Tóku brúðkaupsmyndirnar í Melabúðinni: „Skemmtilegasta búðin á landinu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. janúar 2024 16:20 Ef vel er að gáð má sjá að myndin er í raun fjölskyldumynd. Aldís Pálsdóttir Þau Klara Rún Ragnarsdóttir og Birgir Már Arnórsson gengu nýlega í hjónaband. En í stað hinna hefðbundnu brúðkaupsmynda sem gjarnan eru teknar í náttúrunni eða í ljósmyndaveri í tilefni þess áfanga ákváðu þau að myndirnar yrðu teknar í Melabúðinni. Klara, sem er verkefnastjóri dagskrár hjá HönnunarMars, segir enga sérstaka sögu eða ástæðu liggja að baki valinu á Melabúðinni sem staðsetningu á brúðkaupsmyndunum. „Okkur finnst þetta bara skemmtileg búð,“ segir hún í samtali við fréttakonu. Hún segist hafa sótt innblástur á fagurkeraforritinu Pinterest en þar hafði hún verið að leita að óvenjulegum og skemmtilegum hugmyndum að brúðkaupsmyndum þegar hún hnaut um myndir teknar í matvörubúð. „Og þá var Melabúðin það fyrsta sem mér datt í hug. Ég talaði við Aldísi, sem var að taka myndirnar, og sagði henni frá pælingunum. Og henni leist mjög vel á og talaði við þau niðri í Melabúð,“ segir Klara. „Aldís er svo auðvitað snillingur á myndavélinni svo þetta gat ekki klikkað.“ Klara og Birgir ofursvöl brúðhjón í Melabúðinni. Aldís Pálsdóttir Melabúðarmyndirnar eiga vel við vegna þess að Klara og Birgir höfðu ákveðið að hafa brúðkaupið lítið og sætt og óhefðbundið. „Við ákváðum að láta gefa okkur saman hjá sýslumanni þannig að okkur langaði til þess að gera þetta svolítið óvenjulegt,“ segir Klara. Birgir og Klara höfðu ákveðið að láta gefa sig saman þann 5. janúar en sögðu nær engum fyrr en tveimur dögum fyrr. „Við buðum nánustu fjölskyldu út að borða á La Primavera í Marshallhúsinu og svo vinum okkar í tryllt karókí partý eftir það.“ Fjölskyldan myndaðist vel við vegginn. Aldís Pálsdóttir Auk Melabúðarmyndanna voru teknar fjölskyldumyndir við grafítí-vegg. Klara segir þetta allt hafa komið vel út. „Við erum enn í skýjunum eftir þennan dásamlega dag. Og svo ánægð að eiga þessar geggjuðu myndir til minningar um daginn,“ segir Klara. „Svo erum við búin að finna fyrir því hvað það fannst öllum þetta skemmtilegt, og þeim í Melabúðinni fannst þetta alveg geggjað.“ Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók myndirnar. Aldís Pálsdóttir Þannig að búðarferðir eru ekkert sérstaklega heilög stund hjá ykkur? Þetta var meira hugsað út frá fagurfræðinni? „Nei þetta er ekki tengt því, en Melabúðin er samt skemmtilegasta búðin á landinu,“ segir Klara. Hún kann starfsfólkinu í Melabúðinni miklar þakkir fyrir móttökurnar. „Ég vona að Melabúðin verði bara aðal staðurinn núna.“ Ljósmyndun Brúðkaup Ástin og lífið Matvöruverslun Reykjavík Tímamót Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Klara, sem er verkefnastjóri dagskrár hjá HönnunarMars, segir enga sérstaka sögu eða ástæðu liggja að baki valinu á Melabúðinni sem staðsetningu á brúðkaupsmyndunum. „Okkur finnst þetta bara skemmtileg búð,“ segir hún í samtali við fréttakonu. Hún segist hafa sótt innblástur á fagurkeraforritinu Pinterest en þar hafði hún verið að leita að óvenjulegum og skemmtilegum hugmyndum að brúðkaupsmyndum þegar hún hnaut um myndir teknar í matvörubúð. „Og þá var Melabúðin það fyrsta sem mér datt í hug. Ég talaði við Aldísi, sem var að taka myndirnar, og sagði henni frá pælingunum. Og henni leist mjög vel á og talaði við þau niðri í Melabúð,“ segir Klara. „Aldís er svo auðvitað snillingur á myndavélinni svo þetta gat ekki klikkað.“ Klara og Birgir ofursvöl brúðhjón í Melabúðinni. Aldís Pálsdóttir Melabúðarmyndirnar eiga vel við vegna þess að Klara og Birgir höfðu ákveðið að hafa brúðkaupið lítið og sætt og óhefðbundið. „Við ákváðum að láta gefa okkur saman hjá sýslumanni þannig að okkur langaði til þess að gera þetta svolítið óvenjulegt,“ segir Klara. Birgir og Klara höfðu ákveðið að láta gefa sig saman þann 5. janúar en sögðu nær engum fyrr en tveimur dögum fyrr. „Við buðum nánustu fjölskyldu út að borða á La Primavera í Marshallhúsinu og svo vinum okkar í tryllt karókí partý eftir það.“ Fjölskyldan myndaðist vel við vegginn. Aldís Pálsdóttir Auk Melabúðarmyndanna voru teknar fjölskyldumyndir við grafítí-vegg. Klara segir þetta allt hafa komið vel út. „Við erum enn í skýjunum eftir þennan dásamlega dag. Og svo ánægð að eiga þessar geggjuðu myndir til minningar um daginn,“ segir Klara. „Svo erum við búin að finna fyrir því hvað það fannst öllum þetta skemmtilegt, og þeim í Melabúðinni fannst þetta alveg geggjað.“ Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók myndirnar. Aldís Pálsdóttir Þannig að búðarferðir eru ekkert sérstaklega heilög stund hjá ykkur? Þetta var meira hugsað út frá fagurfræðinni? „Nei þetta er ekki tengt því, en Melabúðin er samt skemmtilegasta búðin á landinu,“ segir Klara. Hún kann starfsfólkinu í Melabúðinni miklar þakkir fyrir móttökurnar. „Ég vona að Melabúðin verði bara aðal staðurinn núna.“
Ljósmyndun Brúðkaup Ástin og lífið Matvöruverslun Reykjavík Tímamót Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira