Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. janúar 2024 12:15 Snorri Steinn Guðjónsson tekur utan um Bjarka Má Elísson. vísir/vilhelm Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. Ísland vann Króatíu með fimm marka mun, 30-35, í milliriðli 1 á EM í Þýskalandi í gær. Þetta var fyrsti sigur Íslendinga á Króötum á stórmóti og hann gerir það að verkum að Ísland á enn möguleika á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Einar merkti breytingu á fasi Snorra frá fyrstu leikjum Íslands á mótinu. „Það er ekkert rosalega óeðlilegt að það hafi tekið smá tíma fyrir Snorra að finna sitt lið, finna réttu blönduna, hvernig eigum við að spila. Líka viðhorfið hjá honum. Hann fór rosalega passívur inn í mótið, rólegur og yfirvegaður á hliðarlínunni og ég skil hann mjög vel,“ sagði Einar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem hann fór yfir Króatíuleikinn ásamt Stefáni Árna Pálssyni og Hreiðari Levý Guðmundssyni. „Mér finnst miklu meiri stríðsmaður í honum. Hann er fagnandi, sleppir sér meira og er miklu meira inni í leiknum. Mér finnst annar bragur yfir honum.“ Stefán Árni vakti athygli á því að Snorri hefði brýnt raustina í leikhléi í fyrri hálfleiknum í gær. „Hann á ekkert að vera viðkvæmur fyrir því. Hann á bara að vera hann sjálfur. Þó hann blóti í leikhléum eða láta menn heyra það, það er ekkert að því. Hann má alveg sýna ástríðu, vera fúll og sár og vondur. Hann má líka gleðjast og fagna. Mér finnst hann búinn að vaxa rosalega inni í mótinu,“ sagði Einar. „Þrátt fyrir mótlætið og erfiðleikana er hann búinn að sýna hvers konar karakter hann er og fær þjálfari. Við höfum rætt leikmenn sem hafa klárlega stigið upp og snúið við taflinu en það má ekki gleyma því að þetta er ekki bara Snorra að kenna þegar illa gengur en leikmenn frábærir þegar vel gengur.“ Einari fannst Snorri hitta í mark með ákvörðunum sínum í leiknum gegn Króatíu. „Snorri var frábær í dag [í gær]. Þær breytingar sem hann gerði, áherslubreytingar í vörn og skiptingarnar og allt það, heppnuðust allar. Það er ekki bara heppni. Hann er bara klókur og góður þjálfari og gerði þetta frábærlega í dag,“ sagði Einar. Ísland mætir Austurríki í lokaleik sínum í milliriðli 1 á morgun og gæti þurft að vinna að minnsta kosti fimm marka sigur til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira
Ísland vann Króatíu með fimm marka mun, 30-35, í milliriðli 1 á EM í Þýskalandi í gær. Þetta var fyrsti sigur Íslendinga á Króötum á stórmóti og hann gerir það að verkum að Ísland á enn möguleika á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Einar merkti breytingu á fasi Snorra frá fyrstu leikjum Íslands á mótinu. „Það er ekkert rosalega óeðlilegt að það hafi tekið smá tíma fyrir Snorra að finna sitt lið, finna réttu blönduna, hvernig eigum við að spila. Líka viðhorfið hjá honum. Hann fór rosalega passívur inn í mótið, rólegur og yfirvegaður á hliðarlínunni og ég skil hann mjög vel,“ sagði Einar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem hann fór yfir Króatíuleikinn ásamt Stefáni Árna Pálssyni og Hreiðari Levý Guðmundssyni. „Mér finnst miklu meiri stríðsmaður í honum. Hann er fagnandi, sleppir sér meira og er miklu meira inni í leiknum. Mér finnst annar bragur yfir honum.“ Stefán Árni vakti athygli á því að Snorri hefði brýnt raustina í leikhléi í fyrri hálfleiknum í gær. „Hann á ekkert að vera viðkvæmur fyrir því. Hann á bara að vera hann sjálfur. Þó hann blóti í leikhléum eða láta menn heyra það, það er ekkert að því. Hann má alveg sýna ástríðu, vera fúll og sár og vondur. Hann má líka gleðjast og fagna. Mér finnst hann búinn að vaxa rosalega inni í mótinu,“ sagði Einar. „Þrátt fyrir mótlætið og erfiðleikana er hann búinn að sýna hvers konar karakter hann er og fær þjálfari. Við höfum rætt leikmenn sem hafa klárlega stigið upp og snúið við taflinu en það má ekki gleyma því að þetta er ekki bara Snorra að kenna þegar illa gengur en leikmenn frábærir þegar vel gengur.“ Einari fannst Snorri hitta í mark með ákvörðunum sínum í leiknum gegn Króatíu. „Snorri var frábær í dag [í gær]. Þær breytingar sem hann gerði, áherslubreytingar í vörn og skiptingarnar og allt það, heppnuðust allar. Það er ekki bara heppni. Hann er bara klókur og góður þjálfari og gerði þetta frábærlega í dag,“ sagði Einar. Ísland mætir Austurríki í lokaleik sínum í milliriðli 1 á morgun og gæti þurft að vinna að minnsta kosti fimm marka sigur til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira
Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30