Ísland og Frakkland eigast nú við í milliriðli á EM í handbolta og þegar þetta er ritað er staðan 17-14, Frökkum í vil, og liðin fara yfir málin inni í búningsherbergjum í hálfleikshléinu.
Þrettánda mark Íslands var vægast sagt af dýrari gerðinni þegar Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sirkusmark eftir sendingu frá Gísla Þorgeiri Kristjánssyni.
Var þetta þó ekkert venjulegt sirkusmark því Óðinn skaut boltanum fyrir aftan bak til að koma skotinu á nærstöngina framhjá markverði Frakka og í netið. Í rauninni er fáránlegt að eyða of mörgum orðum í að lýsa markinu því sjón er sögu ríkari og má sjá markið hér fyrir neðan.
Mais c'est quoi ce but ? Le chef d' uvre du bien nommé Odinn Thor Rikhardsson face aux Bleus ! #handball #ehfeuro2024 #BleuetFier #FRAISL
— TMC (@TMCtv) January 20, 2024
Le match, en direct sur TMC et TF1+ : https://t.co/LYev1rGByn pic.twitter.com/cd81Wc7Mm9