Enn er ekki búið að velja framlag Íslands en tilkynnt var í vikunni að RÚV hafi rofið tengsl Söngvakeppninnar og Eurovision. Söngvakeppnin fari fram en það sé ekki ákveðið hvort lagið fari út. Þátttöku Íslands í keppninni hefur verið mótmælt síðustu vikur vegna þátttöku Ísraels og stríði þeirra á Gasa í Palestínu.
Hægt er að skoða stöðu í veðbanka hér en í Ísrael er spáð sjötta sæti og Úkraínu sigri. Þá er Bretum spáð öðru sæti en búið er að tilkynna hver tekur þátt fyrir þau.
Ísland er komið í áttunda sæti hjá veðbönkunum? https://t.co/e3oZCEjkav
— Birkir (@birkirh) January 24, 2024
RÚV hafa verið afhendir undirskriftalistar frá bæði almenningi og tónlistarfólki þar sem þess er krafist að Ísland dragi sig úr keppni verði Ísrael með í ár.
En í gær var svo greint frá því að palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad muni keppa í Söngvakeppninni. Hann gaf út lag með hljómsveitinni Hatara, eftir Eurovision ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv árið 2019.
Keppendur í Söngvakeppninni verða kynntir formlega á laugardag en keppnin hefst þann 17. Febrúar. Útvarpsstjóri sagði í vikunni að enginn tónlistarmaður sem tekur þátt í Söngvakeppninni yrði þvingaður til þátttöku í Eurovision. Formleg ákvörðun um þátttöku verður tekin þegar nær dregur. Skiptar skoðanir eru um útspilið meðal Íslendinga.