Gísli Þorgeir valinn sá fjórði besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2024 07:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik á móti verðandi Evrópumeisturum Frakka. Vísir/Vilhelm Handboltasérfræðingarnir Stig Aa. Nygård og Rasmus Boysen völdu fimmtíu bestu handboltamenn heims í gær eins og þeir gera árlega og Ísland á tvo leikmenn í þessum nýjasta hópi bestu handboltamanna heims. Nygård og Boysen, starfa sem sérfræðingar sjónvarpsstöðvarinnar TV 2, í umfjöllun hennar um handbolta. Besti handboltamaður heims er að mati félaganna Frakkinn Dika Mem hjá Barcelona og í öðru sæti er Daninn Mathias Gidsel sem spilar með Füchse Berlin. Þriðji er síðan línumaðurinn Ludovic Fabregas hjá Veszprem og franska landsliðið. Mem er sá besti annað árið í röð en Gidsel fer úr fimmta sæti upp í annað sætið og Fabregas úr ellefta sæti upp í það þriðja. Þetta eru þeir einu sem teljast vera betri en okkar Gísli Þorgeir Kristjánsson sem spilar með Magdeburg. Gísli var í fjórtánda sæti á sama lista í fyrra og hækkaði sig því um tíu sæti í ár. Gísli var kosinn Íþróttamaður ársins fyrir framgöngu sína í þýsku deildinni og Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Hann meiddist hins vegar mjög illa á öxl í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Gísli harkaði af sér og var frábær í úrslitaleiknum sem skilaði honum gulli og verðlaunum sem mikilvægasti leikmaður helgarinnar. Meiðslin þýddu aftur á móti að Gísli missti af hálfu ári og var nýbyrjaður að spila þegar þýska deildin fór í EM-frí. Evrópumótið kom aðeins of snemma fyrir Gísla sem var ekki kominn í leikform í mótinu og náði sér ekki á strik. Hann meiddist líka á fæti í sigri á Króötum og missti af síðasta leik íslenska liðsins. Sérfræðingarnir telja Gísla vera fjórða besta handboltamann heims en í næstu sætum á eftir honum eru þrír Danir eða markvörðurinn Niklas Landin, skyttan Simon Pytlick og markvörðurinn Emil Nielsen. Gísli er ekki eini Íslendingurinn meðal þeirra bestu því Ómar Ingi Magnússon er í sextánda sætinu. Ómar Ingi var sá fjórði besti á listanum í fyrra en hann lenti líka í meiðslum sem kostuðu hann síðustu mánuðina á síðustu leiktíð. Ómar Ingi var ekki góður með íslenska landsliðinu á EM en kemur vonandi sterkari í næstu verkefni. Svínn Jim Gottfridsson fellur um þrettán sæti á listanum, úr öðru sæti niður í fimmtánda sæti. Spánverjinn Alex Dujsjebajev var í þriðja sæti í fyrra en núna dottinn niður í tólfta sætið. Hér fyrir neðan má sjá meira um listann. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Nygård og Boysen, starfa sem sérfræðingar sjónvarpsstöðvarinnar TV 2, í umfjöllun hennar um handbolta. Besti handboltamaður heims er að mati félaganna Frakkinn Dika Mem hjá Barcelona og í öðru sæti er Daninn Mathias Gidsel sem spilar með Füchse Berlin. Þriðji er síðan línumaðurinn Ludovic Fabregas hjá Veszprem og franska landsliðið. Mem er sá besti annað árið í röð en Gidsel fer úr fimmta sæti upp í annað sætið og Fabregas úr ellefta sæti upp í það þriðja. Þetta eru þeir einu sem teljast vera betri en okkar Gísli Þorgeir Kristjánsson sem spilar með Magdeburg. Gísli var í fjórtánda sæti á sama lista í fyrra og hækkaði sig því um tíu sæti í ár. Gísli var kosinn Íþróttamaður ársins fyrir framgöngu sína í þýsku deildinni og Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Hann meiddist hins vegar mjög illa á öxl í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Gísli harkaði af sér og var frábær í úrslitaleiknum sem skilaði honum gulli og verðlaunum sem mikilvægasti leikmaður helgarinnar. Meiðslin þýddu aftur á móti að Gísli missti af hálfu ári og var nýbyrjaður að spila þegar þýska deildin fór í EM-frí. Evrópumótið kom aðeins of snemma fyrir Gísla sem var ekki kominn í leikform í mótinu og náði sér ekki á strik. Hann meiddist líka á fæti í sigri á Króötum og missti af síðasta leik íslenska liðsins. Sérfræðingarnir telja Gísla vera fjórða besta handboltamann heims en í næstu sætum á eftir honum eru þrír Danir eða markvörðurinn Niklas Landin, skyttan Simon Pytlick og markvörðurinn Emil Nielsen. Gísli er ekki eini Íslendingurinn meðal þeirra bestu því Ómar Ingi Magnússon er í sextánda sætinu. Ómar Ingi var sá fjórði besti á listanum í fyrra en hann lenti líka í meiðslum sem kostuðu hann síðustu mánuðina á síðustu leiktíð. Ómar Ingi var ekki góður með íslenska landsliðinu á EM en kemur vonandi sterkari í næstu verkefni. Svínn Jim Gottfridsson fellur um þrettán sæti á listanum, úr öðru sæti niður í fimmtánda sæti. Spánverjinn Alex Dujsjebajev var í þriðja sæti í fyrra en núna dottinn niður í tólfta sætið. Hér fyrir neðan má sjá meira um listann.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira