Bjarni gaf Ómari Inga ráð eftir „glatað mót“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 10:01 Ómar Ingi Magnússon varð fimmti markahæsti leikmaður íslenska liðsins á mótinu en nýtti aðeins 8 af 15 vítum sínum sem gerir skelfilega 53 prósent vítanýtingu. Vísir/Vilhelm Ómar Ingi Magnússon á ekki aðeins að vera besti leikmaður íslenska liðsins heldur einn besti handboltamaður heims. Hann var hins vegar langt frá því á Evrópumótinu sem endaði hjá íslenska handboltalandsliðinu í gær. Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir lokaleikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Ómars Inga á Evrópumótinu í Þýskalandi. „Það hlýtur að vera ofboðslegt áhyggjuefni hvernig Ómar Ingi var á mótinu. Við þurfum að koma honum inn í leik okkar, því þetta er einn besti handboltamaðurinn í heiminum,“ sagði Stefán Árni. „Ég held að hann fari bara heim. Hann átti glatað mót en vinnur nú bara í sínum málum og kemur sterkari til baka. Þú verður ekkert lélegur í handbolta á einni nóttu. Stundum þá bara gengur þetta ekki upp og þá ferð þú í það að finna út hvað það sem gekk ekki upp og heldur svo áfram,“ sagði Bjarni. „Hann fór í aðgerð beint eftir mótið í fyrra. Hann tók ekkert undirbúningstímabil og kom aftur inn í þetta þegar tímabilið var byrjað. Hann er ekki kominn á þann stað til að geta gert nákvæmlega þá hluti sem hann er bestur í,“ sagði Bjarni. „Við vorum að sjá að hann var ekki að vinna þessa maður á mann stöðu á þessu móti og kannski er það vegna þess að hann er ekki alveg kominn í sitt besta stand. Svo kannski þarf hann bara að hugsa um það að menn sé byrjaðir að stúdera hann betur eða eitthvað,“ sagði Bjarni. „Ég hef engar áhyggjur af því. Hann mun finna sinn fyrri styrk aftur,“ sagði Bjarni. „Við þurfum heldur betur á þessum manni að halda,“ sagði Stefán. „Alveg klárlega. Hann í sínu besta standi er bara stórkostlegur,“ sagði Einar sem var sammála Bjarna. „Hann fer núna bara heim í hérað og ég veit ekki hvort ég að segja það en lærir af þessu. Gleymir þessu og svo bara áfram gakk,“ sagði Einar. „Ég er rosalega hrifinn af því að þú sért ekki að taka of mikla dramatík í þetta. Fjölmiðlaumfjöllun er svolítið mikil dramatík. Þið eruð að blása þetta upp,“ sagði Bjarni sem vildi hvetja Ómar Inga áfram að festast ekki í þessu móti. „Stundum virkar þetta ekki, stundum heppnast þetta ekki og þó að þú sért að gera allt rétt og leggja mikið á þig. Einhvern veginn. Eins og á vítalinunni. Það þarf ekkert að hanga yfir því. Þetta var bara svona núna, svo ferð þú bara heim, skoðað hvað þú getur gert betur, æfir þig og svo bara kemur þetta,“ sagði Bjarni. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir lokaleikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um frammistöðu Ómars Inga á Evrópumótinu í Þýskalandi. „Það hlýtur að vera ofboðslegt áhyggjuefni hvernig Ómar Ingi var á mótinu. Við þurfum að koma honum inn í leik okkar, því þetta er einn besti handboltamaðurinn í heiminum,“ sagði Stefán Árni. „Ég held að hann fari bara heim. Hann átti glatað mót en vinnur nú bara í sínum málum og kemur sterkari til baka. Þú verður ekkert lélegur í handbolta á einni nóttu. Stundum þá bara gengur þetta ekki upp og þá ferð þú í það að finna út hvað það sem gekk ekki upp og heldur svo áfram,“ sagði Bjarni. „Hann fór í aðgerð beint eftir mótið í fyrra. Hann tók ekkert undirbúningstímabil og kom aftur inn í þetta þegar tímabilið var byrjað. Hann er ekki kominn á þann stað til að geta gert nákvæmlega þá hluti sem hann er bestur í,“ sagði Bjarni. „Við vorum að sjá að hann var ekki að vinna þessa maður á mann stöðu á þessu móti og kannski er það vegna þess að hann er ekki alveg kominn í sitt besta stand. Svo kannski þarf hann bara að hugsa um það að menn sé byrjaðir að stúdera hann betur eða eitthvað,“ sagði Bjarni. „Ég hef engar áhyggjur af því. Hann mun finna sinn fyrri styrk aftur,“ sagði Bjarni. „Við þurfum heldur betur á þessum manni að halda,“ sagði Stefán. „Alveg klárlega. Hann í sínu besta standi er bara stórkostlegur,“ sagði Einar sem var sammála Bjarna. „Hann fer núna bara heim í hérað og ég veit ekki hvort ég að segja það en lærir af þessu. Gleymir þessu og svo bara áfram gakk,“ sagði Einar. „Ég er rosalega hrifinn af því að þú sért ekki að taka of mikla dramatík í þetta. Fjölmiðlaumfjöllun er svolítið mikil dramatík. Þið eruð að blása þetta upp,“ sagði Bjarni sem vildi hvetja Ómar Inga áfram að festast ekki í þessu móti. „Stundum virkar þetta ekki, stundum heppnast þetta ekki og þó að þú sért að gera allt rétt og leggja mikið á þig. Einhvern veginn. Eins og á vítalinunni. Það þarf ekkert að hanga yfir því. Þetta var bara svona núna, svo ferð þú bara heim, skoðað hvað þú getur gert betur, æfir þig og svo bara kemur þetta,“ sagði Bjarni. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira