„Þetta verður löng nótt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 21:52 Ýmir Örn Gíslason sýndi heimsklassa frammistöðu í varnarleiknum í kvöld. Það dugði bara ekki til og hann var rosalega svekktur í leikslok. Vísir/Vilhelm Ýmir Örn Gíslason átti mjög góðan leik í kvöld í naumu tapi íslenska landsliðsins á móti Þjóðverjum. Ýmir fór fyrir vörninni sem átti sinn besta leik á mótinu. „Þetta er alveg ömurleg tilfinning og það er ótrúlega erfitt að sætta sig við þetta. Þetta verður löng nótt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason í samtali við Sindra Sverrisson en hvað fór með þetta fyrir íslenska liðið? „ Svona stuttu eftir leik þá nær ég eiginlega ekki að átta mig á því. Við fáum á okkur 26 mörk í dag, vorum að spila flotta vörn og fengum flotta markvörslu með okkur. Við förum eftir okkar prinsippum og erum fastir fyrir með góðri hjálparvörn og allt það,“ sagði Ýmir. „Við erum líka að fá frábær færi í sókninni. Jú jú, við klúðruðum einhverjum vítum og dauðafærum en það er bara eins og gengur og gerist. Það er bara erfitt að sætta sig við þetta svona stuttu eftir leik,“ sagði Ýmir. Klippa: Viðtal við Ými eftir Þýskalandsleik Hann hlýtur að vera mjög ánægður með hvernig hann sjálfur spilaði leikinn? „Já, já, Alveg eins. Það skiptir ekki máli af því að við náðum ekki að vinna. Einhver einstaklingsframtök skipta þá ekki máli,“ sagði Ýmir sem var mjög ósáttur með tveggja mínútna brottvísun undir lokin. „Mér fannst þetta vera mjög soft og ekki tvær mínútur. Kannski hef ég bara átt það inni eins og vanalega,“ sagði Ýmir en það er hægt að byggja á þessari frammistöðu í þessum þremur leikjum sem liðið á eftir. „Það eru þrír leikir eftir í milliriðli og það eru sex stig í boði. Það eru bata sex stig sem við ætlum að ná okkur í. Það er ekkert flóknara en það og þýðir ekkert annað. Það er klárlega markmiðið,“ sagði Ýmir. „Nú tekur við bara endurheimt og svo bara að undirbúa sig fyrir næsta andstæðing sem er á laugardaginn,“ sagði Ýmir. Ýmir hefur spilað minna á þessu móti en oft áður. Var mikið hungur í honum í þessum leik? „Já, auðvitað. Maður vill spila, spila og spila. Það segir sig sjálft. Ég tek því hlutverki sem mér er gefið. Núna var það meiri spilatími en í síðasta leik. Ég treysti bara okkar þjálfara til þess að stilla þessu upp,“ sagði Ýmir. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Gísli stórkostlegur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Sjá meira
„Þetta er alveg ömurleg tilfinning og það er ótrúlega erfitt að sætta sig við þetta. Þetta verður löng nótt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason í samtali við Sindra Sverrisson en hvað fór með þetta fyrir íslenska liðið? „ Svona stuttu eftir leik þá nær ég eiginlega ekki að átta mig á því. Við fáum á okkur 26 mörk í dag, vorum að spila flotta vörn og fengum flotta markvörslu með okkur. Við förum eftir okkar prinsippum og erum fastir fyrir með góðri hjálparvörn og allt það,“ sagði Ýmir. „Við erum líka að fá frábær færi í sókninni. Jú jú, við klúðruðum einhverjum vítum og dauðafærum en það er bara eins og gengur og gerist. Það er bara erfitt að sætta sig við þetta svona stuttu eftir leik,“ sagði Ýmir. Klippa: Viðtal við Ými eftir Þýskalandsleik Hann hlýtur að vera mjög ánægður með hvernig hann sjálfur spilaði leikinn? „Já, já, Alveg eins. Það skiptir ekki máli af því að við náðum ekki að vinna. Einhver einstaklingsframtök skipta þá ekki máli,“ sagði Ýmir sem var mjög ósáttur með tveggja mínútna brottvísun undir lokin. „Mér fannst þetta vera mjög soft og ekki tvær mínútur. Kannski hef ég bara átt það inni eins og vanalega,“ sagði Ýmir en það er hægt að byggja á þessari frammistöðu í þessum þremur leikjum sem liðið á eftir. „Það eru þrír leikir eftir í milliriðli og það eru sex stig í boði. Það eru bata sex stig sem við ætlum að ná okkur í. Það er ekkert flóknara en það og þýðir ekkert annað. Það er klárlega markmiðið,“ sagði Ýmir. „Nú tekur við bara endurheimt og svo bara að undirbúa sig fyrir næsta andstæðing sem er á laugardaginn,“ sagði Ýmir. Ýmir hefur spilað minna á þessu móti en oft áður. Var mikið hungur í honum í þessum leik? „Já, auðvitað. Maður vill spila, spila og spila. Það segir sig sjálft. Ég tek því hlutverki sem mér er gefið. Núna var það meiri spilatími en í síðasta leik. Ég treysti bara okkar þjálfara til þess að stilla þessu upp,“ sagði Ýmir.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Gísli stórkostlegur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Sjá meira