Bashar keppir með hjálp Hatarastrákanna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. janúar 2024 20:30 Palestínumaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppninni með lag eftir sig og tvo meðlimi Hatara. Vísir/Samsett Palestínski söngvarinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppninni með lagi sem var meðal annars samið af liðsmönnum úr hljómsveitinni Hatara sem keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Söngvakeppninni. Hann mun flytja lagið í seinni undanúrslitum keppninnar sem haldin verða 24. febrúar næstkomandi. Lagið heitir Vestrið villt og var samið af Bashar og Einari Hrafni Stefánssyni og var texti Bashars þýddur yfir á íslensku af Matthíasi Tryggva Haraldssyni. Matthías og Einar eru báðir meðlimir sveitarinnar Hatara. Hatari hefur áður unnið með Bashar en hann kemur fram á laginu Klefa sem var gefið út árið 2020. Murad er hinsegin listamaður og býr í austurhluta Jerúsalem. Í umfjöllun fréttastofu um útgáfu lagsins á sínum tíma segir að hann semji bæði lög og texta og reyni með list sinn að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem sífellt sé dregin upp af Palestínumönnum. Hatari vakti mikla athygli þegar sveitin keppti í Eurovision árið 2019 sem haldið var í Ísrael. Á úrslitakeppninni dró sveitin upp fána Palestínu þegar loks kom að stigagjöf til Íslands. Fyrr í mánuðinum birti sveitin færslu á síðu sína á Instagram þar sem þeir hvöttu stjórn keppninnar til að meina Ísrael þátttöku. View this post on Instagram A post shared by HATARI (@hatari_official) Í tilkynningunni kemur einnig fram að Hafsteinn Þráinsson, einnig þekktur sem CeaseTone, muni keppa með lagið Ró. Það er samið af honum og Halldóri Eldjárn og textann samdi Una Torfadóttir. Hera Björk freistir gæfunnar í keppninni í ár með lagið Við förum hærra. Eins og flestum er kunnugt keppti hún í Eurovision fyrir hönd Íslands árið 2010 með laginu Je ne sais quoi. Meðal annarra keppanda eru Inga Birna Friðjónsdóttir, sem gengur undir nafninu Blankiflúr. Hún syngur lagið Sjá þig. Ásdís María Viðarsdóttir gengur undir sviðsnafninu ANITA og syngur lagið Stingum af. Sunny, eða Sunna Kristinsdóttir syngur lagið Fiðrildi. Dúóið VÆB syngur lagið Bíómynd, Sigga Ózk sem keppti einnig á síðasta ári syngur lagið Um allan alheiminn og María Agnesardóttir, MAIAA syngur lagið Fljúga burt. Keppnin hefst 17. febrúar og seinna undanúrslitakvöldið verður 24. Fjögur lög komast áfram úr undanúrslitakvöldunum tveimur í gegnum símakosningu landsmanna. Framleiðendur keppninar geta svo hleypt einu lagi enn áfram. Það verða því fjögur eða fimm lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll 2. mars þar sem sigurvegari Söngvakeppninnar verður kosinn af almenningi og dómnefnd. Kynnar keppninnar verða þau Unnsteinn Manuel Stefánsson, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson. Lög, flytjendur og höfundar í Söngvakeppninni 2024 Fyrri undanúrslit, 17. febrúar RÓ Flytjandi: CeaseTone Lag: Hafsteinn Þráinsson og Halldór Eldjárn Texti: Una Torfadóttir Sjá þig Flytjandi: Blankiflúr (Inga Birna Friðjónsdóttir) Lag og texti: FIMM (Hólmfríður Sigurðardóttir, Páll Axel Sigurðsson, Kristín Sigurðardóttir, Albert Sigurðsson og Sólveig Sigurðardóttir) Stingum af Flytjandi: ANITA Lag: Ásdís María Viðarsdóttir og Jake Tench Texti: Ásdís María Viðarsdóttir Fiðrildi Flytjandi: Sunny Lag: Nikulás Nikulásson og Sunna Kristinsdóttir Texti: Sunna Kristinsdóttir Bíómynd Flytjendur: VÆB Lag og texti: Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson Seinni undanúrslit, 24. febrúar Vestrið villt Flytjandi: Bashar Murad Lag: Bashar Murad & Einar Hrafn Stefánsson Texti: Matthías Tryggvi Haraldsson Við förum hærra Flytjandi: Hera Björk Lag: Ásdís María Viðarsdóttir, Michael Burek, Jaro Omar og Ferras Alqaisi Texti: Ásdís María Viðarsdóttir Þjakaður af ást Flytjandi: Heiðrún Anna Lag: Heiðrún Anna Björnsdóttir Texti: Heiðrún Anna Björnsdóttir og Rut Ríkey Tryggvadóttir Um allan alheiminn Flytjandi: Sigga Ózk Lag: Sigga Ózk, Birkir Blær og TRIBBS Texti: Sigga Ózk Fljúga burt Flytjandi: MAIAA Lag: Baldvin Snær Hlynsson Texti: Baldvin Snær Hlynsson og María Agnesardótti Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Palestínumaðurinn Bashar Murad keppir í Söngvakeppninni Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins. Murad er landsmönnum kunnugur en hann gaf út lag með hljómsveitinni Hatara, eftir Eurovision ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv árið 2019. 24. janúar 2024 17:01 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Söngvakeppninni. Hann mun flytja lagið í seinni undanúrslitum keppninnar sem haldin verða 24. febrúar næstkomandi. Lagið heitir Vestrið villt og var samið af Bashar og Einari Hrafni Stefánssyni og var texti Bashars þýddur yfir á íslensku af Matthíasi Tryggva Haraldssyni. Matthías og Einar eru báðir meðlimir sveitarinnar Hatara. Hatari hefur áður unnið með Bashar en hann kemur fram á laginu Klefa sem var gefið út árið 2020. Murad er hinsegin listamaður og býr í austurhluta Jerúsalem. Í umfjöllun fréttastofu um útgáfu lagsins á sínum tíma segir að hann semji bæði lög og texta og reyni með list sinn að mölva staðalímyndir og ögra þeirri mynd sem sífellt sé dregin upp af Palestínumönnum. Hatari vakti mikla athygli þegar sveitin keppti í Eurovision árið 2019 sem haldið var í Ísrael. Á úrslitakeppninni dró sveitin upp fána Palestínu þegar loks kom að stigagjöf til Íslands. Fyrr í mánuðinum birti sveitin færslu á síðu sína á Instagram þar sem þeir hvöttu stjórn keppninnar til að meina Ísrael þátttöku. View this post on Instagram A post shared by HATARI (@hatari_official) Í tilkynningunni kemur einnig fram að Hafsteinn Þráinsson, einnig þekktur sem CeaseTone, muni keppa með lagið Ró. Það er samið af honum og Halldóri Eldjárn og textann samdi Una Torfadóttir. Hera Björk freistir gæfunnar í keppninni í ár með lagið Við förum hærra. Eins og flestum er kunnugt keppti hún í Eurovision fyrir hönd Íslands árið 2010 með laginu Je ne sais quoi. Meðal annarra keppanda eru Inga Birna Friðjónsdóttir, sem gengur undir nafninu Blankiflúr. Hún syngur lagið Sjá þig. Ásdís María Viðarsdóttir gengur undir sviðsnafninu ANITA og syngur lagið Stingum af. Sunny, eða Sunna Kristinsdóttir syngur lagið Fiðrildi. Dúóið VÆB syngur lagið Bíómynd, Sigga Ózk sem keppti einnig á síðasta ári syngur lagið Um allan alheiminn og María Agnesardóttir, MAIAA syngur lagið Fljúga burt. Keppnin hefst 17. febrúar og seinna undanúrslitakvöldið verður 24. Fjögur lög komast áfram úr undanúrslitakvöldunum tveimur í gegnum símakosningu landsmanna. Framleiðendur keppninar geta svo hleypt einu lagi enn áfram. Það verða því fjögur eða fimm lög sem keppa til úrslita í Laugardalshöll 2. mars þar sem sigurvegari Söngvakeppninnar verður kosinn af almenningi og dómnefnd. Kynnar keppninnar verða þau Unnsteinn Manuel Stefánsson, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson. Lög, flytjendur og höfundar í Söngvakeppninni 2024 Fyrri undanúrslit, 17. febrúar RÓ Flytjandi: CeaseTone Lag: Hafsteinn Þráinsson og Halldór Eldjárn Texti: Una Torfadóttir Sjá þig Flytjandi: Blankiflúr (Inga Birna Friðjónsdóttir) Lag og texti: FIMM (Hólmfríður Sigurðardóttir, Páll Axel Sigurðsson, Kristín Sigurðardóttir, Albert Sigurðsson og Sólveig Sigurðardóttir) Stingum af Flytjandi: ANITA Lag: Ásdís María Viðarsdóttir og Jake Tench Texti: Ásdís María Viðarsdóttir Fiðrildi Flytjandi: Sunny Lag: Nikulás Nikulásson og Sunna Kristinsdóttir Texti: Sunna Kristinsdóttir Bíómynd Flytjendur: VÆB Lag og texti: Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson Seinni undanúrslit, 24. febrúar Vestrið villt Flytjandi: Bashar Murad Lag: Bashar Murad & Einar Hrafn Stefánsson Texti: Matthías Tryggvi Haraldsson Við förum hærra Flytjandi: Hera Björk Lag: Ásdís María Viðarsdóttir, Michael Burek, Jaro Omar og Ferras Alqaisi Texti: Ásdís María Viðarsdóttir Þjakaður af ást Flytjandi: Heiðrún Anna Lag: Heiðrún Anna Björnsdóttir Texti: Heiðrún Anna Björnsdóttir og Rut Ríkey Tryggvadóttir Um allan alheiminn Flytjandi: Sigga Ózk Lag: Sigga Ózk, Birkir Blær og TRIBBS Texti: Sigga Ózk Fljúga burt Flytjandi: MAIAA Lag: Baldvin Snær Hlynsson Texti: Baldvin Snær Hlynsson og María Agnesardótti
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Palestínumaðurinn Bashar Murad keppir í Söngvakeppninni Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins. Murad er landsmönnum kunnugur en hann gaf út lag með hljómsveitinni Hatara, eftir Eurovision ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv árið 2019. 24. janúar 2024 17:01 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Palestínumaðurinn Bashar Murad keppir í Söngvakeppninni Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins. Murad er landsmönnum kunnugur en hann gaf út lag með hljómsveitinni Hatara, eftir Eurovision ævintýri sveitarinnar í Tel Aviv árið 2019. 24. janúar 2024 17:01