Hún var spurð að því fyrst og fremst hvað hafi skilað heimakonum sigrinum í lokaleikhlutanum.
„Við fórum að ná tökum á varnarleiknum. Við ræddum það í hálfleik að að 40 stig fengin á okkur væri of mikið það myndi enda í 80 stigum. Okkur gekk ágætlega í sóknarleiknum en varnarlega þurftum við að stíga á bensíngjöfina. Við vissum hverjar myndu skora stigin og fórum að stíga nær þeim til að setja þær undir pressu. Við gerðum það betur í seinni hálfleik.“
Emilie skoraði sjö stig í fyrri hálfleik en rauk af stað í þeim seinni og endaði eins og áður segir með 28 stig. Hvað var það sem gerði það að verkum að henni gekk svona vel í seinni hálfleik?
„Ég er keppnismanneskja fyrst og fremst og reyni að gera allt sem ég get til að vinna. Ég fór að hitta úr skotum og þá fór mér að líða betur. Liðið leitaði að mér og voru að gera réttu hlutina. Það gerði mér lífið léttara sóknarlega.“
Hversu langt nær þetta Njarðvíkur lið að mati Emilie?
„Við getum farið alla leið. Ég trúi því staðfastlega, annars væri ég ekki hérna. Við ætlum að vinna bikarinn og víð ætlum að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það getur samt allt gerst þegar kemur í úrslitakeppni og deildin er sterk. Það eru allavega fimm lið í þessari deild sem eru mjög góð. Við sjáum til hvernig það gengur en við ætlum að vinna þetta allt saman.“
Njarðvíkur liðið er samt með mjög breiðan hóp og það eru margar stelpur, ungar sem aldar, sem leggja lóð sín á vogarskálarnar.
„Það er mjög gott jafnvægi á þessu liði. Við erum með ungar stelpur sem eru að læra mikið en eru líka að stíga upp og skila framlagi. Svo erum við með Andjelu og Isabellu sem eru fyrir utan liðið og koma inn í þetta og verða hluti af heildinni. Við erum þess vegna með mjög góða blöndu og það gerir liðið svona sérstakt.“
Varðandi seinni hluta deildarinn kvaðst Emilie vera mjög spennta.
„Ég er mjög spennt fyrir seinni hlutanum og það verðu mjög gaman einni. Við munum sjá marga góða leiki og marga leiki sem verða jafnir. Þetta verða leikir sem innihalda góða leiki og mikla keppni.“