Lífið

Ein­hleypir og eitursvalir

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Listinn samanstendur af eftirsóttustu piparsveinum landsins. Lífið á Vísi fékk sérstaka álitsgjafa til liðs við sig fyrir valið.
Listinn samanstendur af eftirsóttustu piparsveinum landsins. Lífið á Vísi fékk sérstaka álitsgjafa til liðs við sig fyrir valið.

Vorið er blómatímabil fyrir einhleypa einstaklinga. Með hækkandi sól og opnum hug ættu lesendur Vísis sem eru í leit að rétta makanum að líta vel yfir eftirfarandi lista sem samanstendur af eitursvölum og einhleypum karlmönnum.

Lífið á Vísi fékk sérstaka álitsgjafa til liðs við sig til að velja eftirsóttustu piparsveina landsins.

Árni Hauks­son fjárfestir (1966)

„Ljúfmennið uppmálað sem er með með lúkkið og fjármálin á hreinu.“

Árni er mikið fyrir laxveiðar.Árni

Brynjar Steinn Gylfason, þekktur sem Binni Glee (1999)

„Binni Glee er súperstjarna og með því! Ótrúlega ljúfur, hjartahlýr og einlægur. Hann er smá feiminn en þegar maður kemst að þá er hann algjör meistari og fyndinn.“ 

Binni Glee er ein þekktasta raunveruleikastjarna landsins.Hulda Margrét

Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco, tónlistarmaður (1985)

„Hæfileikabúntið Arnór er afar geðslegur og kynngimagnaður einstaklingur sem gott er að vera í kringum.“

Arnór er söngvari Agent fresco en hljómsveitin bar meðal annars sigur úr bítum í Músíktilraunum árið 2008.vísir/andri marinó

Leifur Welding, hönnuður og athafnamaður (1976)

„Það er ekki nóg með að þessi maður sé einn hæfileikaríkasti hönnuður landsins þá ber hann listmannshæfileikana utan á sér þar sem fasið, útlitið og klæðaburðurinn er upp á tíu.“

Leifur Welding varð afi fyrir skemmstu. Ekki er að sjá það á útlitinu.Leifur Welding

Birgir Olgeirsson, sérfræðingur í almannatengslum hjá flugfélaginu Play (1984)

„Hlýi hjartaknúsarinn sem ber góðmennskuna utan á sér. Hann er hinn fullkomni kærasti ef þú spyrð mig.“

Birgir Olgeirsson spilar reglulega á gítar og syngur eins og engill á skemmtistöðum bæjarins.Birgir Olgeirsson

Garpur Ingason Elísabetarson dagskrárgerðarmaður og fjallagarpur (1984)

Ef þú ert ævintýramanneskja, jákvæð og markmiðadrifin ættir þú að tékka á Garpi. One hell of a body, skemmtilegur og með fallegsta bros landsins.“ 

Garpur er mikill útivistarmaður og sýnir reglulega frá ferðum sínum um landið á samfélagsmiðlum.Garpur

Sindri Snær Einarsson, heilbrigðisstarfsmaður og lífskúnstner (1991)

„Hjartahlýr, gullfallegur og með flottasta stíl landins. Hann er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að nýjustu tísku og því sem er flott. Hann er sömuleiðis ótrúlega hnyttinn og fyndinn, með bestu frasana. Hann er algjört catch!“

Sindri er sagður algjör frasakóngur.Sindri Snær

Vilhelm Einarsson, þekktur sem Villi Wilson, athafnamaður og pítsabakari (1984)

„Töffari af Guðs náð sem er ekki aðeins snillingur í eldhúsinu heldur lífinu einnig.“

Villi er einn besti pítsabakari landsins.Vilhelm Einarsson

Jón Kári Eldon hönnuður (1989)

„Brosmilda ljúfmennið úr Vesturbænum sem heillar dömurnar með augnaráðinu einu saman.“

Jón Kári skráði sig í sögubækurnar eftir að hann varð fyrsti knattspyrnumaðurinn á Íslandi sem fékk dóm vegna ummæla á X-samskiptasíðunni (áður Twitter) þegar hann lék með KV árið 2013.Jón Kári

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, þekktur sem Villi Vill, lögmaður (1971)

„Hvað er meira aðlaðandi en töffari á mótorhjóli sem er kallaður stjörnulögmaðurinn? Ég bara spyr.“

Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, jafnan þekktur sem Villi Vill.Vísir/Vilhelm

Björn Boði Björnsson flugþjónn og nemi (1999)

„Sætur, heitur og sjarmerandi sem bræður alla með sínu töfrandi brosi.“

Björn Boði Björnsson flutti til New York fyrir skemmstu.Björn Boði.

Heimir Bergmann fasteignasali (1965)

„Ljúfur, léttur og kátur. Hvað er annað hægt að segja um þennan öðling?“

Heimir er bústettur á Akranesi og starfar sem fasteignasali hjá fasteignasölunni Lögheimili eignamiðlun.Heimir Bergmann

Nökkvi Fjalar Orrason, frumkvöðull (1994)

„Fróðleiksfús þúsundþjalasmiður sem er með skeggrót og bros sem slær öllu öðru við.“

Nökkvi er einn stofnanda umboðsskrifstofunnar Swipe Media, en sagði skilið við fyrirtækið í byrjun árs í fyrra.HI beauty

Oddur Atlason rekstrarstjóri Petersen svítunnar (1996)

„Oddur er mesti lífskúnstner sem þekkist. Hann er ótrúlega lífsglaður, kúltíveraður, alltaf gaman að tala við hann og ræða daginn og veginn. Hann lítur ávallt á björtu hliðar lífsins og er mikið sjarmatröll.“

Oddur er einn hressasti maður landsins.Oddur Atlason

Björn Bragi Arnarsson fjölmiðla- og athafnamaður (1984)

„Þessi maður hefur allan pakkan. Ríkur, myndarlegur og fyndinn!“

Björn Bragi býr í einu fallegasta húsi landsins á Seltjarnarnesi.

Ágúst Beinteinn, þekktur sem Gústi B, útvarpsmaður og plötusnúður (2001)

„Sjarmatröll sem kanna að heilla kvenpeninginn upp úr skónum með sínu blíða brosi. Töffari en samt svo mjúkur.“

Útvarpsmaðurinn Gústi B hélt uppi stemningunni auglýsingahléum í annarri þáttaröð af Idol.Vísir/Hulda Margrét

Daniil Moroshkin, íslensk-rússneskur tónlistarmaður og rappari (2001)

„Ungur og efnilegur töffari sem býr yfir ákveðinni dulúð. Þig langar alltaf að vita meira. Svo er hann á sama tíma með hlýlegt bros og afslappaða nærveru.“

Daniil var kosinn Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2023.Vísir/Hulda Margrét

Bassi Maraj raunveruleikastjarna (1998)

„Bassi er fyndnasti maður landsins með heillandi nærveru og sjarma og hlátur sem nær manni í hvert einasta skipti. Svo er hann bara svo sætur.“

Bassi Maraj var viðmælandi í Einkalífinu fyrir skemmstu.Vísir/Vilhelm

Snorri Ásmundsson listamaður (1966)

„Snorri er ótrúlega lífsglaður og tekur lífinu ekki of alvarlega. Hann býr yfir djúpri og skemmtilegri visku og heldur í barnið í sér. Hann smitar út frá sér mikilli gleði.“

Snorri er sagður afar heillandi og töfrandi týpa.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.