Sex lög börðust um að verða framlag Íra í sjónvarpsþættinum Late Late Show í Írska ríkissjónvarpinu síðastliðinn föstudag.
Líkt og áður segir bar Doomsday Blue bar sigur úr býtum, en líkt og í íslensku söngvakeppninni eru það bæði símakosning og niðurstaða dómnefndar sem ráða úrslitum.
„Þú getur ekki sett mig í kassa, og ef þú gerir það, þá mun ég brjótast úr kassanum, eða endurhanna kassann,“ sagði Bambie í kynningarmyndbandi fyrir söngvakeppnina.
Myndband af flutningi Bambie Thug á Doomsday Blue má sjá hér að neðan.