Kjartan Atli: Bónuskeppni sem er bragðgott krydd í tilveruna Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. janúar 2024 22:02 Kjartan Atli Kjartansson leiddi lið Álftanes í fyrsta sinn í undanúrslit bikarkeppninnar í körfubolta. vísir / hulda margrét Álftanes komst í fyrsta sinn í undanúrslit bikarkeppninnar í körfubolta eftir 90-79 sigur gegn Grindavík í Smáranum í kvöld. „Það er stutt síðan leik lauk þannig að maður er enn að átta sig. Þetta er náttúrulega bónuskeppni, viðbót við tímabilið, maður er fyrst og fremst að fókusa á deildina en bikarinn er krydd í tilveruna og mín fyrsta tilfinning er að þetta er bragðgott krydd“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, strax að leik loknum. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu. Liðin skiptust sífellt á því að taka forystuna og engin leið var að spá fyrir um sigurvegara. „Þetta eru tvö mjög jöfn lið. Eins og í fyrri hálfleik held ég að liðin hafi skipst sextán sinnum á forystu og þetta var átta sinnum jafnt. Svo hélt það bara áfram, þeir ná áhlaupi í byrjun þriðja en svo var þetta spurning um orkustig. Þetta var svipaður leikur og í deildinni fyrir tíu dögum síðan en þá duttu skot þeim megin og nú var það öfugt. Erfitt að segja nákvæmlega hvað það var sem skóp sigurinn.“ Kjartan var þá næst spurður út í reynsluboltana Hörð Axel Vilhjálmsson og Hauk Helga Pálsson. Báðir hafa þeir spilað stórvel upp á síðkastið og stigu upp í kvöld þegar liðið þurfti hvað mest á þeim að halda. „Þeir gefa liðinu ró inni á vellinum, setja hlutina upp og þeirra reynsla vegur mjög þungt. Það eru búin að vera meiðsli og veikindi í hópnum, menn lögðu mikið á sig að ná þessum leik. Dino Stipcic er búinn að vera lengi frá, kom haltrandi inn en átti frábæran leik og setti stór skot. Svo bara Douglas Wilson, Cedrick Bowen með mikla orku. Eysteinn var með 39 stiga hita í gær en menn mættu bara og djöfluðust hérna.“ Í ljósi aðstæðna og hremmingana sem gengið hafa yfir Grindavík vonuðust margir körfuboltaáhugamenn eftir því að liðið færi áfram, líkt og kvennaliðið, í úrslitakeppni bikarsins í Laugardalshöll og fagnaði sigri á erfiðum tímum. En er það eitthvað öðruvísi að mæta Grindavík en öðrum liðum? „Við berum náttúrulega bara mjög mikla virðingu fyrir Grindavík og okkur finnst gaman að spila við þá. Þetta er frábært og orkumikið lið. Við svosem pælum ekki í neinu utanaðkomandi, einbeitum okkur bara að okkur og leikinn sem slíkan. En við berum mikla virðingu fyrir Grindavík og okkur finnst gaman að etja kappi við þá.“ Stjarnan, Tindastóll og Keflavík eru mögulegir andstæðingar Álftaness í undanúrslitum. Á Kjartan sér einhvern draumamótherja? „Bara að komast í Höllina er geggjað, svo sjáum við bara hvernig þetta fer allt saman. Tökum því sem að höndum ber“ sagði Kjartan Atli, sáttur á svip og ljóðrænn í bragði að lokum. VÍS-bikarinn UMF Álftanes Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Fleiri fréttir „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Sjá meira
„Það er stutt síðan leik lauk þannig að maður er enn að átta sig. Þetta er náttúrulega bónuskeppni, viðbót við tímabilið, maður er fyrst og fremst að fókusa á deildina en bikarinn er krydd í tilveruna og mín fyrsta tilfinning er að þetta er bragðgott krydd“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, strax að leik loknum. Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu. Liðin skiptust sífellt á því að taka forystuna og engin leið var að spá fyrir um sigurvegara. „Þetta eru tvö mjög jöfn lið. Eins og í fyrri hálfleik held ég að liðin hafi skipst sextán sinnum á forystu og þetta var átta sinnum jafnt. Svo hélt það bara áfram, þeir ná áhlaupi í byrjun þriðja en svo var þetta spurning um orkustig. Þetta var svipaður leikur og í deildinni fyrir tíu dögum síðan en þá duttu skot þeim megin og nú var það öfugt. Erfitt að segja nákvæmlega hvað það var sem skóp sigurinn.“ Kjartan var þá næst spurður út í reynsluboltana Hörð Axel Vilhjálmsson og Hauk Helga Pálsson. Báðir hafa þeir spilað stórvel upp á síðkastið og stigu upp í kvöld þegar liðið þurfti hvað mest á þeim að halda. „Þeir gefa liðinu ró inni á vellinum, setja hlutina upp og þeirra reynsla vegur mjög þungt. Það eru búin að vera meiðsli og veikindi í hópnum, menn lögðu mikið á sig að ná þessum leik. Dino Stipcic er búinn að vera lengi frá, kom haltrandi inn en átti frábæran leik og setti stór skot. Svo bara Douglas Wilson, Cedrick Bowen með mikla orku. Eysteinn var með 39 stiga hita í gær en menn mættu bara og djöfluðust hérna.“ Í ljósi aðstæðna og hremmingana sem gengið hafa yfir Grindavík vonuðust margir körfuboltaáhugamenn eftir því að liðið færi áfram, líkt og kvennaliðið, í úrslitakeppni bikarsins í Laugardalshöll og fagnaði sigri á erfiðum tímum. En er það eitthvað öðruvísi að mæta Grindavík en öðrum liðum? „Við berum náttúrulega bara mjög mikla virðingu fyrir Grindavík og okkur finnst gaman að spila við þá. Þetta er frábært og orkumikið lið. Við svosem pælum ekki í neinu utanaðkomandi, einbeitum okkur bara að okkur og leikinn sem slíkan. En við berum mikla virðingu fyrir Grindavík og okkur finnst gaman að etja kappi við þá.“ Stjarnan, Tindastóll og Keflavík eru mögulegir andstæðingar Álftaness í undanúrslitum. Á Kjartan sér einhvern draumamótherja? „Bara að komast í Höllina er geggjað, svo sjáum við bara hvernig þetta fer allt saman. Tökum því sem að höndum ber“ sagði Kjartan Atli, sáttur á svip og ljóðrænn í bragði að lokum.
VÍS-bikarinn UMF Álftanes Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Fleiri fréttir „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Sjá meira