Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2024 18:30 Elvar Örn Jónsson fékk mikið hrós í þættinum. Vísir/Vilhelm „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. Ísland vann í dag frækinn fimm marka sigur á Króatíu. Um er að ræða fyrsta sigur Íslands á Króatíu á stórmóti og þá á Ísland enn möguleika á að komast inn á Ólympíuleikana. Stefán Árni fékk þá Einar Jónsson, þjálfara Fram, og Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, til að gera upp leikinn. Þá var Rúnar Sigtryggson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, á línunni. „Þetta var kærkomin upplyfting,“ sagði Rúnar um sigur dagsins en það var ekki bjart yfir mannskapnum eftir slæmt gengi að undanförnu. Þeir Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason voru veikir og léku ekki í dag. Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist og spilaði ekki nema örfáar mínútur. Sömu sögu var að segja af Ými Erni Gíslasyni sem fékk rautt spjald snemma leiks. Þrátt fyrir öll skakkaföllin þá sneri íslenska liðið bökum saman og vann frækinn sigur. „Það er frábært að sjá að það hengir enginn haus yfir því að einhver detti út, menn grípa bara tækifærið ef það gefst. Fannst við gera það í dag. Þessi galdur, ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið.“ „Mér fannst margt gott sem við gerðum í dag. Það var dólgur í hægri vængnum frá byrjun, Viggó Kristjánsson og Óðinn Örn Ríkharðsson ætluðu ekki ekkert að láta labba yfir sig. Voru með stæla (e. attitude) út í allt og alla. Aron Pálmarsson var frábær í sókninni, allan tímann. Í rauninni allir sem komu inn á voru góðir.“ „Það sem gerði útslagið að mér fannst var Elvar Örn Jónsson í vörninni. Elvar Örn og Arnar Freyr Arnarsson í miðjublokk varnarinnar í byrjun seinni hálfleiks. Maður sá að Króatar áttu miklu erfiðara með að komast framhjá okkur. Þó það hafi ekki allt verið fullkomið þá týndist sóknarleikur Króatíu mjög mikið, allt í einu fóru þeir að tapa boltum sem gaf okkur hraðaupphlaup. Fannst það vera viðsnúningurinn ásamt góðum leik hjá öllum,“ sagði Rúnar en þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Handbolti Besta sætið EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Ísland vann í dag frækinn fimm marka sigur á Króatíu. Um er að ræða fyrsta sigur Íslands á Króatíu á stórmóti og þá á Ísland enn möguleika á að komast inn á Ólympíuleikana. Stefán Árni fékk þá Einar Jónsson, þjálfara Fram, og Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, til að gera upp leikinn. Þá var Rúnar Sigtryggson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, á línunni. „Þetta var kærkomin upplyfting,“ sagði Rúnar um sigur dagsins en það var ekki bjart yfir mannskapnum eftir slæmt gengi að undanförnu. Þeir Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason voru veikir og léku ekki í dag. Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist og spilaði ekki nema örfáar mínútur. Sömu sögu var að segja af Ými Erni Gíslasyni sem fékk rautt spjald snemma leiks. Þrátt fyrir öll skakkaföllin þá sneri íslenska liðið bökum saman og vann frækinn sigur. „Það er frábært að sjá að það hengir enginn haus yfir því að einhver detti út, menn grípa bara tækifærið ef það gefst. Fannst við gera það í dag. Þessi galdur, ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið.“ „Mér fannst margt gott sem við gerðum í dag. Það var dólgur í hægri vængnum frá byrjun, Viggó Kristjánsson og Óðinn Örn Ríkharðsson ætluðu ekki ekkert að láta labba yfir sig. Voru með stæla (e. attitude) út í allt og alla. Aron Pálmarsson var frábær í sókninni, allan tímann. Í rauninni allir sem komu inn á voru góðir.“ „Það sem gerði útslagið að mér fannst var Elvar Örn Jónsson í vörninni. Elvar Örn og Arnar Freyr Arnarsson í miðjublokk varnarinnar í byrjun seinni hálfleiks. Maður sá að Króatar áttu miklu erfiðara með að komast framhjá okkur. Þó það hafi ekki allt verið fullkomið þá týndist sóknarleikur Króatíu mjög mikið, allt í einu fóru þeir að tapa boltum sem gaf okkur hraðaupphlaup. Fannst það vera viðsnúningurinn ásamt góðum leik hjá öllum,“ sagði Rúnar en þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan.
Handbolti Besta sætið EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira