Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2024 18:30 Elvar Örn Jónsson fékk mikið hrós í þættinum. Vísir/Vilhelm „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. Ísland vann í dag frækinn fimm marka sigur á Króatíu. Um er að ræða fyrsta sigur Íslands á Króatíu á stórmóti og þá á Ísland enn möguleika á að komast inn á Ólympíuleikana. Stefán Árni fékk þá Einar Jónsson, þjálfara Fram, og Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, til að gera upp leikinn. Þá var Rúnar Sigtryggson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, á línunni. „Þetta var kærkomin upplyfting,“ sagði Rúnar um sigur dagsins en það var ekki bjart yfir mannskapnum eftir slæmt gengi að undanförnu. Þeir Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason voru veikir og léku ekki í dag. Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist og spilaði ekki nema örfáar mínútur. Sömu sögu var að segja af Ými Erni Gíslasyni sem fékk rautt spjald snemma leiks. Þrátt fyrir öll skakkaföllin þá sneri íslenska liðið bökum saman og vann frækinn sigur. „Það er frábært að sjá að það hengir enginn haus yfir því að einhver detti út, menn grípa bara tækifærið ef það gefst. Fannst við gera það í dag. Þessi galdur, ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið.“ „Mér fannst margt gott sem við gerðum í dag. Það var dólgur í hægri vængnum frá byrjun, Viggó Kristjánsson og Óðinn Örn Ríkharðsson ætluðu ekki ekkert að láta labba yfir sig. Voru með stæla (e. attitude) út í allt og alla. Aron Pálmarsson var frábær í sókninni, allan tímann. Í rauninni allir sem komu inn á voru góðir.“ „Það sem gerði útslagið að mér fannst var Elvar Örn Jónsson í vörninni. Elvar Örn og Arnar Freyr Arnarsson í miðjublokk varnarinnar í byrjun seinni hálfleiks. Maður sá að Króatar áttu miklu erfiðara með að komast framhjá okkur. Þó það hafi ekki allt verið fullkomið þá týndist sóknarleikur Króatíu mjög mikið, allt í einu fóru þeir að tapa boltum sem gaf okkur hraðaupphlaup. Fannst það vera viðsnúningurinn ásamt góðum leik hjá öllum,“ sagði Rúnar en þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Handbolti Besta sætið EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
Ísland vann í dag frækinn fimm marka sigur á Króatíu. Um er að ræða fyrsta sigur Íslands á Króatíu á stórmóti og þá á Ísland enn möguleika á að komast inn á Ólympíuleikana. Stefán Árni fékk þá Einar Jónsson, þjálfara Fram, og Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörð, til að gera upp leikinn. Þá var Rúnar Sigtryggson, þjálfari Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, á línunni. „Þetta var kærkomin upplyfting,“ sagði Rúnar um sigur dagsins en það var ekki bjart yfir mannskapnum eftir slæmt gengi að undanförnu. Þeir Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason voru veikir og léku ekki í dag. Gísli Þorgeir Kristjánsson meiddist og spilaði ekki nema örfáar mínútur. Sömu sögu var að segja af Ými Erni Gíslasyni sem fékk rautt spjald snemma leiks. Þrátt fyrir öll skakkaföllin þá sneri íslenska liðið bökum saman og vann frækinn sigur. „Það er frábært að sjá að það hengir enginn haus yfir því að einhver detti út, menn grípa bara tækifærið ef það gefst. Fannst við gera það í dag. Þessi galdur, ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið.“ „Mér fannst margt gott sem við gerðum í dag. Það var dólgur í hægri vængnum frá byrjun, Viggó Kristjánsson og Óðinn Örn Ríkharðsson ætluðu ekki ekkert að láta labba yfir sig. Voru með stæla (e. attitude) út í allt og alla. Aron Pálmarsson var frábær í sókninni, allan tímann. Í rauninni allir sem komu inn á voru góðir.“ „Það sem gerði útslagið að mér fannst var Elvar Örn Jónsson í vörninni. Elvar Örn og Arnar Freyr Arnarsson í miðjublokk varnarinnar í byrjun seinni hálfleiks. Maður sá að Króatar áttu miklu erfiðara með að komast framhjá okkur. Þó það hafi ekki allt verið fullkomið þá týndist sóknarleikur Króatíu mjög mikið, allt í einu fóru þeir að tapa boltum sem gaf okkur hraðaupphlaup. Fannst það vera viðsnúningurinn ásamt góðum leik hjá öllum,“ sagði Rúnar en þáttinn í heild sinni má hlusta á hér að neðan.
Handbolti Besta sætið EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira