Handbolti

ÍR blandar sér í bar­áttuna um sæti í úr­slita­keppninni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Karen Tinna var enn og aftur allt í öllu hjá ÍR.
Karen Tinna var enn og aftur allt í öllu hjá ÍR. Vísir/Hulda Margrét

ÍR vann þriggja marka sigur á Aftureldingu í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Sigurinn þýðir að liðið er í bullandi baráttu um sæti í úrslitakeppni deildarinnar.

Leikurinn var nokkuð jafn fyrstu mínúturnar en í stöðunni 4-3 fór ÍR á skrið, skoraði fjögur í röð og lagði í raun grunn að sigri kvöldsins. Mest náðu ÍR-ingar átta marka forystu og var það munurinn í hálfleik, staðan 17-9.

Sigurinn var aldrei í hættu og mögulega slakaði ÍR of mikið á undir lok leiks en þá minnkaði Afturelding muninn niður í þrjú mörk, lokatölur 29-26.

Karen Tinna Demian var frábær í liði ÍR en hún skoraði 12 mörk og var með 83 prósent skotnýtingu. Matthildur Lilja Jónsdóttir kom þar á eftir með 7 mörk. Í markinu vörðu Ísabella Schöbel Björnsdóttir og Hildur Öder Einarsdóttir 15 skot. Hildur Lilja Jónsdóttir skoraði 7 mörk í liði Aftureldingar og Saga Sif Gísladóttir.

ÍR er í 5. sæti með 14 stig, tveimur minna en ÍBV sem er sæti ofar með leik til góða. Afturelding er í 6. sæti með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×