við átakið Lifi píkan, dags. 6. mars 2023. Næla. Gjöf frá heilbrigðisráðherra Wales, dags. 6. mars 2023. Silkiklútur. Gjöf frá indverskri konu á fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna, dags. 8. mars 2023. Myndabók. Gjöf frá Póllandi, dags. 16. mars 2023. Bókin Antonov Collectibles eftir Anton Dovbush. Gjöf frá ríkislestarfélagi Úkraínu, dags. 16. mars 2023. Íkon. Gjöf frá nunnum í Póllandi, dags. 16. mars 2023. Bókin Confidence Culture eftir Shani Orgad og Rosalind Gill. Gjöf frá Katrínu Ólafsdóttur og Önnudís Gretu Rúdólfsdóttur á menntavísindasviði HÍ, dags. 14. apríl 2023. Karamellur og slæða. Gjafir frá frönskum þingmönnum, dags. 25. apríl 2023. Bókin Læknir verður til eftir Henrik Geir Garcia. Gjöf frá höfundi og útgefanda, dags. 10. maí 2023. Penni. Gjöf frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands, dags. 16. maí 2023. Tesett og kökur. Gjafir frá Xavier Bettel, forsætisráðherra Lúxemborgar, dags. 17. maí 2023. Þrjár rauðvínsflöskur. Gjöf frá Irakli Garibashvili, forsætisráðherra Georgíu, dags. 17. maí 2023. Snyrtivörur frá Bláa lóninu. Gjöf frá utanríkisráðuneytinu til þjóðarleiðtoga á leiðtogafundi Evrópuráðsins, dags. 17. maí 2023. Bókin The Book of Noble Purpose eftir Olivier Onghena. Gjöf frá höfundi, dags. 3. júní 2023. Hunang. Gjöf frá Inge Relph, framkvæmdastjóra Global Choices, dags. 9. júní 2023. Skál (e. quaich). Gjöf frá Neil Gray, ráðherra umhverfis- og velsældarmála í Skotlandi, í tengslum við Velsældarþing í Hörpu, dags. 15. júní 2023. Bolur og reiðhjólahjálmur. Gjafir frá Hans Kluge, framkvæmdastjóra Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, í tengslum við Velsældarþing í Hörpu, dags. 15. júní 2023. Salt, te og sápa. Gjafir frá saltnámunni í Turda í tengslum við heimsókn til Rúmeníu, dags. 23. júní 2023. Bækurnar Vetus Dacia og Prima Jesv Societas Claudiopolitana. Gjafir frá Háskólanum í Cluj í tengslum við heimsókn til Rúmeníu. Klútur. Gjöf frá Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í tengslum við fund forsætisráðherra Norðurlandanna og Kanada í Vestmannaeyjum, dags. 26. júní 2023. Bókin Slippurinn – Recipes and Stories from Iceland. Gjöf frá veitingastaðnum Slippnum í tengslum við fund forsætisráðherra Norðurlandana og Kanada í Vestmannaeyjum, dags. 26. júní 2023. Ljósmyndabókin Vestmannaeyjar. Gjöf frá Vestmannaeyjabæ í tengslum við fund forsætisráðherra Norðurlandana og Kanada í Vestmannaeyjum, dags. 26. júní 2023. Bókin Bréf frá Íslandi og minnislykill með upptökum sænska sjónvarpsins frá eldgosinu í Heimaey 1973. Gjafir frá Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, í tengslum við fund forsætisráðherra Norðurlandana og Kanada í Vestmannaeyjum, dags. 26. júní 2023. Slæða. Gjöf frá Ann Hidalgo, borgarstjóra Parísar, vegna fundar með forsætisráðherra, dags. 27. júní 2023. Mynt. Gjöf frá Denys Smyhal, forsætisráðherra Úkraínu, dags. 10. júlí 2023. Hunang, sultur og skrifbók. Gjafir frá Gitanas Nausėda, forseta Litháens, í tengslum við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Vilníus, dags. 12. júlí 2023. Listaverk. Gjöf frá Maiu Sandu, forseta Moldóvu, í tengslum við fund EPC, dags. 13. júlí 2023. Glerfugl. Gjöf frá Sauli Niinistö, forseta Finnlands, í tengslum við fund forsætisráðherra Norðurlandanna og forseta Bandaríkjanna í Helsinki, dags. 13. júlí 2023. Skál. Gjöf frá Joe Biden Bandaríkjaforseta, í tengslum við fund forsætisráðherra Norðurlandanna og forseta Bandaríkjanna í Helsinki, dags. 13. júlí 2023. Kaffi. Gjöf frá sveitarstjórnarfólki á Austurlandi í tengslum við sumarfund ríkisstjórnarinnar, dags. 31. ágúst 2023. Kaffi. Gjöf frá konu frá Malaví, dags. 31. ágúst 2023.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira