Handbolti

EM í dag: Þurfum heimskari menn í liðið

Sindri Sverrisson skrifar
Strákarnir okkar voru skiljanlega vonsviknir í fyrrakvöld eftir tapið nauma gegn Þýskalandi. Þeir eru enn án stiga í milliriðli 1 og eiga næst leik við mögulega besta lið riðilsins, Frakka.
Strákarnir okkar voru skiljanlega vonsviknir í fyrrakvöld eftir tapið nauma gegn Þýskalandi. Þeir eru enn án stiga í milliriðli 1 og eiga næst leik við mögulega besta lið riðilsins, Frakka. VÍSIR/VILHELM

Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru á léttu nótunum í nýjasta þætti EM í dag, þar sem hitað var upp fyrir leikinn við Frakka sem fram fer í Köln í dag.

Ísland hefur áður framkallað kraftaverk gegn ógnarsterkum Frökkum, til að mynda í Þýskalandi 2007, og eflaust er mörgum í fersku minni stórsigurinn gegn Frakklandi á EM fyrir tveimur árum.

Það er því ekkert útilokað í dag og frammistaða Íslands gegn Þýskalandi veitir örlitla bjartsýni, en ekki mikið meira en það. Mikilvægt er að strákarnir okkar verði svalari á vítalínunni og í dauðafærum, en kannski þarf liðið bara „heimskari leikmenn“ sem velta sér ekki of mikið upp úr vægi hvers færis og augnabliks, og afleiðingum þess að klúðra?

Í dag má fastlega gera ráð fyrir því að þjóðsöngur Íslands spilist eins og hann á að gera, eftir vandræðin á fyrsta degi í Lanxess-höllinni. Kannski er svo kominn tími á að skipta „Ég er kominn heim“ út sem upphitunarlagi Íslands fyrir leiki.

Þetta og fleira í þætti dagsins sem sjá má hér að neðan.

Klippa: EM í dag - níundi þáttur

Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.


Tengdar fréttir

„Þá endar þetta á fallegum stað“

„Það venst voðalega illa að tapa landsleik,“ segir Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður sem hefur fulla trú á því að Ísland geti unnið Frakkland á EM í handbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×