Liverpool komið á­fram í bikarnum

Dagur Lárusson skrifar
Darwin Nunez fagnar marki sínu með bráðum fyrrum stjóra sínum.
Darwin Nunez fagnar marki sínu með bráðum fyrrum stjóra sínum. Vísir/Getty

Liverpool er komið áfram í FA-bikarnum eftir 5-2 sigur á Norwich á heimavelli.

Þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Jurgen Klopp tilkynnti að hann myndi hætta með liðið eftir leiktíðina og því var sungið hástöfum fyrir leik úr stúkunni.

Leikurinn byrjaði vel fyrir Liverpool eins og kannski við var að búast en Curtis Jones náði kom liðinu yfir á 16. mínútu.

Það tók gestina þó ekki langan tíma að jafna metin en það gerðist á 22. mínútu þegar Ben Gibson skoraði. Staðan orðin 1-1.

En eins og svo oft áður tók það Liverpool ekki langan tíma að ná forystunni á nýjan leik en það gerðist á 28. mínútu þegar Darwin Nunez skorað og var staðan 2-1 í hálfleik.

Diogo Jota kom síðan Liverpool í 3-1 á 53. mínútu áður en Virgil Van Dijk skoraði fjórða markið á 63. mínútu.

Gestirnir náðu að minnka muninn á 69. mínútu áður en Ryan Gravenberch gerði síðan út um leikinn í blálokin. Lokatölur 5-2 og Liverpool komið áfram.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira