Aðeins tvær fengu að vita en fyrirliðinn fann þetta á sér Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2024 11:00 Sandra Erlingsdóttir varð markahæst Íslands á HM í desember, fyrsta stórmóti liðsins í rúman áratug. IHF Sandra Erlingsdóttir segir að draumamarkmið sitt sé að spila með Íslandi í lokakeppni EM í handbolta undir lok þessa árs, þó að hún eigi von á sínu fyrsta barni í byrjun ágúst. Sandra komst að því að hún væri ólétt seint á síðasta ári, þegar hún var komin út til Noregs á heimsmeistaramótið – fyrsta stórmót íslenska liðsins í rúman áratug. Hún lét það ekki á sig fá og varð markahæst Íslendinga á mótinu. Sandra ákvað að halda óléttunni leyndri fyrir flestum í liðinu, þar til að hún svo tilkynnti um hana opinberlega fyrir skömmu. Þær Andrea Jacobsen og Perla Ruth Albertsdóttir fengu þó fréttirnar og segir Sandra þær hafa veitt sér góðan stuðning á meðan á HM stóð. Foreldrunum brá í brún „Andrea var með mér í herbergi og Perla sem er vinnufélagi minn var mikið með okkur. Þær tvær voru því þær fyrstu sem fengu fréttirnar, og héldu þessu fyrir sig. Það var rosalega gott að geta opnað mig við einhvern sem var á svæðinu. Bara svona: „Ohh my god stelpur, ég er svo svöng núna og það er ekkert til“ eða eitthvað slíkt. Ég lét engan annan í liðinu vita en svo áður en ég tilkynnti þetta opinberlega þá sendi ég skilaboð á hópspjallið í liðinu. Þórey [Rósa Stefánsdóttir] fyrirliði segist nú hafa fundið þetta á sér,“ segir Sandra létt í bragði. Foreldrum hennar, handboltafólkinu Vigdís Sigurðardóttir og Erlingur Richardsson, brá í brún þegar þau fengu fréttirnar. „Við fengum smátíma með fjölskyldum á mótinu þannig að ég náði að hitta á mömmu og pabba í kaffi, og segja þeim fréttirnar. Þau voru nú ekki að trúa þessu: „Ha? Við erum á HM? Þetta meikar ekkert sens.“,“ segir Sandra hlæjandi. Draumurinn að fara á EM með nýfætt barn Eins og fyrr segir á Sandra von á barninu í byrjun ágúst. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Ísland spili í lokakeppni EM sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss dagana 28. nóvember til 15. desember. Sandra vill því ekki útiloka að hún verði á ný með á stórmóti þegar þar að kemur. Klippa: Draumurinn að fara á EM með nýfætt barn „Eitt það fyrsta sem ég gerði var að finna út hvenær ég væri sett, út af þessu. Byrjun ágúst, ókey, þá eru alveg nokkrir mánuðir í stórmót. Ég ætla að gera allt til að vera klár fyrir stórmótið. En svo veit maður aldrei hvernig þetta mun ganga, og hvernig þetta verður þegar barnið verður komið. Við getum sagt að þetta sé draumamarkmiðið en svo verður maður bara að sjá til hvað gerist,“ segir Sandra sem tekur undir að heimsmeistaramótið á síðasta ári hafi gert mikið til að þroska íslenska landsliðið: „Eftir mótið, og sérstaklega eftir að hafa fylgst með strákunum á EM, þá sér maður hvað þetta gerir mikið fyrir liðið. Þú þarft svo mikið á liðsheildinni að halda. Á liðsfélaganum og herbergisfélaganum að halda. Öllu þessu sem maður var lítið að pæla í sjálfur á mótinu, en fattar eftir á hvað var mikilvægt. Þetta var frábært mót fyrir okkur og þetta [að Ísland sé á stórmótum] er vonandi komið til að vera.“ HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Sandra komst að því að hún væri ólétt seint á síðasta ári, þegar hún var komin út til Noregs á heimsmeistaramótið – fyrsta stórmót íslenska liðsins í rúman áratug. Hún lét það ekki á sig fá og varð markahæst Íslendinga á mótinu. Sandra ákvað að halda óléttunni leyndri fyrir flestum í liðinu, þar til að hún svo tilkynnti um hana opinberlega fyrir skömmu. Þær Andrea Jacobsen og Perla Ruth Albertsdóttir fengu þó fréttirnar og segir Sandra þær hafa veitt sér góðan stuðning á meðan á HM stóð. Foreldrunum brá í brún „Andrea var með mér í herbergi og Perla sem er vinnufélagi minn var mikið með okkur. Þær tvær voru því þær fyrstu sem fengu fréttirnar, og héldu þessu fyrir sig. Það var rosalega gott að geta opnað mig við einhvern sem var á svæðinu. Bara svona: „Ohh my god stelpur, ég er svo svöng núna og það er ekkert til“ eða eitthvað slíkt. Ég lét engan annan í liðinu vita en svo áður en ég tilkynnti þetta opinberlega þá sendi ég skilaboð á hópspjallið í liðinu. Þórey [Rósa Stefánsdóttir] fyrirliði segist nú hafa fundið þetta á sér,“ segir Sandra létt í bragði. Foreldrum hennar, handboltafólkinu Vigdís Sigurðardóttir og Erlingur Richardsson, brá í brún þegar þau fengu fréttirnar. „Við fengum smátíma með fjölskyldum á mótinu þannig að ég náði að hitta á mömmu og pabba í kaffi, og segja þeim fréttirnar. Þau voru nú ekki að trúa þessu: „Ha? Við erum á HM? Þetta meikar ekkert sens.“,“ segir Sandra hlæjandi. Draumurinn að fara á EM með nýfætt barn Eins og fyrr segir á Sandra von á barninu í byrjun ágúst. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Ísland spili í lokakeppni EM sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss dagana 28. nóvember til 15. desember. Sandra vill því ekki útiloka að hún verði á ný með á stórmóti þegar þar að kemur. Klippa: Draumurinn að fara á EM með nýfætt barn „Eitt það fyrsta sem ég gerði var að finna út hvenær ég væri sett, út af þessu. Byrjun ágúst, ókey, þá eru alveg nokkrir mánuðir í stórmót. Ég ætla að gera allt til að vera klár fyrir stórmótið. En svo veit maður aldrei hvernig þetta mun ganga, og hvernig þetta verður þegar barnið verður komið. Við getum sagt að þetta sé draumamarkmiðið en svo verður maður bara að sjá til hvað gerist,“ segir Sandra sem tekur undir að heimsmeistaramótið á síðasta ári hafi gert mikið til að þroska íslenska landsliðið: „Eftir mótið, og sérstaklega eftir að hafa fylgst með strákunum á EM, þá sér maður hvað þetta gerir mikið fyrir liðið. Þú þarft svo mikið á liðsheildinni að halda. Á liðsfélaganum og herbergisfélaganum að halda. Öllu þessu sem maður var lítið að pæla í sjálfur á mótinu, en fattar eftir á hvað var mikilvægt. Þetta var frábært mót fyrir okkur og þetta [að Ísland sé á stórmótum] er vonandi komið til að vera.“
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira