Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2024 15:01 Elliði Snær Viðarsson ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins í Köln í dag. VÍSIR/VILHELM „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. Elliði og félagar í landsliðinu ræddu við blaðamenn á hóteli landsliðsins í Köln í hádeginu. Menn tóku sér skiljanlega sinn tíma í að melta tapið gegn Þýskalandi í gærkvöld: „Við tókum fund hérna og borðuðum svo saman, og svo fóru einhverjir að sofa, einhverjir í meðhöndlun og einhverjir að spjalla uppi á herbergjum. Bara eins og gengur að gerast.“ Óþolandi að hafa ekki fengið nein stig Elliði segir erfitt að kyngja tapinu, og þeirri staðreynd að Ísland sé enn án stiga í milliriðlinum. „Já, klárlega. Á sama tíma var þetta góð frammistaða í gær og ég er ánægður með að við spiluðum góðan leik. En það er óþolandi að hafa ekki fengið nein stig út úr þessu. Í fyrsta lagi vildum við taka stig með okkur inn í milliriðilinn, og svo fannst mér við eiga að vinna í gær miðað við frammistöðu. Það er vel frústrerandi að vera ekki komnir með nein stig.“ Klippa: Elliði tók lítið eftir fjöldanum Vonandi meiri læti í næstu leikjum Þeir 150 stuðningsmenn Íslands sem voru í Lanxess-höllinni í gær máttu sín lítils gegn tæplega 20 þúsund Þjóðverjum en hvernig var að spila við þessar aðstæður? „Maður tók svo sem ekki mikið eftir því að það væru tuttugu þúsund manns í höllinni. Það voru ekkert rosa mikil læti, ekki eins og maður hafði búist við. Mér fannst við ná líka að halda þeim ágætlega í skefjum með okkar frammistöðu. Það verða vonandi meiri læti í næstu leikjum,“ segir Elliði sem nú þarf að vera klár í leik við eitt allra besta landslið heims, Frakka, á morgun klukkan 14.30. „Það leggst ótrúlega vel í mig. Við erum svo sem ekkert búnir að fara yfir þá en ef við höldum áfram því sama og í gær þá munum við gefa þeim góðan leik, og vonandi dettur hann fyrir okkur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland með 42 prósent hornanýtingu á EM og níu víti farið í súginn Íslensku hornamennirnir og vítaskytturnar hafa engan veginn náð sér á strik á Evrópumótinu í Þýskalandi. Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. 19. janúar 2024 14:01 Bollasúpan Knorr átti ekki möguleika í Ými Einar Jónsson, þjálfari Fram, hreifst mjög af frammistöðu Ýmis Arnar Gíslasonar í leik Íslands og Þýskalands í gær. Þjóðverjar unnu leikinn, 26-24. 19. janúar 2024 13:02 EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00 „Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 19. janúar 2024 10:00 Skýrsla Henrys: Úlfurinn át strákana okkar Hvað á maður að segja? Þvílík vonbrigði þessi leikur í kvöld og mótið í heild sinni. Draumurinn um óvænt undanúrslit er dáinn og Ólympíudraumurinn færist fjær. Þetta er alls ekki nógu gott. 18. janúar 2024 23:01 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Elliði og félagar í landsliðinu ræddu við blaðamenn á hóteli landsliðsins í Köln í hádeginu. Menn tóku sér skiljanlega sinn tíma í að melta tapið gegn Þýskalandi í gærkvöld: „Við tókum fund hérna og borðuðum svo saman, og svo fóru einhverjir að sofa, einhverjir í meðhöndlun og einhverjir að spjalla uppi á herbergjum. Bara eins og gengur að gerast.“ Óþolandi að hafa ekki fengið nein stig Elliði segir erfitt að kyngja tapinu, og þeirri staðreynd að Ísland sé enn án stiga í milliriðlinum. „Já, klárlega. Á sama tíma var þetta góð frammistaða í gær og ég er ánægður með að við spiluðum góðan leik. En það er óþolandi að hafa ekki fengið nein stig út úr þessu. Í fyrsta lagi vildum við taka stig með okkur inn í milliriðilinn, og svo fannst mér við eiga að vinna í gær miðað við frammistöðu. Það er vel frústrerandi að vera ekki komnir með nein stig.“ Klippa: Elliði tók lítið eftir fjöldanum Vonandi meiri læti í næstu leikjum Þeir 150 stuðningsmenn Íslands sem voru í Lanxess-höllinni í gær máttu sín lítils gegn tæplega 20 þúsund Þjóðverjum en hvernig var að spila við þessar aðstæður? „Maður tók svo sem ekki mikið eftir því að það væru tuttugu þúsund manns í höllinni. Það voru ekkert rosa mikil læti, ekki eins og maður hafði búist við. Mér fannst við ná líka að halda þeim ágætlega í skefjum með okkar frammistöðu. Það verða vonandi meiri læti í næstu leikjum,“ segir Elliði sem nú þarf að vera klár í leik við eitt allra besta landslið heims, Frakka, á morgun klukkan 14.30. „Það leggst ótrúlega vel í mig. Við erum svo sem ekkert búnir að fara yfir þá en ef við höldum áfram því sama og í gær þá munum við gefa þeim góðan leik, og vonandi dettur hann fyrir okkur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland með 42 prósent hornanýtingu á EM og níu víti farið í súginn Íslensku hornamennirnir og vítaskytturnar hafa engan veginn náð sér á strik á Evrópumótinu í Þýskalandi. Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. 19. janúar 2024 14:01 Bollasúpan Knorr átti ekki möguleika í Ými Einar Jónsson, þjálfari Fram, hreifst mjög af frammistöðu Ýmis Arnar Gíslasonar í leik Íslands og Þýskalands í gær. Þjóðverjar unnu leikinn, 26-24. 19. janúar 2024 13:02 EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00 „Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 19. janúar 2024 10:00 Skýrsla Henrys: Úlfurinn át strákana okkar Hvað á maður að segja? Þvílík vonbrigði þessi leikur í kvöld og mótið í heild sinni. Draumurinn um óvænt undanúrslit er dáinn og Ólympíudraumurinn færist fjær. Þetta er alls ekki nógu gott. 18. janúar 2024 23:01 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Ísland með 42 prósent hornanýtingu á EM og níu víti farið í súginn Íslensku hornamennirnir og vítaskytturnar hafa engan veginn náð sér á strik á Evrópumótinu í Þýskalandi. Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. 19. janúar 2024 14:01
Bollasúpan Knorr átti ekki möguleika í Ými Einar Jónsson, þjálfari Fram, hreifst mjög af frammistöðu Ýmis Arnar Gíslasonar í leik Íslands og Þýskalands í gær. Þjóðverjar unnu leikinn, 26-24. 19. janúar 2024 13:02
EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00
„Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 19. janúar 2024 10:00
Skýrsla Henrys: Úlfurinn át strákana okkar Hvað á maður að segja? Þvílík vonbrigði þessi leikur í kvöld og mótið í heild sinni. Draumurinn um óvænt undanúrslit er dáinn og Ólympíudraumurinn færist fjær. Þetta er alls ekki nógu gott. 18. janúar 2024 23:01