Herlegheitin fóru fram á laugardagskvöldið og sáu Eva Ruza og Hjálmar Örn um veislustjórn. Guðrún Árný mætti með skemmtarann og óhætt að segja að Grafarholtsbúar og eldri skólinn í Safamýrinni hafi tekið vel undir. Bandmenn spiluðu svo fyrir dansi inn í nóttina.
Kristinn Steinn var á myndavélinni og smellti af stemmningsmyndum af Frömurum í sínu fínasta pússi.

















































































