Lífið

Ís­land keppir á fyrra undan­úr­slita­kvöldinu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Diljá Pétursdóttir keppti fyrir hönd Íslands í Liverpool á síðasta ári.
Diljá Pétursdóttir keppti fyrir hönd Íslands í Liverpool á síðasta ári. EPA/Adam Vaughan

Framlag Íslands í Eurovision í Malmö verður flutt á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar, þriðjudagskvöldið 7. maí. 

Þetta varð ljóst þegar dregið var í undanriðla keppninnar nú í kvöld.

Þetta eru löndin sem koma fram á fyrra undanúrslitakvöldinu:

  1. Úkraína
  2. Kýpur
  3. Pólland
  4. Serbía
  5. Litáen
  6. Króatía
  7. Írland
  8. Slóvenía
  9. Ísland
  10. Finnland
  11. Portúgal
  12. Lúxemborg
  13. Ástralía
  14. Aserbaísjan
  15. Moldóva.

Auk landanna sem koma fram á hverju undanúrslitakvöldi hafa þjóðirnar fimm sem fjármagna keppnina að mestu leyti, auk sigurþjóðarinnar árið áður, atkvæðisrétt á öðru hvoru undanúrslitakvöldinu. Í tilfelli Íslands eru það Þýskaland, Svíþjóð og Bretland sem hafa atkvæðisrétt.

Því munu Frakkland, Ítalía og Spánn hafa atkvæðisrétt á seinna kvöldinu, en þar koma fram eftirfarandi lönd. 

  1. Austurríki
  2. Malta
  3. Sviss
  4. Grikkland
  5. Tékkland
  6. Albanía
  7. Danmörk
  8. Armenía
  9. Ísrael
  10. Eistland
  11. Georgía
  12. Holland
  13. Noregur
  14. Lettland
  15. San Marínó
  16. Belgía

Dregið var í undanriðla úr sex mismunandi pottum, sem raðað hafði verið í með tilliti til þess hvernig önnur lönd hafa greitt öðrum löndum atkvæði sitt í gegnum tíðina. Ísland var í potti númer tvö, ásamt Ástralíu, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi og Noregi. 

Hægt er að horfa á dráttinn í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Óvenjulegt Eurovision lag Íra vekur athygli

Söngvarinn Bambie Thug mun fara með framlag Írlands í Eurovision í Malmö. Lag háns Doomsday Blue hefur vakið verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum.

Þúsund sænskir tónlistarmenn vilja útiloka Ísrael

Rúmlega þúsund sænskir tónlistarmenn hafa ritað nafn sitt undir áskorun þess efnis að Ísrael verði meinað þátttaka í Eurovision söngvakeppninni í ár. Meðal þeirra sem hafa sett nafn sitt á listann eru Robyn og Erik Saade.

Bashar keppir með hjálp Hatarastrákanna

Palestínski söngvarinn Bashar Murad mun keppa í Söngvakeppninni með lagi sem var meðal annars samið af liðsmönnum úr hljómsveitinni Hatara sem keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2019.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×