Krydduð blómkáls og sellerírótar súpa með kasjúhnetum
„2 msk olífuolía
350 gr frosið blómkál
1/2 púrrlaukur, skorin í þunna hringi
1/3 sellerírót, skorin í litla kubba
1/2 bolli chili kryddaðar kasjuhnetur
1 tsk gullkrydd (Kryddhúsið)
1 kubbur grænmetiskraftur
Smá salt og pipar
4-5 bollar vatn
Allt saman í pott og látið malla í um 30 mín
Maukið svo í góðum blandara, hellið í skálar og toppið með einhverju fallegu og góðu
Þessa súpu toppaði ég með graskersfræjaolíu, ristuðum fræjum, möndluflögum og steinselju“
Hér má sjá fleiri uppskriftir frá Jönu.