Frakkar urðu Evrópumeistarar í fjórða sinn eftir sigur á Dönum, 33-31, í framlengdum úrslitaleik á sunnudaginn.
Daginn eftir tók Emmanuel Macron á móti frönsku Evrópumeisturunum í forsetahöllinni, Champs-Élysées, í París. Eftir móttökuna héldu Frakkar á skemmtistað í hverfinu.
Þar á Kounkoud að hafa reynt að nauðga ungri konu. Öryggisverði var gert viðvart og lögreglan kom svo á staðinn og handtók hornamanninn.
Kounkoud var færður í fangaklefa þar sem var látið renna af honum enda var hann verulega drukkinn. Hann var svo yfirheyrður. Ekki liggur fyrir hver næstu skref í málinu verða, hvort Kounkoud verður ákærður eða ekki.
Kounkoud kom ekkert við sögu í úrslitaleiknum gegn Dönum en lék alls fimm leiki á EM og skoraði fimm mörk. Hann leikur með Kielce í Póllandi.