Sport

Snæ­fríður Sól setti móts­met á Reykjavíkurleikunum

Dagur Lárusson skrifar
Snæfríður Sól setti mótsmet.
Snæfríður Sól setti mótsmet. Sundsamband Íslands

Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir setti mótsmet á Reykjavíkurleikunum í gær.

Snæfríður Sól keppti bæði í 50m skriðsundi sem og 200m skriðsundi en það var í því síðarnefnda þar sem hún setti mótsmet en hún synti á tímanum 2:01.44.

Þeir Einar Margeir Ágústsson og Snorri Dagur Einarsson tryggðu sér síðan á Evrópumeistaramótið sem fer fram í Serbíu í júní en þeir náðu báðir lágmarki í 50m bringusundi.

Hólmar Grétarsson tryggði sér lágmark í 400m fjórsundi fyrir Norðurlandameistaramótið sem fer fram í Helsinki í sumar og Birnir Freyr Hálfdánarson tryggði sér lágmark í 50m flugsundi fyrir Evrópumeistaramót unglinga sem fer fram í Litháen í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×