Manchester United vann 4-2 gegn D-deildarliðinu Newport í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar. Eftir að United komst tveimur mörkum yfir jafnaði Newport snemma í seinni hálfleik en mörk frá Antony og Rasmus Højlund tryggðu sigurinn.
Manchester United komst snemma yfir með marki frá Bruno Fernandes. Kobbie Mainoo tvöfaldaði svo forystuna á 13. mínútu.
Bryn Morris minnkaði muninn fyrir Newport á 36. mínútu. Markahrókurinn William Evans jafnaði svo metin snemma í seinni hálfleik.
Who else but Will Evans? ⚽️
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 28, 2024
He grabbed his 19th goal of the season - no player has scored more non-penalty goals in all competitions this season for clubs in the top four divisions#EmiratesFACup pic.twitter.com/egrf8FAlcZ
Antony skoraði svo sitt fyrsta mark á tímabilinu, þegar hann fylgdi stangarskoti Luke Shaw eftir á 68. mínútu. Rasmus Højlund innsiglaði svo sigur Manchester United með marki í uppbótartíma.
It's a first @ManUtd goal of the season for @antony00 🇧🇷
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 28, 2024
Look at what it means ❤️#EmiratesFACup pic.twitter.com/eDAbDoZ59l
Marcus Rashford var haldið utan hóps hjá Rauðu djöflunum í dag. Uppgefin ástæða eru veikindi leikmannsins, en hann sást skemmta sér á næturklúbbi í Belfast á fimmtudag.
Manchester United er þar með komið áfram í fimmtu umferð, 16-liða úrslit, og mæta þar annað hvort Bristol City eða Nottingham Forest.