Handbolti

Þýska­land bjargaði stigi úr ó­mögu­legri stöðu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Juri Knorr var frábær í liði Þ'yskalands.
Juri Knorr var frábær í liði Þ'yskalands. EPA-EFE/Zsolt Czegledi

Þýskaland náði á einhvern ótrúlegan hátt í stig gegn Austurríki á EM karla í handbolta í kvöld. Austurríki skoraði ekki síðustu tíu mínútur leiksins sem lauk með jafntefli 22-22. Þjóðirnar eru í sama riðli og Ísland.

Austurríki var með yfirhöndina nær allan tímann og þegar tíu mínútur lifðu leiks var staðan 22-18 Austurríki í vil. Liðið gat hins vegar ekki keypt sér mark á þeim tíma og þrátt fyrir að skora aðeins fjögur mörk tókst Þýskalandi að jafna metin.

Juri Knorr var markahæstur hjá Þýskalandi með sex mörk á meðan Nikola Bilyk skoraði fimm mörk fyrir Austurríki.

Stigið lyfti Austurríki upp í 2. sætið með fjögur stig, jafnmörg og Ungverjaland í 3. sæti. Þýskaland kemur þar á eftir með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×