„Ég er á góðum stað“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 12:00 Snæfríður Sól Jórunnardóttir hefur verið að gera mjög góða hluti í sundinu. SSÍ Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir kom heim til Íslands til að keppa á Reykjavikurleikunum um síðustu helgi en hún stundar nám og æfingar út í Danmörku. Snæfríður Sól sýndi og sannaði það á mótinu að hún er besta sundkona landsins með því að setja mótsmet á Reykjavíkurleikunum og tryggja sér lágmark inn á Evrópumeistaramótið. Snæfríður Sól var valin sundkona ársins í fyrra en hún átti mjög gott ár þar sem þessi 23 ára gamla sundkona sló meðal annars þrettán Íslandsmet og komst bæði í úrslit á EM í 25 metra laug sem og í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug. Snæfríður Sól setur stefnuna á Ólympíuleikana í París í sumar en þarf þá að bæta sig um 0,7 sekúndur. Stefán Árni Pálsson ræddi við hana áður en hún fór aftur út til Danmerkur. Hún segir það vera gaman að koma til Íslands og fá tækifæri til að keppa hér á landi. „Það er alltaf gaman að koma og keppa. Hafa fjölskyldu og vini upp í stúku að horfa á mig. Ég er á góðum stað miðað við hvar ég er stödd á tímabilinu. Ég held áfram að byggja ofan á þetta og reyni að syndar hraðar í apríl,“ sagði Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Evrópumótið fer síðan fram í Belgrad í Serbíu í júní. Var 2023 besta árið hennar á ferlinum? „Já ég held að það megi alveg segja það. Það gekk allavega mjög vel. Ég var alltaf að bæta mig og hef gaman af þessu. Ég held að þetta hafi verið besta árið,“ sagði Snæfríður Sól. Hún syndir nú fyrir Álaborgarliðið í Danmörku en byrjaði sundferil sinn hér heima hjá Hamri í Hveragerði. Snæfríður flutti til Árósa þegar hún var átta ára gömul. „Ég er líka í háskóla í Álaborg. Ég flutti til Danmerkur þegar ég var átta ára með fjölskyldunni minni. Við fluttum þá til Árósa en ég flutti svo sjálf seinna til Álaborgar til að fara alla leið í sundinu. Núna er ég byrjuð í háskólanum líka og er að læra sálfræði,“ sagði Snæfríður. Hún stefnir að því að ná lágmarkinu á Ólympíuleikana. „Ég þarf að bæta mig um rúma hálfa sekúndu eða um 0,7 sekúndur í 200 metra skriðsundi. Ég ætla að halda áfram að æfa eins og ég hef verið að gera. Ég ætla að leggja mikla vinnu í þetta og treysti bara á ferlið skili mér rétta leið. Synda hratt og ná þessu A-lágmarki,“ sagði Snæfríður. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Sund Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Sjá meira
Snæfríður Sól sýndi og sannaði það á mótinu að hún er besta sundkona landsins með því að setja mótsmet á Reykjavíkurleikunum og tryggja sér lágmark inn á Evrópumeistaramótið. Snæfríður Sól var valin sundkona ársins í fyrra en hún átti mjög gott ár þar sem þessi 23 ára gamla sundkona sló meðal annars þrettán Íslandsmet og komst bæði í úrslit á EM í 25 metra laug sem og í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug. Snæfríður Sól setur stefnuna á Ólympíuleikana í París í sumar en þarf þá að bæta sig um 0,7 sekúndur. Stefán Árni Pálsson ræddi við hana áður en hún fór aftur út til Danmerkur. Hún segir það vera gaman að koma til Íslands og fá tækifæri til að keppa hér á landi. „Það er alltaf gaman að koma og keppa. Hafa fjölskyldu og vini upp í stúku að horfa á mig. Ég er á góðum stað miðað við hvar ég er stödd á tímabilinu. Ég held áfram að byggja ofan á þetta og reyni að syndar hraðar í apríl,“ sagði Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Evrópumótið fer síðan fram í Belgrad í Serbíu í júní. Var 2023 besta árið hennar á ferlinum? „Já ég held að það megi alveg segja það. Það gekk allavega mjög vel. Ég var alltaf að bæta mig og hef gaman af þessu. Ég held að þetta hafi verið besta árið,“ sagði Snæfríður Sól. Hún syndir nú fyrir Álaborgarliðið í Danmörku en byrjaði sundferil sinn hér heima hjá Hamri í Hveragerði. Snæfríður flutti til Árósa þegar hún var átta ára gömul. „Ég er líka í háskóla í Álaborg. Ég flutti til Danmerkur þegar ég var átta ára með fjölskyldunni minni. Við fluttum þá til Árósa en ég flutti svo sjálf seinna til Álaborgar til að fara alla leið í sundinu. Núna er ég byrjuð í háskólanum líka og er að læra sálfræði,“ sagði Snæfríður. Hún stefnir að því að ná lágmarkinu á Ólympíuleikana. „Ég þarf að bæta mig um rúma hálfa sekúndu eða um 0,7 sekúndur í 200 metra skriðsundi. Ég ætla að halda áfram að æfa eins og ég hef verið að gera. Ég ætla að leggja mikla vinnu í þetta og treysti bara á ferlið skili mér rétta leið. Synda hratt og ná þessu A-lágmarki,“ sagði Snæfríður. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Sund Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Sjá meira