Aron: Ætla rétt að vona að við nýtum okkur þetta Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2024 07:30 Aron Pálmarsson er staðráðinn í að sækja sigur gegn Króatíu í dag. VÍSIR/VILHELM „Skrokkurinn er góður en almenn líðan er upp og ofan. Einn klukkutíma getur maður náð að gleyma en hinn fer allt á flug,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem treystir því að íslenska landsliðið standi sig gegn Króötum á EM í dag. Ísland á enn möguleika á að næla sér í sæti í undankeppni Ólympíuleikanna og þar hjálpar mikið að Austurríki skyldi með ótrúlegum hætti glutra niður forskotinu gegn Þýskalandi í fyrrakvöld, í leik sem Aron fylgdist væntanlega spenntur með, eða hvað? „Spenntur? Nei. Ég var frekar reiður þegar það voru svona tuttugu mínútur eftir. En svo, einhvern veginn, náðu Þjóðverjar að jafna þennan leik. Ólympíudraumurinn er því enn á lífi. Ég hef spilað á einum Ólympíuleikum og þetta er náttúrulega stærsta sviðið, og það skemmtilegasta sem þú gerir sem íþróttamaður. Ég ætla því rétt að vona það að við nýtum okkur úrslit annarra í þessu móti,“ segir Aron. „Ekki mikið talað um þetta í klefanum“ Til þess að komast mögulega í undankeppni Ólympíuleikanna þarf Ísland að vinna Króatíu í dag og Austurríki á miðvikudaginn, og treysta á að Austurríki tapi gegn Frakklandi í dag. Stöður í þessum anda koma ítrekað upp á stórmótum, en ræða leikmenn um þær sín á milli? „Það er ekki mikið talað um þetta í klefanum eða á fundum. En þetta markmið [um sæti í undankeppni ÓL] heyrist alveg og það er gott að hafa eina svona gulrót. En sérstaklega þegar spilamennskan er ekki nógu góð þá er frekar farið í að kryfja hvað er að í hverjum leik, og almennt, svo þá verður þetta ekki einhver meginfókus. Við þurfum að skila úrslitum til að ná þessum markmiðum. Við leggjum þetta því pínu til hliðar og reynum að gera allt sem við getum til að skila 1% hér og 2% þar til að geta spilað betur. Þetta liggur hjá hverjum og einum, og er það sem við horfum til í næstu tveimur leikjum,“ segir Aron. Klippa: Aron vill mikið betri leik í dag Viðtalið var tekið á hóteli landsliðsins, rétt fyrir hádegi í gær, og þá var Aron lítið farinn að spá í liði Króata: „En við þurfum augljóslega að spila mikið betur en við höfum verið að gera, bæði í vörn og sókn. Það þýðir ekki að eiga bara einn og einn góðan hálfleik hér og þar. Við þurfum að leggja allt til hliðar, gjörsamlega allt. Við erum á stórmóti og það á ekkert annað að trufla okkur. Ef við getum það ekki þá eigum við ekki skilið að labba af þessu móti með eitthvað. Ég trúi því að allt liðið leggist á eitt til að ná í þessa fjóra punkta sem enn eru í boði.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Ísland á enn möguleika á að næla sér í sæti í undankeppni Ólympíuleikanna og þar hjálpar mikið að Austurríki skyldi með ótrúlegum hætti glutra niður forskotinu gegn Þýskalandi í fyrrakvöld, í leik sem Aron fylgdist væntanlega spenntur með, eða hvað? „Spenntur? Nei. Ég var frekar reiður þegar það voru svona tuttugu mínútur eftir. En svo, einhvern veginn, náðu Þjóðverjar að jafna þennan leik. Ólympíudraumurinn er því enn á lífi. Ég hef spilað á einum Ólympíuleikum og þetta er náttúrulega stærsta sviðið, og það skemmtilegasta sem þú gerir sem íþróttamaður. Ég ætla því rétt að vona það að við nýtum okkur úrslit annarra í þessu móti,“ segir Aron. „Ekki mikið talað um þetta í klefanum“ Til þess að komast mögulega í undankeppni Ólympíuleikanna þarf Ísland að vinna Króatíu í dag og Austurríki á miðvikudaginn, og treysta á að Austurríki tapi gegn Frakklandi í dag. Stöður í þessum anda koma ítrekað upp á stórmótum, en ræða leikmenn um þær sín á milli? „Það er ekki mikið talað um þetta í klefanum eða á fundum. En þetta markmið [um sæti í undankeppni ÓL] heyrist alveg og það er gott að hafa eina svona gulrót. En sérstaklega þegar spilamennskan er ekki nógu góð þá er frekar farið í að kryfja hvað er að í hverjum leik, og almennt, svo þá verður þetta ekki einhver meginfókus. Við þurfum að skila úrslitum til að ná þessum markmiðum. Við leggjum þetta því pínu til hliðar og reynum að gera allt sem við getum til að skila 1% hér og 2% þar til að geta spilað betur. Þetta liggur hjá hverjum og einum, og er það sem við horfum til í næstu tveimur leikjum,“ segir Aron. Klippa: Aron vill mikið betri leik í dag Viðtalið var tekið á hóteli landsliðsins, rétt fyrir hádegi í gær, og þá var Aron lítið farinn að spá í liði Króata: „En við þurfum augljóslega að spila mikið betur en við höfum verið að gera, bæði í vörn og sókn. Það þýðir ekki að eiga bara einn og einn góðan hálfleik hér og þar. Við þurfum að leggja allt til hliðar, gjörsamlega allt. Við erum á stórmóti og það á ekkert annað að trufla okkur. Ef við getum það ekki þá eigum við ekki skilið að labba af þessu móti með eitthvað. Ég trúi því að allt liðið leggist á eitt til að ná í þessa fjóra punkta sem enn eru í boði.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti