Lífið

„Allt í einu er ég bara orðinn morfínfíkill að sprauta mig“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Davíð Þór Jónsson er í dag heimilislaus.
Davíð Þór Jónsson er í dag heimilislaus.

„Ég væri til í að fara í dáleiðslu og kafa djúpt hvort það sé eitthvað sem ég hef bara bælt niður, einhverjar minningar. Því ég hef enga ástæðu til þess að vera í þessu volæði,“ segir Davíð Þór Jónsson í síðasta þætti af Fólk eins og við á Stöð 2.

Davíð er vegglistamaður, húðflúrari og pabbi. Davíð er ástríðumaður sem lætur fátt stoppa sköpunarkraftinn eins og fólk fékk að kynnast í síðasta þætti af Fólk eins og við sem var á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar fengu áhorfendur fá að fylgja honum í sinni sköpun á meðan hann segir sögur úr sínu lífi.

Davíð stefnir á að komast í skaðaminnkandi meðferð, til að komast í öruggt húsnæði og geta hitt dóttur sína aftur.

„Morfínfíkn er eitthvað allt annað en að reykja gras eða takið í nefið. Þetta er eins og kolkrabbi sem tekur þig allan. Þú ert alveg heillengi að ná öllum sogskálunum af þér. Ég var að ganga í gegnum geðveikt áfall, að missa frá mér dóttir mína. Konan mín hélt fram hjá mér og við vorum að hætta saman og hún með barnið inni á einhverju barnaverndarheimili. Svo kemur einhver gaur til mín með fullt af Oxy og ég fer að reykja þetta. Ég hafði oft reykt þetta en þarna leið mér svo illa og var bara alltaf grenjandi. Ég gat ekki ráðið við mig,“ segir Davíð og bætir við að það hafi allt minnt hann á dóttur sína.

„Og allt í einu er ég bara orðinn morfínfíkill að sprauta mig. Aldrei hefði mér dottið það í hug.“

Fólk eins og við er fjögurra þátta heimildarþáttaröð um heimilisleysi á Íslandi og nýja nálgun stjórnvalda í vímuefnamálum.

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×