Evrópumeistarinn laus úr haldi lögreglu Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2024 08:31 Benoit Kounkoud spilaði fimm leiki fyrir Frakka á EM, meðal annars gegn Íslandi. Getty/Federico Gambarini Benoit Kounkoud, einum af nýkrýndu Evrópumeisturum Frakka í handbolta, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu en rannsókn á máli hans heldur áfram. Hann er sakaður um tilraun til nauðgunar á skemmtistað. Kounkoud varð Evrópumeistari í Köln á sunnudaginn þegar Frakkland vann Danmörku. Rétt rúmum sólarhring síðar, eða síðla nætur aðfaranótt þriðjudags, var hann handtekinn í París. Kounkoud og félagar voru hylltir í frönsku höfuðborginni á mánudag, þar sem meðal annars forsetinn Emmanuel Macron tók á móti þeim frá Þýskalandi. Handtekinn á skemmtistað Eftir þá athöfn fóru leikmenn franska liðsins á djammið og er Kounkoud grunaður um að hafa brotið á tvítugri konu á skemmtistað. Samkvæmt frönskum miðlum girti Kounkoud niður um sig buxurnar og reyndi að nauðga konunni, áður en dyravörður á staðnum handsamaði hann. Lögreglumenn fluttu hann svo í fangaklefa þar sem látið var renna af honum og hann svo yfirheyrður. Kounkoud var sleppt í gær en rannsókn heldur áfram og er meðal annars verið að safna fleiri vitnisburðum. Pólska félagið bíður eftir upplýsingum Leikmaðurinn hefur sjálfur ekki tjáð sig opinberlega um málið. Hann leikur með pólska stórliðinu Kielce, líkt og íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson, og er næsti leikur liðsins á laugardaginn gegn Unia Tarnow í pólsku deildinni. Kielce sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að félagið tæki málið alvarlega og fordæmdi allt ofbeldi. Brugðist yrði við með viðeigandi hætti um leið og opinberar upplýsingar um málið lægju fyrir, en að svo komnu máli myndi félagið ekki tjá sig frekar. Kounkoud kom til Kielce sumarið 2022 og leikur þar með tveimur af liðsfélögum sínum úr franska landsliðinu, þeim Nicolas Tournat og Dylan Nahi. Áður lék hann með Paris Saint-Germain. Kounkoud kom lítið við sögu á EM en skoraði fimm mörk í fimm leikjum. Í tilkynningu frá franska handknattleikssambandinu sagði að sambandið myndi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en að það myndi fylgjast náið með upplýsingum frá yfirvöldum. Sambandið ítrekaði þó þá afstöðu sína að vilja berjast gegn öllum tegundum ofbeldis, og kvaðst standa með þolendum ofbeldis. EM 2024 í handbolta Franski handboltinn Frakkland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Handtekinn fyrir nauðgun skömmu eftir að hafa orðið Evrópumeistari Benoit Kounkoud, nýkrýndur Evrópumeistari með franska handboltalandsliðinu, var handtekinn fyrir nauðgun í fyrrinótt. 31. janúar 2024 11:31 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Kounkoud varð Evrópumeistari í Köln á sunnudaginn þegar Frakkland vann Danmörku. Rétt rúmum sólarhring síðar, eða síðla nætur aðfaranótt þriðjudags, var hann handtekinn í París. Kounkoud og félagar voru hylltir í frönsku höfuðborginni á mánudag, þar sem meðal annars forsetinn Emmanuel Macron tók á móti þeim frá Þýskalandi. Handtekinn á skemmtistað Eftir þá athöfn fóru leikmenn franska liðsins á djammið og er Kounkoud grunaður um að hafa brotið á tvítugri konu á skemmtistað. Samkvæmt frönskum miðlum girti Kounkoud niður um sig buxurnar og reyndi að nauðga konunni, áður en dyravörður á staðnum handsamaði hann. Lögreglumenn fluttu hann svo í fangaklefa þar sem látið var renna af honum og hann svo yfirheyrður. Kounkoud var sleppt í gær en rannsókn heldur áfram og er meðal annars verið að safna fleiri vitnisburðum. Pólska félagið bíður eftir upplýsingum Leikmaðurinn hefur sjálfur ekki tjáð sig opinberlega um málið. Hann leikur með pólska stórliðinu Kielce, líkt og íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson, og er næsti leikur liðsins á laugardaginn gegn Unia Tarnow í pólsku deildinni. Kielce sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að félagið tæki málið alvarlega og fordæmdi allt ofbeldi. Brugðist yrði við með viðeigandi hætti um leið og opinberar upplýsingar um málið lægju fyrir, en að svo komnu máli myndi félagið ekki tjá sig frekar. Kounkoud kom til Kielce sumarið 2022 og leikur þar með tveimur af liðsfélögum sínum úr franska landsliðinu, þeim Nicolas Tournat og Dylan Nahi. Áður lék hann með Paris Saint-Germain. Kounkoud kom lítið við sögu á EM en skoraði fimm mörk í fimm leikjum. Í tilkynningu frá franska handknattleikssambandinu sagði að sambandið myndi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en að það myndi fylgjast náið með upplýsingum frá yfirvöldum. Sambandið ítrekaði þó þá afstöðu sína að vilja berjast gegn öllum tegundum ofbeldis, og kvaðst standa með þolendum ofbeldis.
EM 2024 í handbolta Franski handboltinn Frakkland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Handtekinn fyrir nauðgun skömmu eftir að hafa orðið Evrópumeistari Benoit Kounkoud, nýkrýndur Evrópumeistari með franska handboltalandsliðinu, var handtekinn fyrir nauðgun í fyrrinótt. 31. janúar 2024 11:31 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Handtekinn fyrir nauðgun skömmu eftir að hafa orðið Evrópumeistari Benoit Kounkoud, nýkrýndur Evrópumeistari með franska handboltalandsliðinu, var handtekinn fyrir nauðgun í fyrrinótt. 31. janúar 2024 11:31