„Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2024 10:00 Janus Daði Smárason fékk að spila meira og stóð sig mjög vel. Vísir/Vilhelm Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. „Þetta var langbesta frammistaða liðsins í þessu móti og bara lengi. Mér finnst við geta gengið mjög stoltir frá þessum leik þótt að við höfum ekki unnið,“ sagði Rúnar Sigtryggsson í samtali við Aron Guðmundsson. „Þetta er kannski það sem allir, sem eru að fylgjast með, voru að búast við að sjá frá landsliðinu. Það er alveg klárt mál að fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur þá er brekka. Mér fannst við standast þetta mjög vel,“ sagði Rúnar. Fyllir mann bjartsýni „Það eru enn þá þrír leikir eftir og þetta fyllir mann bjartsýni,“ sagði Rúnar en hvað fannst honum vera jákvæðast við leik íslenska liðsins í gær? „Ef við byrjum bara á Viktori Gísla (Hallgrímssyni) í markinu þá var hann jafnoki Wolfs í markinu hinum megin. Frábært að sjá hann halda markvörslu upp á næstum 35 prósent í svona mikilvægum leik,“ sagði Rúnar. „Vörnin var góð og mér fannst gaman að fylgjast með einvígi Ýmis (Gíslasonar) og Juris Knorr. Þeir spila í sama liði og það var greinilegt að Juri Knorr vissu hvaða gæðablóð Ýmir er. Hann var svolítið hræddur við hann,“ sagði Rúnar. „Einnig þegar Elvar (Örn Jónsson) spilaði á móti Kai Häfner þá komst hann lítið áfram. Vörnin var góð og það var mikill andi í þessu,“ sagði Rúnar. Janus þurfti meiri spilatíma „Ég held að Janus Daði (Smárason) hafi þurft að fá meiri spilatíma og hann fékk hann í þessum leik. Hann sýndi alveg að hann er traustsins verður. Þessi þættir standa upp úr,“ sagði Rúnar. „Það var gaman að sjá það þótt að það hafi ekki allt gengið upp, að menn voru að skjóta á markið utan af velli. Það voru ógnanir úr flestum stöðum þótt kannski allt hafi ekki gengið upp,“ sagði Rúnar en greindi hann einhverja áherslubreytingu á uppleggi liðsins í sókninni. Viljugri og ákveðnari „Við vorum minna að reyna að fara í gegnumbrotin og vorum frekar að búa til stöðuna einn á móti einum eða að skjóta fram hjá mönnunum eða sækja í glufurnar. Við vorum viljugri og ákveðnari í að sækja á markið. Það var mjög gott,“ sagði Rúnar. „Boltinn gekk vel og boltinn gengur vel út í hornin. Því miður erum við ekki að skora úr þessum færum. Við erum að spila yfir tíu sinnum í leiknum vel upp á hornamennina og við fáum bara út úr því fimm mörk. Það vegur mjög þungt,“ sagði Rúnar. Það má heyra hér fyrir ofan allt sem Rúnar hafði að segja sem og umræðu Einars Jónssonar og Bjartan Frtizsonar um frammistöðu íslenska liðsins. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Sjá meira
„Þetta var langbesta frammistaða liðsins í þessu móti og bara lengi. Mér finnst við geta gengið mjög stoltir frá þessum leik þótt að við höfum ekki unnið,“ sagði Rúnar Sigtryggsson í samtali við Aron Guðmundsson. „Þetta er kannski það sem allir, sem eru að fylgjast með, voru að búast við að sjá frá landsliðinu. Það er alveg klárt mál að fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur þá er brekka. Mér fannst við standast þetta mjög vel,“ sagði Rúnar. Fyllir mann bjartsýni „Það eru enn þá þrír leikir eftir og þetta fyllir mann bjartsýni,“ sagði Rúnar en hvað fannst honum vera jákvæðast við leik íslenska liðsins í gær? „Ef við byrjum bara á Viktori Gísla (Hallgrímssyni) í markinu þá var hann jafnoki Wolfs í markinu hinum megin. Frábært að sjá hann halda markvörslu upp á næstum 35 prósent í svona mikilvægum leik,“ sagði Rúnar. „Vörnin var góð og mér fannst gaman að fylgjast með einvígi Ýmis (Gíslasonar) og Juris Knorr. Þeir spila í sama liði og það var greinilegt að Juri Knorr vissu hvaða gæðablóð Ýmir er. Hann var svolítið hræddur við hann,“ sagði Rúnar. „Einnig þegar Elvar (Örn Jónsson) spilaði á móti Kai Häfner þá komst hann lítið áfram. Vörnin var góð og það var mikill andi í þessu,“ sagði Rúnar. Janus þurfti meiri spilatíma „Ég held að Janus Daði (Smárason) hafi þurft að fá meiri spilatíma og hann fékk hann í þessum leik. Hann sýndi alveg að hann er traustsins verður. Þessi þættir standa upp úr,“ sagði Rúnar. „Það var gaman að sjá það þótt að það hafi ekki allt gengið upp, að menn voru að skjóta á markið utan af velli. Það voru ógnanir úr flestum stöðum þótt kannski allt hafi ekki gengið upp,“ sagði Rúnar en greindi hann einhverja áherslubreytingu á uppleggi liðsins í sókninni. Viljugri og ákveðnari „Við vorum minna að reyna að fara í gegnumbrotin og vorum frekar að búa til stöðuna einn á móti einum eða að skjóta fram hjá mönnunum eða sækja í glufurnar. Við vorum viljugri og ákveðnari í að sækja á markið. Það var mjög gott,“ sagði Rúnar. „Boltinn gekk vel og boltinn gengur vel út í hornin. Því miður erum við ekki að skora úr þessum færum. Við erum að spila yfir tíu sinnum í leiknum vel upp á hornamennina og við fáum bara út úr því fimm mörk. Það vegur mjög þungt,“ sagði Rúnar. Það má heyra hér fyrir ofan allt sem Rúnar hafði að segja sem og umræðu Einars Jónssonar og Bjartan Frtizsonar um frammistöðu íslenska liðsins. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Sjá meira