Aðeins tvær fengu að vita en fyrirliðinn fann þetta á sér Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2024 11:00 Sandra Erlingsdóttir varð markahæst Íslands á HM í desember, fyrsta stórmóti liðsins í rúman áratug. IHF Sandra Erlingsdóttir segir að draumamarkmið sitt sé að spila með Íslandi í lokakeppni EM í handbolta undir lok þessa árs, þó að hún eigi von á sínu fyrsta barni í byrjun ágúst. Sandra komst að því að hún væri ólétt seint á síðasta ári, þegar hún var komin út til Noregs á heimsmeistaramótið – fyrsta stórmót íslenska liðsins í rúman áratug. Hún lét það ekki á sig fá og varð markahæst Íslendinga á mótinu. Sandra ákvað að halda óléttunni leyndri fyrir flestum í liðinu, þar til að hún svo tilkynnti um hana opinberlega fyrir skömmu. Þær Andrea Jacobsen og Perla Ruth Albertsdóttir fengu þó fréttirnar og segir Sandra þær hafa veitt sér góðan stuðning á meðan á HM stóð. Foreldrunum brá í brún „Andrea var með mér í herbergi og Perla sem er vinnufélagi minn var mikið með okkur. Þær tvær voru því þær fyrstu sem fengu fréttirnar, og héldu þessu fyrir sig. Það var rosalega gott að geta opnað mig við einhvern sem var á svæðinu. Bara svona: „Ohh my god stelpur, ég er svo svöng núna og það er ekkert til“ eða eitthvað slíkt. Ég lét engan annan í liðinu vita en svo áður en ég tilkynnti þetta opinberlega þá sendi ég skilaboð á hópspjallið í liðinu. Þórey [Rósa Stefánsdóttir] fyrirliði segist nú hafa fundið þetta á sér,“ segir Sandra létt í bragði. Foreldrum hennar, handboltafólkinu Vigdís Sigurðardóttir og Erlingur Richardsson, brá í brún þegar þau fengu fréttirnar. „Við fengum smátíma með fjölskyldum á mótinu þannig að ég náði að hitta á mömmu og pabba í kaffi, og segja þeim fréttirnar. Þau voru nú ekki að trúa þessu: „Ha? Við erum á HM? Þetta meikar ekkert sens.“,“ segir Sandra hlæjandi. Draumurinn að fara á EM með nýfætt barn Eins og fyrr segir á Sandra von á barninu í byrjun ágúst. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Ísland spili í lokakeppni EM sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss dagana 28. nóvember til 15. desember. Sandra vill því ekki útiloka að hún verði á ný með á stórmóti þegar þar að kemur. Klippa: Draumurinn að fara á EM með nýfætt barn „Eitt það fyrsta sem ég gerði var að finna út hvenær ég væri sett, út af þessu. Byrjun ágúst, ókey, þá eru alveg nokkrir mánuðir í stórmót. Ég ætla að gera allt til að vera klár fyrir stórmótið. En svo veit maður aldrei hvernig þetta mun ganga, og hvernig þetta verður þegar barnið verður komið. Við getum sagt að þetta sé draumamarkmiðið en svo verður maður bara að sjá til hvað gerist,“ segir Sandra sem tekur undir að heimsmeistaramótið á síðasta ári hafi gert mikið til að þroska íslenska landsliðið: „Eftir mótið, og sérstaklega eftir að hafa fylgst með strákunum á EM, þá sér maður hvað þetta gerir mikið fyrir liðið. Þú þarft svo mikið á liðsheildinni að halda. Á liðsfélaganum og herbergisfélaganum að halda. Öllu þessu sem maður var lítið að pæla í sjálfur á mótinu, en fattar eftir á hvað var mikilvægt. Þetta var frábært mót fyrir okkur og þetta [að Ísland sé á stórmótum] er vonandi komið til að vera.“ HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
Sandra komst að því að hún væri ólétt seint á síðasta ári, þegar hún var komin út til Noregs á heimsmeistaramótið – fyrsta stórmót íslenska liðsins í rúman áratug. Hún lét það ekki á sig fá og varð markahæst Íslendinga á mótinu. Sandra ákvað að halda óléttunni leyndri fyrir flestum í liðinu, þar til að hún svo tilkynnti um hana opinberlega fyrir skömmu. Þær Andrea Jacobsen og Perla Ruth Albertsdóttir fengu þó fréttirnar og segir Sandra þær hafa veitt sér góðan stuðning á meðan á HM stóð. Foreldrunum brá í brún „Andrea var með mér í herbergi og Perla sem er vinnufélagi minn var mikið með okkur. Þær tvær voru því þær fyrstu sem fengu fréttirnar, og héldu þessu fyrir sig. Það var rosalega gott að geta opnað mig við einhvern sem var á svæðinu. Bara svona: „Ohh my god stelpur, ég er svo svöng núna og það er ekkert til“ eða eitthvað slíkt. Ég lét engan annan í liðinu vita en svo áður en ég tilkynnti þetta opinberlega þá sendi ég skilaboð á hópspjallið í liðinu. Þórey [Rósa Stefánsdóttir] fyrirliði segist nú hafa fundið þetta á sér,“ segir Sandra létt í bragði. Foreldrum hennar, handboltafólkinu Vigdís Sigurðardóttir og Erlingur Richardsson, brá í brún þegar þau fengu fréttirnar. „Við fengum smátíma með fjölskyldum á mótinu þannig að ég náði að hitta á mömmu og pabba í kaffi, og segja þeim fréttirnar. Þau voru nú ekki að trúa þessu: „Ha? Við erum á HM? Þetta meikar ekkert sens.“,“ segir Sandra hlæjandi. Draumurinn að fara á EM með nýfætt barn Eins og fyrr segir á Sandra von á barninu í byrjun ágúst. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Ísland spili í lokakeppni EM sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss dagana 28. nóvember til 15. desember. Sandra vill því ekki útiloka að hún verði á ný með á stórmóti þegar þar að kemur. Klippa: Draumurinn að fara á EM með nýfætt barn „Eitt það fyrsta sem ég gerði var að finna út hvenær ég væri sett, út af þessu. Byrjun ágúst, ókey, þá eru alveg nokkrir mánuðir í stórmót. Ég ætla að gera allt til að vera klár fyrir stórmótið. En svo veit maður aldrei hvernig þetta mun ganga, og hvernig þetta verður þegar barnið verður komið. Við getum sagt að þetta sé draumamarkmiðið en svo verður maður bara að sjá til hvað gerist,“ segir Sandra sem tekur undir að heimsmeistaramótið á síðasta ári hafi gert mikið til að þroska íslenska landsliðið: „Eftir mótið, og sérstaklega eftir að hafa fylgst með strákunum á EM, þá sér maður hvað þetta gerir mikið fyrir liðið. Þú þarft svo mikið á liðsheildinni að halda. Á liðsfélaganum og herbergisfélaganum að halda. Öllu þessu sem maður var lítið að pæla í sjálfur á mótinu, en fattar eftir á hvað var mikilvægt. Þetta var frábært mót fyrir okkur og þetta [að Ísland sé á stórmótum] er vonandi komið til að vera.“
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira